Telur njósnamálið í Danmörku snerta Íslendinga beint Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2020 12:38 Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir að njósnamál sem kom upp nýverið í Danmörku tengist Íslendingum beint. Utanríkisráðherra telur að stjórnvöld hér á landi hafi ekki verið nógu vakandi í netöryggismálum. Smári hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd þingsins taki njósnamálið danska fyrir og að nefndin krefjist skýringa frá dönskum yfirvöldum. Á þingi í dag vakti Smári athygli á njósnahneyksli sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggistofnun Bandaríkjanna (NSA) aðgang að ljósleiðurum, sem gerði NSA meðal annars kleift að fylgjast með símtölum, sms skilaboðum og tölvupósti sem fóru um ljósleiðarann, nær öllum rafrænum sendingum dönsku þjóðarinnar. „Þetta eru óþægilegar fréttir fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að þetta snertir Íslendinga með beinum hætti. Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara í gegnum þessa sæstrengi,“ sagði Smári McCarthy í óundirburnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Þar beindi hann þeirri spurningu að Guðlaugi Þór Þórðarssyni, hvort að hann hefði rætt málið við norræna kollega sína, hvort að bandarísk yfirvöld hafi farið fram á það með beinum hætti að njósna hér á landi og hvort ráðherra hafi leitast eftir upplýsingum um málið. Vill að utanríkismálanefnd taki málið fyrir Í svari ráðherra kom fram að hann teldi málið alvarlegt og til stæði að ræða það sérstaklega á fundi norrænna ráðherra sem fram færi á næstunni. Telur hann yfirvöld hér á landi þurfi að beina sjónum sínum að netöryggismálum. „Ég ligg ekkert á þeirri skoðun minni að mér finnst við ekki vera nógu vakandi þegar kemur að þeim málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór sem var sammála Smára að um þjóðaröryggismál væri að ræða. Enginn hafi hins vegar komið til hans frá Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum til að fá leyfi ráðherra til að njósna um Íslendinga. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Smári óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins, óskað verði eftir upplýsingum um málið frá utanríkisráðuneytinu, auk þess að krafist verði skýringa frá dönskum stjórnvöldum, mögulega bandarískum. Alþingi Bandaríkin Danmörk Tölvuárásir Utanríkismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir að njósnamál sem kom upp nýverið í Danmörku tengist Íslendingum beint. Utanríkisráðherra telur að stjórnvöld hér á landi hafi ekki verið nógu vakandi í netöryggismálum. Smári hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd þingsins taki njósnamálið danska fyrir og að nefndin krefjist skýringa frá dönskum yfirvöldum. Á þingi í dag vakti Smári athygli á njósnahneyksli sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggistofnun Bandaríkjanna (NSA) aðgang að ljósleiðurum, sem gerði NSA meðal annars kleift að fylgjast með símtölum, sms skilaboðum og tölvupósti sem fóru um ljósleiðarann, nær öllum rafrænum sendingum dönsku þjóðarinnar. „Þetta eru óþægilegar fréttir fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að þetta snertir Íslendinga með beinum hætti. Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara í gegnum þessa sæstrengi,“ sagði Smári McCarthy í óundirburnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Þar beindi hann þeirri spurningu að Guðlaugi Þór Þórðarssyni, hvort að hann hefði rætt málið við norræna kollega sína, hvort að bandarísk yfirvöld hafi farið fram á það með beinum hætti að njósna hér á landi og hvort ráðherra hafi leitast eftir upplýsingum um málið. Vill að utanríkismálanefnd taki málið fyrir Í svari ráðherra kom fram að hann teldi málið alvarlegt og til stæði að ræða það sérstaklega á fundi norrænna ráðherra sem fram færi á næstunni. Telur hann yfirvöld hér á landi þurfi að beina sjónum sínum að netöryggismálum. „Ég ligg ekkert á þeirri skoðun minni að mér finnst við ekki vera nógu vakandi þegar kemur að þeim málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór sem var sammála Smára að um þjóðaröryggismál væri að ræða. Enginn hafi hins vegar komið til hans frá Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum til að fá leyfi ráðherra til að njósna um Íslendinga. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Smári óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins, óskað verði eftir upplýsingum um málið frá utanríkisráðuneytinu, auk þess að krafist verði skýringa frá dönskum stjórnvöldum, mögulega bandarískum.
Alþingi Bandaríkin Danmörk Tölvuárásir Utanríkismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira