Sara: Það er mikil pressa að komast í topp fimm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir hefur átt frábært CrossFit tímabil og það er búist við miklu af henni á heimsleikunum seinna í þessum mánuði. Mynd/Instagram Sara Sigmundsdóttir er að fara að keppa á heimsleikunum eftir miðjan mánuðinn og þar verður markmiðið að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum. Heimsleikarnir í CrossFit í ár verða í raun tvískiptir og aðeins þær fimm bestu fá á endanum tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitilinn sem Sara hefur dreymt svo lengi um að vinna. Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up spurði Söru um það hvernig henni litist á nýja keppnisfyrirkomulagið á heimsleikunum og um fimm manna ofurúrslitin. „Það er mikil pressa að komast í hóp þeirra fimm bestu og þetta er rosalega harður niðurskurður. Þrjátíu bestu konurnar í heiminum eru að fara að keppa þarna og það verður mjög krefjandi fyrir okkur allar að komast inn á topp fimm,“ sagði Sara. „Þetta verður því mikið stríð. Ég er svolítið hrædd um hvernig þetta muni allt fara fram og hvernig stigin verða. Á Rogue mótinu þá sáum við allt eftir hverja grein eins og í venjulegri keppni. Þú vissir því alltaf hvar þú stóðst,“ sagði Sara. View this post on Instagram It's nice to be important, but it is more important to be nice @trainingdaymedia A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Jun 5, 2020 at 4:11pm PDT „Ég velti því fyrir mér hvort að við fáum ekkert að vita í þrjá daga og vitum þá ekkert hvað við stöndum. Fáum við að vita þetta á sunnudeginum eða hvernig verður þetta? Það er svolítið stressandi hluti í sambandi við þetta,“ sagði Sara. „Það mun samt ekki breyta minni frammistöðu hvort ég viti stigin hjá þessari eða þessari stelpu. Það verður bónus að fá að vita eitthvað en ég mun samt gera mitt besta,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth benti á það að Sara hefur alltaf staðið sig mjög vel í netkeppnum eins og sést á frábærum árangri hennar í „The Open“ hluta heimsleikanna sem hún vann annað árið í röð á þessu tímabili og hefur unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. „Mitt markmið núna er að komast í þennan fimm kvenna úrvalshóp og það yrði stórkostleg lífsreynsla að komast þangað. Það að það verða bara fimm stelpur að keppa í fjóra daga mun reyna svo mikið á hausinn,“ sagði Sara og benti með báðum höndum á höfuðið sitt. „Ég man eftir 2016 heimsleikunum þegar við settumst upp í flugvél og vissum ekkert um hvað biði okkar. Það verður því alltaf mjög skemmtileg upplifun af því að fá að prófa eitthvað nýtt og eitthvað sem þú hefur aldrei prufað áður,“ sagði Sara. „Ég elska auðvitað að keppa fyrir framan áhorfendur en ég er vön að æfa ein og þar ertu bara að einblína á það sem þú ert að gera,“ sagði Sara. Heimsleikarnir hefjast 18. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Söru. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er að fara að keppa á heimsleikunum eftir miðjan mánuðinn og þar verður markmiðið að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum. Heimsleikarnir í CrossFit í ár verða í raun tvískiptir og aðeins þær fimm bestu fá á endanum tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitilinn sem Sara hefur dreymt svo lengi um að vinna. Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up spurði Söru um það hvernig henni litist á nýja keppnisfyrirkomulagið á heimsleikunum og um fimm manna ofurúrslitin. „Það er mikil pressa að komast í hóp þeirra fimm bestu og þetta er rosalega harður niðurskurður. Þrjátíu bestu konurnar í heiminum eru að fara að keppa þarna og það verður mjög krefjandi fyrir okkur allar að komast inn á topp fimm,“ sagði Sara. „Þetta verður því mikið stríð. Ég er svolítið hrædd um hvernig þetta muni allt fara fram og hvernig stigin verða. Á Rogue mótinu þá sáum við allt eftir hverja grein eins og í venjulegri keppni. Þú vissir því alltaf hvar þú stóðst,“ sagði Sara. View this post on Instagram It's nice to be important, but it is more important to be nice @trainingdaymedia A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Jun 5, 2020 at 4:11pm PDT „Ég velti því fyrir mér hvort að við fáum ekkert að vita í þrjá daga og vitum þá ekkert hvað við stöndum. Fáum við að vita þetta á sunnudeginum eða hvernig verður þetta? Það er svolítið stressandi hluti í sambandi við þetta,“ sagði Sara. „Það mun samt ekki breyta minni frammistöðu hvort ég viti stigin hjá þessari eða þessari stelpu. Það verður bónus að fá að vita eitthvað en ég mun samt gera mitt besta,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth benti á það að Sara hefur alltaf staðið sig mjög vel í netkeppnum eins og sést á frábærum árangri hennar í „The Open“ hluta heimsleikanna sem hún vann annað árið í röð á þessu tímabili og hefur unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. „Mitt markmið núna er að komast í þennan fimm kvenna úrvalshóp og það yrði stórkostleg lífsreynsla að komast þangað. Það að það verða bara fimm stelpur að keppa í fjóra daga mun reyna svo mikið á hausinn,“ sagði Sara og benti með báðum höndum á höfuðið sitt. „Ég man eftir 2016 heimsleikunum þegar við settumst upp í flugvél og vissum ekkert um hvað biði okkar. Það verður því alltaf mjög skemmtileg upplifun af því að fá að prófa eitthvað nýtt og eitthvað sem þú hefur aldrei prufað áður,“ sagði Sara. „Ég elska auðvitað að keppa fyrir framan áhorfendur en ég er vön að æfa ein og þar ertu bara að einblína á það sem þú ert að gera,“ sagði Sara. Heimsleikarnir hefjast 18. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Söru. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira