Samfélagsleg virkni vísindamanna Verena Schnurbus skrifar 7. september 2020 08:00 Í greininni Framlag vísindamanna til samfélagsins á tímum COVID-19-heimsfaraldurs var fjallað um hvernig vísindamenn Háskóla Íslands hafa nýtt sérfræðiþekkingu sína í þágu samfélags og efnahags á tímum COVID-19-heimsfaraldurs með fjölbreyttum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum. Í þessari grein er ætlunin að varpa ljósi á aðra samfélagslega virkni vísindamanna sem birtist m.a. í þátttöku þeirra í opinberri umræðu og ákvarðanatöku tengdri í samstarfi við lykilaðila í samfélagin. Í því felst einnig að skapa og veita opinn aðgang að gögnum, aðferðum og tækjum, að nýta ný tækifæri sem skapast vegna þarfa samfélagsins og um leið byggja upp traust hjá almenningi. Það sem stendur upp úr síðastliðna mánuði, þegar horft er til baka, er hversu mikilvægt það er – sérstaklega á óvissutímum – að upplýsa samfélagið um faraldurinn. Með því öðlast fólk skilning á ástandinu og á því af hverju það er mikilvægt að fylgja þeim reglum eða aðgerðum sem settar hafa verið. Fjölmargir vísindamenn hafa á síðustu vikum og mánuðum stigið fram í fjölmiðlum til að útskýra flókin málefni, aðgerðir og sviðsmyndir og til að svara mörgum spurningum almennings. Í því samhengi má einnig benda á þýðingarmikla þjónustu Vísindavefs Háskóla Íslands þar sem tugum spurninga sem vaknað hafa hjá þjóðinn og tengjast COVID-19 hefur verið svarað á skýran og greinargóðan hátt. Opin umræða og upplýsingamiðlun grundvöllur samstöðu gegn veirunni Þessi umræða ásamt upplýsingum og gögnum um fjölda smita innanlands, mögulega þróun faraldursins eða afstöðu Íslendinga til ýmissa mála sem tengjast faraldrinum hafa án efa verið einn af lykilþáttunum í að hvetja almenning til að fylgja sóttvarnareglum, en mótstaða gegn þeim hefur verið lítil, ólíkt því sem sést hefur í öðrum löndum. Þar sem reglunum var fylgt var hægt að koma í veg fyrir dreifingu smits í fyrstu bylgju sem leiddi til þess að bylgjan gekk hraðar yfir en í mörgum öðrum löndum. Einnig eru vísbendingar um að okkur hafi tekist betur en öðrum þjóðum að hamla útbreiðslu veirunnar í annarri bylgju faraldursins. Það er erfitt að ganga í gegnum faraldur sem þennan og krefst úthalds fyrir samfélagið í heild. Margir missa eðlilega móðinn þar sem framtíðarhorfur og -plön eru rokin út í veður og vind. Þegar erfiðleikar steðja að samfélögum er sjaldan meiri þörf á vísindastarfi og rannsóknum og því kalli ætla vísindamenn Háskólans að sinna áfram. Það gera þeir m.a. með auknu þverfræðilegu samstarfi, t.d. á sviði verkfræði- og náttúruvísinda og heilbrigðisvísinda um þróun spálíkana en sú vinna hefur m.a. eflst frekar með vinnu nemenda fyrir tilstuðlan Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Einnig eru verkefni í vinnslu á vegum Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands sem tekur til þverfræðilegra viðfangsefna um faraldurinn, skapandi greinar og upplýsingamiðlun til almennings. Með þverfræðilegri samvinnu vísindamanna og stofnana má auka samfélagsleg áhrif verkefna þeirra en það er styrkur fámenns samfélags eins og þess íslenska að geta brugðist skjótt við og myndað fljótt nýja þverfræðilega rannsóknarhópa í takt við nýjar áskoranir. Á tímum sem þessum skapast jafnframt tækifæri til nýsköpunar og nýjunga, eins og notkun nýrra kennsluhátta, þróun smáforrita eins og Rakning C-19 og þróun á nýjum efnum sem geta nýst í baráttunni gegn COVID-19. Nýjungarnar birtast líka í mismunandi nálgun rannsókna, en benda má á að Félagsvísindastofnun beitir nú aðferðafræði við greiningu á samfélagslegum þáttum í kófinu sem ekki hefur verið gert áður á Íslandi. Dæmi um aðra nýjung eru Menntabúðir, tilraunaverkefni sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Kennaradeildar Háskólans á Akureyri ýttu af stað snemma í faraldrinum. Þar var í sameiningu brugðist við snarbreyttum aðstæðum í menntakerfinu og fólk kom saman til kenna hvert öðru og læra saman, t.d. á nýja tækni, forrit, tæki og tól. COVID-19 felur í sér áskoranir fyrir okkur öll þegar kemur að því að meta upplýsingar. Þegar mikil óvissa ríkir þarf fólk oft að taka róttækar ákvarðanir sér til verndar og annarra og leitar þá að upplýsingum um faraldurinn og árangur verndarráðstafana. Það getur reynst erfitt að leggja mat gæði upplýsinga um faraldurinn COVID-19, ekki síst þar sem þekking okkar á sjúkdómnum og faraldrinum breytist sífellt. Stjórnvöld og vísindastofnanir eru þannig stöðugt að laga spár sínar eða leiðrétta ráðleggingar um aðgerðir. Sumir nýta sér ástandið til að sá efasemdum um vald, hæfni og árangur inngripa stjórnvalda og dreifa jafnvel svokölluðum falsfréttum í því augnamiði. Villandi eða rangar upplýsingar geta verið sérstaklega hættulegar ef fólk byggir hegðun sína í tengslum við COVID-19 á þeim. Á sama tíma geta rangar upplýsingar einnig dregið úr áhrifum og lögmæti sameiginlegra aðgerða, svo sem sóttvarnaraðgerða og fjöldatakmarkana. Í þessum aðstæðum er því mikilvægt að geta nálgast réttar upplýsingar í opnum gagnagrunnum. Með hliðsjón af því er miðlun vísinda forsenda þess að unnt sé að koma í veg fyrir falsfréttir og auka vitund um vísindatengt efni. Rannsóknir eru ekki á einn veg um það hvort faraldur eins og COVID-19 leiði til aukins trausts á vísindum og vísindamönnum. Rannsókn frá Þýskalandi á vegum Wissenschaft im Dialog sýnir að traust almenning til vísinda og rannsókna var í 73% um miðjan apríl 2020 en hafði verið 46% hálfu ári fyrr. Þessar niðurstöður endurspegla mögulega árangur í miðlun vísinda. Traust til vísinda verður þó ekki eingöngu til með miðlun upplýsinga og niðurstaðna heldur þarf einnig að útskýra vísindalegar aðferðir og ferla. Slíkt má samt ekki misnota með falsfréttum, lélegri miðlun upplýsinga eða með markaðsetningu og einkavæðingu vísinda. Að lokum er mikilvægt að taka fram að vísindamenn eða sérfræðingar bera almennt samfélagslega ábyrgð á að upplýsa þjóðina og er það hlutverk þeirra að miðla þekkingu – ekki bara í fræðigreinum og ritum – heldur einnig til almennings svo að hagur verði að. Það er óumdeilanlegt að háskólar gegna mikilvægu hlutverki fyrir samfélagið og það hlutverk er ekki eingöngu bundið við menntun framtíðarstarfkrafta fyrir atvinnulífið og rannsóknir heldur einnig samfélagslega umræðu og um leið ákvarðanatöku um farsæld og velferð samfélaga. Höfundur er doktorsnemi og verkefnistjóri við Vísinda-og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Í greininni Framlag vísindamanna til samfélagsins á tímum COVID-19-heimsfaraldurs var fjallað um hvernig vísindamenn Háskóla Íslands hafa nýtt sérfræðiþekkingu sína í þágu samfélags og efnahags á tímum COVID-19-heimsfaraldurs með fjölbreyttum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum. Í þessari grein er ætlunin að varpa ljósi á aðra samfélagslega virkni vísindamanna sem birtist m.a. í þátttöku þeirra í opinberri umræðu og ákvarðanatöku tengdri í samstarfi við lykilaðila í samfélagin. Í því felst einnig að skapa og veita opinn aðgang að gögnum, aðferðum og tækjum, að nýta ný tækifæri sem skapast vegna þarfa samfélagsins og um leið byggja upp traust hjá almenningi. Það sem stendur upp úr síðastliðna mánuði, þegar horft er til baka, er hversu mikilvægt það er – sérstaklega á óvissutímum – að upplýsa samfélagið um faraldurinn. Með því öðlast fólk skilning á ástandinu og á því af hverju það er mikilvægt að fylgja þeim reglum eða aðgerðum sem settar hafa verið. Fjölmargir vísindamenn hafa á síðustu vikum og mánuðum stigið fram í fjölmiðlum til að útskýra flókin málefni, aðgerðir og sviðsmyndir og til að svara mörgum spurningum almennings. Í því samhengi má einnig benda á þýðingarmikla þjónustu Vísindavefs Háskóla Íslands þar sem tugum spurninga sem vaknað hafa hjá þjóðinn og tengjast COVID-19 hefur verið svarað á skýran og greinargóðan hátt. Opin umræða og upplýsingamiðlun grundvöllur samstöðu gegn veirunni Þessi umræða ásamt upplýsingum og gögnum um fjölda smita innanlands, mögulega þróun faraldursins eða afstöðu Íslendinga til ýmissa mála sem tengjast faraldrinum hafa án efa verið einn af lykilþáttunum í að hvetja almenning til að fylgja sóttvarnareglum, en mótstaða gegn þeim hefur verið lítil, ólíkt því sem sést hefur í öðrum löndum. Þar sem reglunum var fylgt var hægt að koma í veg fyrir dreifingu smits í fyrstu bylgju sem leiddi til þess að bylgjan gekk hraðar yfir en í mörgum öðrum löndum. Einnig eru vísbendingar um að okkur hafi tekist betur en öðrum þjóðum að hamla útbreiðslu veirunnar í annarri bylgju faraldursins. Það er erfitt að ganga í gegnum faraldur sem þennan og krefst úthalds fyrir samfélagið í heild. Margir missa eðlilega móðinn þar sem framtíðarhorfur og -plön eru rokin út í veður og vind. Þegar erfiðleikar steðja að samfélögum er sjaldan meiri þörf á vísindastarfi og rannsóknum og því kalli ætla vísindamenn Háskólans að sinna áfram. Það gera þeir m.a. með auknu þverfræðilegu samstarfi, t.d. á sviði verkfræði- og náttúruvísinda og heilbrigðisvísinda um þróun spálíkana en sú vinna hefur m.a. eflst frekar með vinnu nemenda fyrir tilstuðlan Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Einnig eru verkefni í vinnslu á vegum Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands sem tekur til þverfræðilegra viðfangsefna um faraldurinn, skapandi greinar og upplýsingamiðlun til almennings. Með þverfræðilegri samvinnu vísindamanna og stofnana má auka samfélagsleg áhrif verkefna þeirra en það er styrkur fámenns samfélags eins og þess íslenska að geta brugðist skjótt við og myndað fljótt nýja þverfræðilega rannsóknarhópa í takt við nýjar áskoranir. Á tímum sem þessum skapast jafnframt tækifæri til nýsköpunar og nýjunga, eins og notkun nýrra kennsluhátta, þróun smáforrita eins og Rakning C-19 og þróun á nýjum efnum sem geta nýst í baráttunni gegn COVID-19. Nýjungarnar birtast líka í mismunandi nálgun rannsókna, en benda má á að Félagsvísindastofnun beitir nú aðferðafræði við greiningu á samfélagslegum þáttum í kófinu sem ekki hefur verið gert áður á Íslandi. Dæmi um aðra nýjung eru Menntabúðir, tilraunaverkefni sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Kennaradeildar Háskólans á Akureyri ýttu af stað snemma í faraldrinum. Þar var í sameiningu brugðist við snarbreyttum aðstæðum í menntakerfinu og fólk kom saman til kenna hvert öðru og læra saman, t.d. á nýja tækni, forrit, tæki og tól. COVID-19 felur í sér áskoranir fyrir okkur öll þegar kemur að því að meta upplýsingar. Þegar mikil óvissa ríkir þarf fólk oft að taka róttækar ákvarðanir sér til verndar og annarra og leitar þá að upplýsingum um faraldurinn og árangur verndarráðstafana. Það getur reynst erfitt að leggja mat gæði upplýsinga um faraldurinn COVID-19, ekki síst þar sem þekking okkar á sjúkdómnum og faraldrinum breytist sífellt. Stjórnvöld og vísindastofnanir eru þannig stöðugt að laga spár sínar eða leiðrétta ráðleggingar um aðgerðir. Sumir nýta sér ástandið til að sá efasemdum um vald, hæfni og árangur inngripa stjórnvalda og dreifa jafnvel svokölluðum falsfréttum í því augnamiði. Villandi eða rangar upplýsingar geta verið sérstaklega hættulegar ef fólk byggir hegðun sína í tengslum við COVID-19 á þeim. Á sama tíma geta rangar upplýsingar einnig dregið úr áhrifum og lögmæti sameiginlegra aðgerða, svo sem sóttvarnaraðgerða og fjöldatakmarkana. Í þessum aðstæðum er því mikilvægt að geta nálgast réttar upplýsingar í opnum gagnagrunnum. Með hliðsjón af því er miðlun vísinda forsenda þess að unnt sé að koma í veg fyrir falsfréttir og auka vitund um vísindatengt efni. Rannsóknir eru ekki á einn veg um það hvort faraldur eins og COVID-19 leiði til aukins trausts á vísindum og vísindamönnum. Rannsókn frá Þýskalandi á vegum Wissenschaft im Dialog sýnir að traust almenning til vísinda og rannsókna var í 73% um miðjan apríl 2020 en hafði verið 46% hálfu ári fyrr. Þessar niðurstöður endurspegla mögulega árangur í miðlun vísinda. Traust til vísinda verður þó ekki eingöngu til með miðlun upplýsinga og niðurstaðna heldur þarf einnig að útskýra vísindalegar aðferðir og ferla. Slíkt má samt ekki misnota með falsfréttum, lélegri miðlun upplýsinga eða með markaðsetningu og einkavæðingu vísinda. Að lokum er mikilvægt að taka fram að vísindamenn eða sérfræðingar bera almennt samfélagslega ábyrgð á að upplýsa þjóðina og er það hlutverk þeirra að miðla þekkingu – ekki bara í fræðigreinum og ritum – heldur einnig til almennings svo að hagur verði að. Það er óumdeilanlegt að háskólar gegna mikilvægu hlutverki fyrir samfélagið og það hlutverk er ekki eingöngu bundið við menntun framtíðarstarfkrafta fyrir atvinnulífið og rannsóknir heldur einnig samfélagslega umræðu og um leið ákvarðanatöku um farsæld og velferð samfélaga. Höfundur er doktorsnemi og verkefnistjóri við Vísinda-og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun