Leiknir fyrsta liðið til að leggja ÍBV | Magnavélin farin að malla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 19:50 Leiknismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Vísir/Skjáskot Þremur leikjum er nú lokið í Lengjudeild karla af þeim fimm sem fara fram í kvöld. Leiknir Reykjavík gerði sér lítið fyrir og varð fyrsta lið deildarinnar til að leggja ÍBV að velli. Þá vann Magni Grenivík sinn annan sigur í röð á meðan Vestri valtaði yfir Þór Akureyri á Ísafirði. Leiknir heimsótti Vestmannaeyjar í kvöld og fóru heim í Breiðholtið með þrjú stig. Mörk Leiknis skoruðu Sólon Breki Leifsson og Sævar Atli Magnússon. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og áttu heimamenn engin svör í þeim síðari. Mark Sólons Breka var einkar glæsilegt en hann skoraði með skoti frá miðjulínu. Eftir tvo tapleiki í röð hafa Leiknismenn nú unnið tvo leiki í röð gegn liðum sem eru að berjast um að komast upp í Pepsi Max deildina. Þeir unnu Keflavík 5-1 á heimavelli og svo ÍBV 2-0 í kvöld. Sigurinn lyftir Leikni upp í 2. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan ÍBV dettur niður í 4. sætið með 24 stig. Lokatölur! 0-2! pic.twitter.com/wM1tZ6ocys— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) September 2, 2020 Magni á óvænt möguleika á að halda sér uppi en menn neita einfaldlega að gefast upp á Grenivík. Liðið hafði ekki unnið leik þangað til í síðustu umferð þegar það vann Leikni frá Fáskrúðsfirði óvænt 3-1 á útivelli. Þar áður höfðu Magnamenn náð í stig á heimavelli gegn ÍBV. Annar sigur sumarsins kom í kvöld er Afturelding heimsótti Grenivík. Leiknum lauk með 3-2 sigri heimamanna en fyrri leikur liðanna fór 7-0 fyrir Aftureldingu. Louis Aaron Wardle og Costelus Lauturu komu Magna í 2-0 í fyrri hálfleik. Jason Daði Svanþórsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu í þeim síðari áður en Kristinn Þór Rósbergsson kom Magna aftur tveimur mörkum yfir með marki úr vítaspyrnu á 65. mínútu. Jason Daði minnkaði muninn að nýju en nær komst Afturelding ekki. Lokatölur 3-2 og annar sigur Magna í sumar staðreynd. Sigurinn lyftir Magna upp af botninum. Liðið er nú í 11. sæti með átta stig. Afturelding er í 8. sæti með 12 stig. Þá vann Vestri góðan 4-1 heimasigur á Þór Akureyri á Ísafirði í kvöld. Heimamenn sitja nú í 7. sæti með 19 stig á meðan Þór er sæti ofar með 20 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Leiknir Reykjavík ÍBV Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Þremur leikjum er nú lokið í Lengjudeild karla af þeim fimm sem fara fram í kvöld. Leiknir Reykjavík gerði sér lítið fyrir og varð fyrsta lið deildarinnar til að leggja ÍBV að velli. Þá vann Magni Grenivík sinn annan sigur í röð á meðan Vestri valtaði yfir Þór Akureyri á Ísafirði. Leiknir heimsótti Vestmannaeyjar í kvöld og fóru heim í Breiðholtið með þrjú stig. Mörk Leiknis skoruðu Sólon Breki Leifsson og Sævar Atli Magnússon. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og áttu heimamenn engin svör í þeim síðari. Mark Sólons Breka var einkar glæsilegt en hann skoraði með skoti frá miðjulínu. Eftir tvo tapleiki í röð hafa Leiknismenn nú unnið tvo leiki í röð gegn liðum sem eru að berjast um að komast upp í Pepsi Max deildina. Þeir unnu Keflavík 5-1 á heimavelli og svo ÍBV 2-0 í kvöld. Sigurinn lyftir Leikni upp í 2. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan ÍBV dettur niður í 4. sætið með 24 stig. Lokatölur! 0-2! pic.twitter.com/wM1tZ6ocys— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) September 2, 2020 Magni á óvænt möguleika á að halda sér uppi en menn neita einfaldlega að gefast upp á Grenivík. Liðið hafði ekki unnið leik þangað til í síðustu umferð þegar það vann Leikni frá Fáskrúðsfirði óvænt 3-1 á útivelli. Þar áður höfðu Magnamenn náð í stig á heimavelli gegn ÍBV. Annar sigur sumarsins kom í kvöld er Afturelding heimsótti Grenivík. Leiknum lauk með 3-2 sigri heimamanna en fyrri leikur liðanna fór 7-0 fyrir Aftureldingu. Louis Aaron Wardle og Costelus Lauturu komu Magna í 2-0 í fyrri hálfleik. Jason Daði Svanþórsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu í þeim síðari áður en Kristinn Þór Rósbergsson kom Magna aftur tveimur mörkum yfir með marki úr vítaspyrnu á 65. mínútu. Jason Daði minnkaði muninn að nýju en nær komst Afturelding ekki. Lokatölur 3-2 og annar sigur Magna í sumar staðreynd. Sigurinn lyftir Magna upp af botninum. Liðið er nú í 11. sæti með átta stig. Afturelding er í 8. sæti með 12 stig. Þá vann Vestri góðan 4-1 heimasigur á Þór Akureyri á Ísafirði í kvöld. Heimamenn sitja nú í 7. sæti með 19 stig á meðan Þór er sæti ofar með 20 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Leiknir Reykjavík ÍBV Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira