Brasilíumenn ætla að borga konunum jafnmikið og karlarnir fá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 12:00 Marta hefur öðrum fremur komið brasilískum kvennafótbolta á kortið. Hún skoraði 108 mörk fyrir landsliðið var sex sinnum kosin besta knattspyrnukona heims og markahæsti leikmaður á HM kvenna frá upphafi. Getty/Rico Brouwer Brasilíska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að hér eftir munu landsliðsleikmenn fá jafnmikið borgað hvort sem þeir spili fyrir karla- eða kvennalandslið Brasilíu. Þetta þýðir að leikmenn landsliðanna fá sömu dagpeninga og sömu árangurstengdar greiðslur fyrir góðan frammistöðu liðanna tveggja í stórmótum. Rogerio Caboclo, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins, CBF, sagði að þessi breyting hefði verið ákveðin í mars síðastliðnum. „Frá því í mars á þessu ár þá hefur CBF jafnað út verðlaunafé og dagpeninga í karla- og kvennafótbolta,“ sagði Rogerio Caboclo. Brazilian Football Confederation president, Rogerio Caboclo announced today that the men's and women's national teams will be paid equally. pic.twitter.com/DHUGvJEHCT— SportsCenter (@SportsCenter) September 2, 2020 „Leikmenn liðanna fá því jafnmikið frá okkur þegar þeir eru kallaðir inn í landsliðsverkefnin,“ sagði Caboclo. Bónusgreiðslurnar snúast að árangri liðsins á heimsmeistaramótum og á Ólympíuleikum. „Það er enginn munur á kynunum lengur og CBF mun koma fram við karla og konur á sama hátt,“ sagði Rogerio Caboclo. Brasilíska kvennalandsliðið hefur ekki spilað síðan í mars en þá var öllum leikjum frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Brasilíska karlalandsliðið hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari (síðast 2002), níu sinnum Suðurameríkumeistari (síðast 2019) og einu sinni Ólympíumeistari (2016). This is Marta's legacy (and far from her only one).Now, @FA, time to follow suit.https://t.co/IhfyzRiYrO— Dan Levene (@danlevene) September 2, 2020 Brasilíska kvennalandsliðið hefur best náð öðru sæti á heimsmeistaramóti (2007) og á Ólympíuleikum (2004 og 2008) en liðið hefur sjö sinnum orðið Suðurameríkumeistari (síðast 2018). Ísland, Ástralía, Noregur og Nýja-Sjáland eru meðal þeirra þjóða sem borga landsliðskonum sínum jafnmikið og körlunum. Breytingin á þessu varð á Íslandi í ársbyrjun 2018. Stjórn KSÍ ákvað þá að jafna árangurstengdar greiðslur leikmanna A-landsliða karla og kvenna í undankeppnum stórmóta. Dagpeningagreiðslurnar höfðu þá verið jafnar hjá A-landsliðum karla og kvenna í áraraðir en síðan í janúar 2018 hafa árangurstengdar greiðslur einnig verið þær sömu. Fótbolti Brasilía Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira
Brasilíska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að hér eftir munu landsliðsleikmenn fá jafnmikið borgað hvort sem þeir spili fyrir karla- eða kvennalandslið Brasilíu. Þetta þýðir að leikmenn landsliðanna fá sömu dagpeninga og sömu árangurstengdar greiðslur fyrir góðan frammistöðu liðanna tveggja í stórmótum. Rogerio Caboclo, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins, CBF, sagði að þessi breyting hefði verið ákveðin í mars síðastliðnum. „Frá því í mars á þessu ár þá hefur CBF jafnað út verðlaunafé og dagpeninga í karla- og kvennafótbolta,“ sagði Rogerio Caboclo. Brazilian Football Confederation president, Rogerio Caboclo announced today that the men's and women's national teams will be paid equally. pic.twitter.com/DHUGvJEHCT— SportsCenter (@SportsCenter) September 2, 2020 „Leikmenn liðanna fá því jafnmikið frá okkur þegar þeir eru kallaðir inn í landsliðsverkefnin,“ sagði Caboclo. Bónusgreiðslurnar snúast að árangri liðsins á heimsmeistaramótum og á Ólympíuleikum. „Það er enginn munur á kynunum lengur og CBF mun koma fram við karla og konur á sama hátt,“ sagði Rogerio Caboclo. Brasilíska kvennalandsliðið hefur ekki spilað síðan í mars en þá var öllum leikjum frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Brasilíska karlalandsliðið hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari (síðast 2002), níu sinnum Suðurameríkumeistari (síðast 2019) og einu sinni Ólympíumeistari (2016). This is Marta's legacy (and far from her only one).Now, @FA, time to follow suit.https://t.co/IhfyzRiYrO— Dan Levene (@danlevene) September 2, 2020 Brasilíska kvennalandsliðið hefur best náð öðru sæti á heimsmeistaramóti (2007) og á Ólympíuleikum (2004 og 2008) en liðið hefur sjö sinnum orðið Suðurameríkumeistari (síðast 2018). Ísland, Ástralía, Noregur og Nýja-Sjáland eru meðal þeirra þjóða sem borga landsliðskonum sínum jafnmikið og körlunum. Breytingin á þessu varð á Íslandi í ársbyrjun 2018. Stjórn KSÍ ákvað þá að jafna árangurstengdar greiðslur leikmanna A-landsliða karla og kvenna í undankeppnum stórmóta. Dagpeningagreiðslurnar höfðu þá verið jafnar hjá A-landsliðum karla og kvenna í áraraðir en síðan í janúar 2018 hafa árangurstengdar greiðslur einnig verið þær sömu.
Fótbolti Brasilía Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira