Sæstrengur í óskilum Starri Reynisson skrifar 2. september 2020 14:00 Síðasta sumar komst fátt annað en þriðji orkupakkinn að í stjórnmálaumræðunni hér á landi. Umræðan var bæði löng og hávær, endalaus uppspretta gífuryrða, dylgja og samsæriskenninga. Miðflokkurinn hélt Alþingi í gíslingu svo vikum skipti. Margt var fullyrt sem átti sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum og fjölmörgum dómsdagsspám varpað fram. Í dag er eitt ár liðið frá því að þriðji orkupakkinn var samþykktur á Alþingi og því vel við hæfi að líta aðeins um öxl og skoða hvort eitthvað hafi ræst úr þeim spádómum. Því var ítrekað haldið fram að samþykkt þriðja orkupakkans myndi færa yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Hingað myndi koma embættismaður að utan til að sjá um eftirlit með íslenskum orkumarkaði, svokallaður “landsreglari”. Ekkert bólar á þessum embættismanni, eftir sem áður sér Orkustofnun um innlent eftirlit, rammaáætlun er enn í gildi og Alþingi hefur enn ákvörðunarvaldið þegar kemur að virkjanaframkvæmdum. Lagning sæstrengs er annað þeirra atriða sem mest var hamrað á. Ýmsir fullyrtu að yrði þriðji orkupakkinn samþykktur yrðu íslensk stjórnvöld tilneydd til að leggja sæstreng til meginlands Evrópu. Það er álitamál hvort slík framkvæmd væri jákvæð eða ekki, gott og vel, en umræðan um sæstreng er enn ekkert meira en umræða. Hún hefur lítið þróast eða breyst á síðasta árinu þrátt fyrir samþykkt orkupakkans og ekkert bólar á strengnum. Þá eru mýmörg dæmi um aðra spádóma Miðflokksins og fylgitungla hans sem ekki hafa ræst. Landsvirkjun hefur ekki verið seld, rafmagnsreikningar landsmanna hafa ekki rokið upp úr öllu valdi, matvælaverð hefur ekki hækkað umfram almenna verðlagsþróun og engar atvinnugreinar hafa lagst niður vegna samþykktar þriðja orkupakkans. Umræða byggð á staðreyndum er forsenda heilbrigðrar ákvarðanatöku. Víða um heim hefur þó orðið þróun í gangstæða átt, stjórnmálamenn og flokkar sem virða staðreyndir að vettugi og skrumskæla sannleikann til að auka eigin áhrif hafa skotið upp kollinum og náð að hasla sér völl. Umræðan um orkupakkann sýnir svart á hvítu að við höfum ekki farið varhluta af þeirri þróun. Kjósendur ættu að varast snákaolíuna sem slíkir stjórnmálamenn munu reyna að selja í kosningunum að ári. Höfundur er forseti Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Viðreisn Þriðji orkupakkinn Orkumál Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Síðasta sumar komst fátt annað en þriðji orkupakkinn að í stjórnmálaumræðunni hér á landi. Umræðan var bæði löng og hávær, endalaus uppspretta gífuryrða, dylgja og samsæriskenninga. Miðflokkurinn hélt Alþingi í gíslingu svo vikum skipti. Margt var fullyrt sem átti sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum og fjölmörgum dómsdagsspám varpað fram. Í dag er eitt ár liðið frá því að þriðji orkupakkinn var samþykktur á Alþingi og því vel við hæfi að líta aðeins um öxl og skoða hvort eitthvað hafi ræst úr þeim spádómum. Því var ítrekað haldið fram að samþykkt þriðja orkupakkans myndi færa yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Hingað myndi koma embættismaður að utan til að sjá um eftirlit með íslenskum orkumarkaði, svokallaður “landsreglari”. Ekkert bólar á þessum embættismanni, eftir sem áður sér Orkustofnun um innlent eftirlit, rammaáætlun er enn í gildi og Alþingi hefur enn ákvörðunarvaldið þegar kemur að virkjanaframkvæmdum. Lagning sæstrengs er annað þeirra atriða sem mest var hamrað á. Ýmsir fullyrtu að yrði þriðji orkupakkinn samþykktur yrðu íslensk stjórnvöld tilneydd til að leggja sæstreng til meginlands Evrópu. Það er álitamál hvort slík framkvæmd væri jákvæð eða ekki, gott og vel, en umræðan um sæstreng er enn ekkert meira en umræða. Hún hefur lítið þróast eða breyst á síðasta árinu þrátt fyrir samþykkt orkupakkans og ekkert bólar á strengnum. Þá eru mýmörg dæmi um aðra spádóma Miðflokksins og fylgitungla hans sem ekki hafa ræst. Landsvirkjun hefur ekki verið seld, rafmagnsreikningar landsmanna hafa ekki rokið upp úr öllu valdi, matvælaverð hefur ekki hækkað umfram almenna verðlagsþróun og engar atvinnugreinar hafa lagst niður vegna samþykktar þriðja orkupakkans. Umræða byggð á staðreyndum er forsenda heilbrigðrar ákvarðanatöku. Víða um heim hefur þó orðið þróun í gangstæða átt, stjórnmálamenn og flokkar sem virða staðreyndir að vettugi og skrumskæla sannleikann til að auka eigin áhrif hafa skotið upp kollinum og náð að hasla sér völl. Umræðan um orkupakkann sýnir svart á hvítu að við höfum ekki farið varhluta af þeirri þróun. Kjósendur ættu að varast snákaolíuna sem slíkir stjórnmálamenn munu reyna að selja í kosningunum að ári. Höfundur er forseti Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun