Innantóm loforð Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 3. september 2020 07:31 „Borgin skal rekin með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Skuldir skulu greiddar niður meðan efnahagsástandið er gott” Svona hljóðar byrjunin á sjötta kafla meirihlutasáttmála borgarstjórnar sem ber heitið Fjármál og rekstur. Borgarstjórn varpar því fram að rekstrarstaða borgarinnar sé traust og góð. Við ígrundun á ársreikningi borgarinnar og atferli meirihlutans á kjörtímabilinu kemur þó annað í ljós. Skattfé almennings leikvöllur fyrir borgarstjórn Núverandi meirihluti tók við á hápunkti tekjugóðæris – tíma sem hefði verið tilvalinn til að greiða niður skuldir og búa í haginn fyrir mögulegar niðursveiflur – eins og kveður á um í sáttmálanum. Aðgerðir borgarstjórnar gengu þvert á þann hluta undirritaðs sáttmála og stækkaði skuldabákn borgarinnar um rúmlega 25 milljarða árið 2018 og 21 milljarð á síðasta ári Núverandi borgarstjórn hélt partýinu gangandi og tók upp þráðinn þar sem fyrrverandi borgarstjórn skildi hann eftir – enda að mörgu leyti sömu flokkar sem að sitja við stjórnvölinn. Hvor tveggja nýttu skattfé borgarbúa í alls konar gæluverkefni á borð við Braggann og mathöllina við Hlemm, sem fóru samtals 458 milljónir umfram kostnaðaráætlun á kostnað grunnþjónustu. Skólar borgarinnar eru verulega fjársvelta og sumir hverjir þarfnast verulegs viðhalds. Hér hefðu borgaryfirvöld getað nýtt skattfé borgarbúa töluvert betur. Partýið búið Ummerki efnahagslægðar tóku að gera vart við sig í upphafi síðasta árs, það óraði þó engan fyrir að hún yrði eins djúp og raun ber vitni. Nú er ljóst að hagkerfið er í niðursveiflu og botninum hefur ekki enn verið náð. Langflestir virðast vera búnir að átta sig á því að partýið er löngu búið en borgarstjórn þrjóskast við. Ríkissjóður hefur haldið vel á spilunum og séð til þess að rými til frekari skuldsetningar sé til staðar. Það sama getur hins vegar ekki verið sagt um Reykjavíkurborg. Í vor óskaði borgin, ásamt öðrum sveitarfélögum, eftir 50 milljarða króna óendurkræfum fjárstuðningi frá ríkinu vegna efnahagslegra áhrifa veirunnar skæðu. Þar að auki var óskað eftir jafnháu láni frá Seðlabankamum á hagkvæmustu kjörum sem völ er á með fimm til sjö afborgunarlausum árum í upphafi lánstímans. Einnig er gert ráð fyrir að þörf verði á viðbótarframlögum fyrir árið 2021. Í umsókn borgarstjórnar til Alþingis var látið í ljós að án stuðnings frá ríkinu stefndi í algjörlega ósjálfbæran rekstur til margra ára og að án hans gæti borgin ekki sinnt þeirri grunnþjónustu sem henni ber að sinna. Ósamræmi í aðgerðum Í byrjun sumars kynnti borgarstjórn svokallað Grænt Plan. Planið lítur til þrettán þátta og eru loftslagsmálin þar höfð að leiðarljósi. Planið var ekki kostnaðarmetið en gera má ráð fyrir að það kosti að minnsta kosti 100 milljarða. Eins og auga gefur leið þá er plan sem þetta skref í rétta átt. Þó er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að svo kostnaðarsöm aðgerð haldist ekki í hendur við fyrri yfirlýsingar borgarinnar um að fjármagn skorti til að halda uppi grunnþjónustu. Samkvæmt sex mánaða árshlutauppgjöri Reykjavíkurborgar stendur ekki til að hagræða í rekstri, skattar eru í lögleyfðu hámarki og samkvæmt minnisblaði Reykjavíkurborgar stendur lánveiting ekki til boða þar sem áætlað veltufé frá rekstri næstu ára stendur ekki undir afborgunum af lánum – borgarstjórn verður að átta sig á því að það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ekki það sama á borði og í orði Borgaryfirvöld hafa virt þann hlut meirihlutasáttmálans sem vitnað er í hér að ofan að vettugi. Borgin hefur verið rekin með mjög óábyrgum hætti og heldur áfram að safna skuldum. Sem stendur skuldar samstæða Reykjavíkurborgar yfir 150% af árstekjum sínum. Framundan er verulega brött brekka og því er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að forgangsraða í þágu grunnþjónustu. Borginni ber að sýna því skattfé sem að borgarbúar greiða meiri virðingu en svo að því sé sólundað af ábyrgðarleysi, á kostnað grunnþjónustu. Höfundur situr í stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Reykjavík Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
„Borgin skal rekin með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Skuldir skulu greiddar niður meðan efnahagsástandið er gott” Svona hljóðar byrjunin á sjötta kafla meirihlutasáttmála borgarstjórnar sem ber heitið Fjármál og rekstur. Borgarstjórn varpar því fram að rekstrarstaða borgarinnar sé traust og góð. Við ígrundun á ársreikningi borgarinnar og atferli meirihlutans á kjörtímabilinu kemur þó annað í ljós. Skattfé almennings leikvöllur fyrir borgarstjórn Núverandi meirihluti tók við á hápunkti tekjugóðæris – tíma sem hefði verið tilvalinn til að greiða niður skuldir og búa í haginn fyrir mögulegar niðursveiflur – eins og kveður á um í sáttmálanum. Aðgerðir borgarstjórnar gengu þvert á þann hluta undirritaðs sáttmála og stækkaði skuldabákn borgarinnar um rúmlega 25 milljarða árið 2018 og 21 milljarð á síðasta ári Núverandi borgarstjórn hélt partýinu gangandi og tók upp þráðinn þar sem fyrrverandi borgarstjórn skildi hann eftir – enda að mörgu leyti sömu flokkar sem að sitja við stjórnvölinn. Hvor tveggja nýttu skattfé borgarbúa í alls konar gæluverkefni á borð við Braggann og mathöllina við Hlemm, sem fóru samtals 458 milljónir umfram kostnaðaráætlun á kostnað grunnþjónustu. Skólar borgarinnar eru verulega fjársvelta og sumir hverjir þarfnast verulegs viðhalds. Hér hefðu borgaryfirvöld getað nýtt skattfé borgarbúa töluvert betur. Partýið búið Ummerki efnahagslægðar tóku að gera vart við sig í upphafi síðasta árs, það óraði þó engan fyrir að hún yrði eins djúp og raun ber vitni. Nú er ljóst að hagkerfið er í niðursveiflu og botninum hefur ekki enn verið náð. Langflestir virðast vera búnir að átta sig á því að partýið er löngu búið en borgarstjórn þrjóskast við. Ríkissjóður hefur haldið vel á spilunum og séð til þess að rými til frekari skuldsetningar sé til staðar. Það sama getur hins vegar ekki verið sagt um Reykjavíkurborg. Í vor óskaði borgin, ásamt öðrum sveitarfélögum, eftir 50 milljarða króna óendurkræfum fjárstuðningi frá ríkinu vegna efnahagslegra áhrifa veirunnar skæðu. Þar að auki var óskað eftir jafnháu láni frá Seðlabankamum á hagkvæmustu kjörum sem völ er á með fimm til sjö afborgunarlausum árum í upphafi lánstímans. Einnig er gert ráð fyrir að þörf verði á viðbótarframlögum fyrir árið 2021. Í umsókn borgarstjórnar til Alþingis var látið í ljós að án stuðnings frá ríkinu stefndi í algjörlega ósjálfbæran rekstur til margra ára og að án hans gæti borgin ekki sinnt þeirri grunnþjónustu sem henni ber að sinna. Ósamræmi í aðgerðum Í byrjun sumars kynnti borgarstjórn svokallað Grænt Plan. Planið lítur til þrettán þátta og eru loftslagsmálin þar höfð að leiðarljósi. Planið var ekki kostnaðarmetið en gera má ráð fyrir að það kosti að minnsta kosti 100 milljarða. Eins og auga gefur leið þá er plan sem þetta skref í rétta átt. Þó er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að svo kostnaðarsöm aðgerð haldist ekki í hendur við fyrri yfirlýsingar borgarinnar um að fjármagn skorti til að halda uppi grunnþjónustu. Samkvæmt sex mánaða árshlutauppgjöri Reykjavíkurborgar stendur ekki til að hagræða í rekstri, skattar eru í lögleyfðu hámarki og samkvæmt minnisblaði Reykjavíkurborgar stendur lánveiting ekki til boða þar sem áætlað veltufé frá rekstri næstu ára stendur ekki undir afborgunum af lánum – borgarstjórn verður að átta sig á því að það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ekki það sama á borði og í orði Borgaryfirvöld hafa virt þann hlut meirihlutasáttmálans sem vitnað er í hér að ofan að vettugi. Borgin hefur verið rekin með mjög óábyrgum hætti og heldur áfram að safna skuldum. Sem stendur skuldar samstæða Reykjavíkurborgar yfir 150% af árstekjum sínum. Framundan er verulega brött brekka og því er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að forgangsraða í þágu grunnþjónustu. Borginni ber að sýna því skattfé sem að borgarbúar greiða meiri virðingu en svo að því sé sólundað af ábyrgðarleysi, á kostnað grunnþjónustu. Höfundur situr í stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun