„Er þetta ekki vont fyrir tuðara landsins?“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2020 17:30 Valgeir Valgeirsson með boltann í leik gegn KR. VÍSIR/HAG Sérfræðingarnir í Pepsi Max-stúkunni veltu fyrir sér vali Arnars Þórs Viðarssonar á U21-landsliðshópi Íslands í fótbolta. Nokkur umræða var á samfélagsmiðlum eftir að hópurinn var tilkynntur á föstudag, sérstaklega vegna fjarveru Valgeirs Valgeirssonar úr HK og Valgeirs Lunddal Friðrikssonar úr Val. Þeir komu hins vegar inn í hópinn eftir að Daníel Hafsteinsson og Finnur Tómas Pálmason meiddust. „Er þetta ekki vont fyrir tuðara landsins, að þeir séu komnir inn?“ spurði Gummi Ben léttur í bragði. „Ég veit það ekki. Heldur þú ekki að þeir hafi hugsað með sér; „Við höfum áhrif! Höldum áfram!“ Og þeir verði bara endalaust að röfla,“ svaraði Þorkell Máni Pétursson. Hefði verið galið að henda Herði út „En gagnrýnin var alveg réttmæt. Menn mega ekki vera viðkvæmir fyrir því að menn hafa alls konar skoðanir á því hverjir eiga að vera í landsliðinu og hverjir ekki. En sumt af þessu var á þá leið að þetta væri einhver klíkumyndun – að Hörður Ingi [Gunnarsson] fengi bara að vera í landsliðinu af því að hann væri í FH. Það er bara ekki rétt. Hann var í liðinu þegar hann var á Skaganum og er búinn að spila einhverja fimm leiki í þessari undankeppni. Það hefði verið galið ef honum hefði verið hent út,“ sagði Máni. Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þótt leika afar vel fyrir topplið Vals í Pepsi Max-deildinni.VÍSIR/DANÍEL Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins en einnig annar aðalþjálfara FH, sem átti fjóra fulltrúa í upprunalega hópnum áður en Daníel datt út. Sérfræðingarnir höfðu þó lítið út á valið að setja, og Gummi spurði Tómas Inga Tómasson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara U21-landsliðsins, hvort ekki væri eðlilegt að velja leikmann sem maður þekkti og treysti fram yfir annan svipaðan úr öðru liði: „Alveg klárlega, og það gefur þeim leikmönnum sem eru í FH örlítinn neista fram yfir þá sem eru svipaðir. En ég vil nú meina að báðir þjálfararnir hjá Íslandi velji bara þá leikmenn sem þeim finnst bestir á hverjum tíma. Hörður var skotspónn einhverra á þessum samfélagsmiðlum, sem ég les nú aldrei, en hann var í hópnum þegar ég og Eyjólfur [Sverrisson] vorum með liðið. Þetta voru ódýr skot,“ sagði Tómsa Ingi. „Þetta var bara algjört þvaður en fólk var að teygja sig í eitthvað vegna þess að þeirra maður var ekki valinn,“ sagði Máni. Tómas Ingi setti þó spurningamerki við þann fjölda bakvarða sem væru í hópnum á meðan að þar væri bara einn hreinræktaður miðvörður, Ísak Óli Ólafsson, eftir að Finnur Tómas meiddist. Umræðuna alla má sjá hér að neðan. Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni EM á föstudaginn kl. 16.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Stúkan - Umræða um U21-liðið Fótbolti Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valgeirarnir kallaðir inn í U21 Tveir leikmenn eru dottnir út úr U21-árs landsliðshópnum vegna meiðsla og þar af leiðandi hafa tveir aðrir verið kallaðir inn í þeirra stað. 31. ágúst 2020 21:27 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Sjá meira
Sérfræðingarnir í Pepsi Max-stúkunni veltu fyrir sér vali Arnars Þórs Viðarssonar á U21-landsliðshópi Íslands í fótbolta. Nokkur umræða var á samfélagsmiðlum eftir að hópurinn var tilkynntur á föstudag, sérstaklega vegna fjarveru Valgeirs Valgeirssonar úr HK og Valgeirs Lunddal Friðrikssonar úr Val. Þeir komu hins vegar inn í hópinn eftir að Daníel Hafsteinsson og Finnur Tómas Pálmason meiddust. „Er þetta ekki vont fyrir tuðara landsins, að þeir séu komnir inn?“ spurði Gummi Ben léttur í bragði. „Ég veit það ekki. Heldur þú ekki að þeir hafi hugsað með sér; „Við höfum áhrif! Höldum áfram!“ Og þeir verði bara endalaust að röfla,“ svaraði Þorkell Máni Pétursson. Hefði verið galið að henda Herði út „En gagnrýnin var alveg réttmæt. Menn mega ekki vera viðkvæmir fyrir því að menn hafa alls konar skoðanir á því hverjir eiga að vera í landsliðinu og hverjir ekki. En sumt af þessu var á þá leið að þetta væri einhver klíkumyndun – að Hörður Ingi [Gunnarsson] fengi bara að vera í landsliðinu af því að hann væri í FH. Það er bara ekki rétt. Hann var í liðinu þegar hann var á Skaganum og er búinn að spila einhverja fimm leiki í þessari undankeppni. Það hefði verið galið ef honum hefði verið hent út,“ sagði Máni. Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þótt leika afar vel fyrir topplið Vals í Pepsi Max-deildinni.VÍSIR/DANÍEL Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins en einnig annar aðalþjálfara FH, sem átti fjóra fulltrúa í upprunalega hópnum áður en Daníel datt út. Sérfræðingarnir höfðu þó lítið út á valið að setja, og Gummi spurði Tómas Inga Tómasson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara U21-landsliðsins, hvort ekki væri eðlilegt að velja leikmann sem maður þekkti og treysti fram yfir annan svipaðan úr öðru liði: „Alveg klárlega, og það gefur þeim leikmönnum sem eru í FH örlítinn neista fram yfir þá sem eru svipaðir. En ég vil nú meina að báðir þjálfararnir hjá Íslandi velji bara þá leikmenn sem þeim finnst bestir á hverjum tíma. Hörður var skotspónn einhverra á þessum samfélagsmiðlum, sem ég les nú aldrei, en hann var í hópnum þegar ég og Eyjólfur [Sverrisson] vorum með liðið. Þetta voru ódýr skot,“ sagði Tómsa Ingi. „Þetta var bara algjört þvaður en fólk var að teygja sig í eitthvað vegna þess að þeirra maður var ekki valinn,“ sagði Máni. Tómas Ingi setti þó spurningamerki við þann fjölda bakvarða sem væru í hópnum á meðan að þar væri bara einn hreinræktaður miðvörður, Ísak Óli Ólafsson, eftir að Finnur Tómas meiddist. Umræðuna alla má sjá hér að neðan. Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni EM á föstudaginn kl. 16.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Stúkan - Umræða um U21-liðið
Fótbolti Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valgeirarnir kallaðir inn í U21 Tveir leikmenn eru dottnir út úr U21-árs landsliðshópnum vegna meiðsla og þar af leiðandi hafa tveir aðrir verið kallaðir inn í þeirra stað. 31. ágúst 2020 21:27 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Sjá meira
Valgeirarnir kallaðir inn í U21 Tveir leikmenn eru dottnir út úr U21-árs landsliðshópnum vegna meiðsla og þar af leiðandi hafa tveir aðrir verið kallaðir inn í þeirra stað. 31. ágúst 2020 21:27