Í liði með Icelandair eða samkeppni í flugi? Ólafur Stephensen skrifar 2. september 2020 14:30 Undanfarið hálft ár hefur verið óvenjulegur tími. Heimsfaraldur COVID-19 veirunnar hefur valdið íslenzku atvinnulífi miklum búsifjum og kreppan er dýpri en við höfum áður upplifað. Við þessar aðstæður hafa stjórnvöld þurft að grípa til margs konar óvenjulegra en nauðsynlegra aðgerða til stuðnings atvinnulífinu. Félag atvinnurekenda hefur frá því snemma í faraldrinum vakið athygli á þeirri hættu að bæði kreppan sjálf og aðgerðir stjórnvalda vinni gegn heilbrigðri samkeppni í atvinnulífinu. FA hefur hvatt stjórnvöld til að gæta þess í hvívetna að tryggja virka samkeppni, styrkja samkeppnislöggjöfina og gæta að hagsmunum minni og meðalstórra fyrirtækja, sem standa oft höllum fæti í samkeppni við stóra keppinauta. Stjórnvöld hafa í sumum tilvikum haft augun á því markmiði að tryggja heilbrigt samkeppnisumhverfi þegar þau hafa lagt upp stuðningsaðgerðir við atvinnulífið en í öðrum málum hefur tekizt hörmulega til, eins og þegar endurmenntunardeildir háskólanna fengu ríkisstyrk til að niðurgreiða um tugi þúsunda námskeið, sem haldin eru í beinni samkeppni við námsframboð einkarekinna fræðslufyrirtækja. FA hefur í því máli reynt að halda ríkisvaldinu við efnið og kvartað bæði til Eftirlitsstofnunar EFTA og Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnisvinkillinn gleymdist Samkeppni er mikilvæg á öllum mörkuðum. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt glögglega hversu mikilvægt það er að öflug, innlend fyrirtæki keppi við Icelandair. Hagsbætur neytenda í formi meira framboðs og lægri fargjalda vegna samkeppni Iceland Express og síðar WOW Air við Icelandair eru ómældar – og án nokkurs vafa hefur það líka haldið Icelandair á tánum og bætt rekstur félagsins að eiga öfluga innlenda keppinauta. Það kom því á óvart að sjá að við samningu frumvarps um veitingu ríkisábyrgðar upp á 15 milljarða króna til Icelandair Group hf. virðist hafa gleymzt að horfa til þess hvernig eigi að tryggja áfram virka samkeppni í millilandaflugi frá Íslandi. Ríkisvaldið, stofnanir þess og fyrirtæki hafa, þrátt fyrir augljóst gildi samkeppni í millilandaflugi, iðulega verið í liði með Icelandair fremur en samkeppninni. Það kostaði þannig mikla baráttu að tryggja jafnræði í úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Það þurfti líka langan slag við ríkið til að fá það til að fara að lögum og bjóða út eigin kaup á flugfarmiðum, í stað þess að ríkisstarfsmenn flygju aðallega með Icelandair og styngju vildarpunktunum í eigin vasa. Það að veita yfirhöfuð ríkisábyrgð á lánum einkafyrirtækis er varasamt af mörgum ástæðum. Þess er skemmst að minnast að stjórnvöld voru ekki tilbúin að gera neitt til að aðstoða WOW Air í erfiðleikum þess félags á síðasta ári, og kannski ekki að ástæðulausu. Um leið og veitt er ríkisábyrgð á skuldum félags verða hagsmunir ríkisins og félagsins samtvinnaðir með mjög óeðlilegum hætti. Er t.d. líklegt að íslenzka ríkið greiði götu keppinauta Icelandair þegar það á jafngríðarlega fjárhagslega hagsmuni af að félagið verði ofan á í samkeppni? Veðin sem Icelandair veitir gegn ríkisábyrgðinni eru auk þess ekki þess eðlis að íslenzka ríkið geri sér auðveldlega peninga úr þeim ef ganga þarf að þeim. Áætlanir Icelandair virðast gera ráð fyrir hækkandi einingaverði og mjög takmarkaðri samkeppni á innanlandsmarkaði, þrátt fyrir að nýtt flugfélag sé í startholunum að hefja samkeppni þegar dregur úr heimsfaraldrinum. Það verður að teljast ámælisvert að fé skattgreiðenda sé veðjað á að slíkar áætlanir gangi eftir. Skilyrði fyrir ríkisábyrgðinni Jafnvel þótt menn telji réttlætanlegt að veita ríkisábyrgð á lánum „þjóðhagslega mikilvægs“ fyrirtækis eins og Icelandair í fordæmalausu ástandi heimsfaraldursins er ekki verjandi að það farist fyrir að gera ýmsar ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að tryggja samkeppni á flugmarkaði og aðgang keppinauta Icelandair að honum. Samkeppniseftirlitið, flugfélagið Play, sem hyggst keppa við Icelandair, og ferðaskrifstofur í hópi keppinauta dótturfyrirtækja Icelandair Group, hafa bent á nokkrar slíkar leiðir: Ríkisábyrgðin verði afmörkuð og taki eingöngu til flugrekstrar Icelandair en ekki annars rekstrar, t.d. á ferðaskrifstofum, hótelum eða flugafgreiðslustarfsemi. Gjaldið sem Icelandair Group greiðir fyrir ríkisábyrgðina verði hækkað og þannig búið um að hvati félagsins til að losa sig sem fyrst undan ríkisábyrgðinni verði aukinn. Icelandair losi um lendingarheimildir og afsali sér hluta þeirra til keppinauta. Viðskiptum sé beint til keppinauta Icelandair, til dæmis í flugafgreiðslu Starfsemi sem á ekki að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega. Uppkaup á keppinautum séu óheimil á meðan stuðningsins nýtur við. Gripið verði til stuðningsaðgerða gagnvart keppinautum Icelandair. Hér mætti bæta við einum kosti, sem Alþingi ætti að skoða þegar það fjallar um frumvarpið; að Icelandair verði sett það skilyrði að brjóti félagið samkeppnislög á gildistíma ábyrgðarinnar falli hún niður. Í liði með samkeppninni? Stjórnvöld þurfa hvað sem öðru líður að sýna að þau horfi heildstætt á samkeppnisumhverfið í millilandaflugi og á tengdum mörkuðum og átti sig á hinum neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem ríkisstuðningur við eitt flugfélag getur haft. Það hafa þau enn ekki gert. Það má mögulega réttlæta það að vera í liði með einu þjóðhagslega mikilvægu fyrirtæki við þessar aðstæður, en stjórnvöld þurfa líka að sýna skýrt og greinilega að þau séu í liði með samkeppninni á þessum mikilvæga markaði og horfi til hagsmuna neytenda og keppinauta Icelandair til langs tíma. Það er nú verkefni Alþingis að vinna málið þannig að fram á það sé sýnt. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkeppnismál Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hálft ár hefur verið óvenjulegur tími. Heimsfaraldur COVID-19 veirunnar hefur valdið íslenzku atvinnulífi miklum búsifjum og kreppan er dýpri en við höfum áður upplifað. Við þessar aðstæður hafa stjórnvöld þurft að grípa til margs konar óvenjulegra en nauðsynlegra aðgerða til stuðnings atvinnulífinu. Félag atvinnurekenda hefur frá því snemma í faraldrinum vakið athygli á þeirri hættu að bæði kreppan sjálf og aðgerðir stjórnvalda vinni gegn heilbrigðri samkeppni í atvinnulífinu. FA hefur hvatt stjórnvöld til að gæta þess í hvívetna að tryggja virka samkeppni, styrkja samkeppnislöggjöfina og gæta að hagsmunum minni og meðalstórra fyrirtækja, sem standa oft höllum fæti í samkeppni við stóra keppinauta. Stjórnvöld hafa í sumum tilvikum haft augun á því markmiði að tryggja heilbrigt samkeppnisumhverfi þegar þau hafa lagt upp stuðningsaðgerðir við atvinnulífið en í öðrum málum hefur tekizt hörmulega til, eins og þegar endurmenntunardeildir háskólanna fengu ríkisstyrk til að niðurgreiða um tugi þúsunda námskeið, sem haldin eru í beinni samkeppni við námsframboð einkarekinna fræðslufyrirtækja. FA hefur í því máli reynt að halda ríkisvaldinu við efnið og kvartað bæði til Eftirlitsstofnunar EFTA og Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnisvinkillinn gleymdist Samkeppni er mikilvæg á öllum mörkuðum. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt glögglega hversu mikilvægt það er að öflug, innlend fyrirtæki keppi við Icelandair. Hagsbætur neytenda í formi meira framboðs og lægri fargjalda vegna samkeppni Iceland Express og síðar WOW Air við Icelandair eru ómældar – og án nokkurs vafa hefur það líka haldið Icelandair á tánum og bætt rekstur félagsins að eiga öfluga innlenda keppinauta. Það kom því á óvart að sjá að við samningu frumvarps um veitingu ríkisábyrgðar upp á 15 milljarða króna til Icelandair Group hf. virðist hafa gleymzt að horfa til þess hvernig eigi að tryggja áfram virka samkeppni í millilandaflugi frá Íslandi. Ríkisvaldið, stofnanir þess og fyrirtæki hafa, þrátt fyrir augljóst gildi samkeppni í millilandaflugi, iðulega verið í liði með Icelandair fremur en samkeppninni. Það kostaði þannig mikla baráttu að tryggja jafnræði í úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Það þurfti líka langan slag við ríkið til að fá það til að fara að lögum og bjóða út eigin kaup á flugfarmiðum, í stað þess að ríkisstarfsmenn flygju aðallega með Icelandair og styngju vildarpunktunum í eigin vasa. Það að veita yfirhöfuð ríkisábyrgð á lánum einkafyrirtækis er varasamt af mörgum ástæðum. Þess er skemmst að minnast að stjórnvöld voru ekki tilbúin að gera neitt til að aðstoða WOW Air í erfiðleikum þess félags á síðasta ári, og kannski ekki að ástæðulausu. Um leið og veitt er ríkisábyrgð á skuldum félags verða hagsmunir ríkisins og félagsins samtvinnaðir með mjög óeðlilegum hætti. Er t.d. líklegt að íslenzka ríkið greiði götu keppinauta Icelandair þegar það á jafngríðarlega fjárhagslega hagsmuni af að félagið verði ofan á í samkeppni? Veðin sem Icelandair veitir gegn ríkisábyrgðinni eru auk þess ekki þess eðlis að íslenzka ríkið geri sér auðveldlega peninga úr þeim ef ganga þarf að þeim. Áætlanir Icelandair virðast gera ráð fyrir hækkandi einingaverði og mjög takmarkaðri samkeppni á innanlandsmarkaði, þrátt fyrir að nýtt flugfélag sé í startholunum að hefja samkeppni þegar dregur úr heimsfaraldrinum. Það verður að teljast ámælisvert að fé skattgreiðenda sé veðjað á að slíkar áætlanir gangi eftir. Skilyrði fyrir ríkisábyrgðinni Jafnvel þótt menn telji réttlætanlegt að veita ríkisábyrgð á lánum „þjóðhagslega mikilvægs“ fyrirtækis eins og Icelandair í fordæmalausu ástandi heimsfaraldursins er ekki verjandi að það farist fyrir að gera ýmsar ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að tryggja samkeppni á flugmarkaði og aðgang keppinauta Icelandair að honum. Samkeppniseftirlitið, flugfélagið Play, sem hyggst keppa við Icelandair, og ferðaskrifstofur í hópi keppinauta dótturfyrirtækja Icelandair Group, hafa bent á nokkrar slíkar leiðir: Ríkisábyrgðin verði afmörkuð og taki eingöngu til flugrekstrar Icelandair en ekki annars rekstrar, t.d. á ferðaskrifstofum, hótelum eða flugafgreiðslustarfsemi. Gjaldið sem Icelandair Group greiðir fyrir ríkisábyrgðina verði hækkað og þannig búið um að hvati félagsins til að losa sig sem fyrst undan ríkisábyrgðinni verði aukinn. Icelandair losi um lendingarheimildir og afsali sér hluta þeirra til keppinauta. Viðskiptum sé beint til keppinauta Icelandair, til dæmis í flugafgreiðslu Starfsemi sem á ekki að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega. Uppkaup á keppinautum séu óheimil á meðan stuðningsins nýtur við. Gripið verði til stuðningsaðgerða gagnvart keppinautum Icelandair. Hér mætti bæta við einum kosti, sem Alþingi ætti að skoða þegar það fjallar um frumvarpið; að Icelandair verði sett það skilyrði að brjóti félagið samkeppnislög á gildistíma ábyrgðarinnar falli hún niður. Í liði með samkeppninni? Stjórnvöld þurfa hvað sem öðru líður að sýna að þau horfi heildstætt á samkeppnisumhverfið í millilandaflugi og á tengdum mörkuðum og átti sig á hinum neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem ríkisstuðningur við eitt flugfélag getur haft. Það hafa þau enn ekki gert. Það má mögulega réttlæta það að vera í liði með einu þjóðhagslega mikilvægu fyrirtæki við þessar aðstæður, en stjórnvöld þurfa líka að sýna skýrt og greinilega að þau séu í liði með samkeppninni á þessum mikilvæga markaði og horfi til hagsmuna neytenda og keppinauta Icelandair til langs tíma. Það er nú verkefni Alþingis að vinna málið þannig að fram á það sé sýnt. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun