Framlag vísindamanna til samfélagsins á tímum COVID-19-heimsfaraldurs Verena Schnurbus skrifar 5. september 2020 09:00 Vísindamenn af öllum fimm fræðasviðum Háskóla Íslands vinna nú að yfir 40 rannsóknarverkefnum sem snerta COVID-19-heimsfaraldurinn og áhrif hans hér á landi og víðar. Farsóttin og afleiðingar hennar tengjast ekki eingöngu viðfangsefnum í heilbrigðisvísindum heldur öll fræðasvið með beinum eða óbeinum hætti. Rannsóknirnar eru mjög fjölbreyttar og snúa m.a. að jafnrétti kynja í faraldrinum, stjórnarháttum í áfallastjórnun, heimspekilegum áskorunum, menntun og uppeldi, fjölmiðlaumræðu og upplýsingargjöf, hagfræðilegum ákvörðunum og mörgu fleiru. Með rannsóknum tengdum COVID-19 leitast starfsfólk Háskóla Íslands við að svara áleitnum spurningum um faraldurinn og nýtir til þess þá sérfræðiþekkingu sem til staðar er innan skólans. Þessari þekkingu er síðan miðlað til samfélagsins. Listi yfir öll COVID-19-verkefni sem starfsfólk skólans vinnur að er nú aðgengilegur á sérstakri síðu á vef skólans. Rannsóknir unnar í nánu samstarf við stofnanir og samfélag Hluta af þessum verkefnum má rekja til beiðna hins opinbera og má þar sérstaklega nefna Landspítala og Embætti landlæknis. Flest verkefnin eru þó að frumkvæði vísindamannanna sjálfra. Þeir óvissutímar sem nú eru uppi hafa skapað þeim einstakt tækifæri til rannsókna en um leið möguleika á að varpa nýju ljósi á ýmsa hluta samfélagsins, svo sem stöðu jaðarhópa eða ójafnvægi í samfélaginu. Í flestum tilfellum eru rannsóknirnar ekki sérstaklega fjármagnaðar heldur liggur kostnaðurinn í fleiri vinnustundum vísindamanna og starfsfólks. Þrátt fyrir skort á fjármagni hefur engu að síður verið ráðist í að þróa verkefni, finna lausnir og ekki síst að rannsaka þetta sérstaka fyrirbæri sem faraldurinn er og um leið safna gögnum sem nýst geta til framtíðar. Vísindamannahópurinn á það enn fremur sameiginlegt að hafa verið tilbúinn að takast á við nýjar áskoranir, aðlaga sig hratt að breyttum forsendum og nýta þá þekkingu, tæki og tól sem til staðar eru til þess að styðja sérstaka hópa í samfélaginu en ekki síður stjórnvöld, heilbrigðisþjónustu og samfélagið í heild. Meðal verkefna sem nefna má eru gerð tvenns konar spálíkana. Annars vegar var um að ræða líkan sem spáði fyrir um flæði kórónuveirusmitaðra í umsjón Landspítalans en það hjálpaði stjórnendum spítalans að skipuleggja vinnu starfsfólks og nýtingu sjúkrarúma. Hins vegar hafa vísindamenn þróað spálíkan sem fjallað hefur verið mikið um í fjölmiðlum og snýr að þróun faraldursins hér á landi. Líkanið hefur bæði nýst í fyrstu og annarri bylgju faraldursins, m.a til þess að taka ákvarðanir um takmarkanir og samkomubönn í samfélaginu. Lögð var áhersla á að spálíkanið yrði vel kynnt og með þeim fyrirvörum sem það hefur. Áhrif urðu strax sýnileg þar sem það hjálpaði almenningi að skilja eðli faraldursins og um leið studdi það við þá samstöðu sem náðist í þjóðfélaginu um aðgerðir. Rannsóknir vísindamanna veita einnig innsýn inn í orðræðu á tímum neyðarástands. Verkefnið Glundroði einkenndi svefn, mataræði og atferli barnanna: Kynjuð orðræða um fjölskyldulíf á tímum heimsfaraldurs varpar ljósi á umræðu um jafnrétti og jafna þátttöku í heimilishaldi og uppeldi á þessum óvenjulegu tímum. Í verkefninu er afhjúpað með hvaða hætti fólk talar um fjölskyldulíf og álag sem skapast vegna skerts skólastarfs og þeirra árekstra sem verða í tengslum við umönnun barna og atvinnuþátttöku. Talin þörf á að unnið sé með markvissari hætti að jafnari verkaskiptingu inni á heimilum einnig er talið mikilvægt að samfélagið horfist í augu við það hvaða kröfur eru gerðar til foreldra og hvaða áhrif það geti haft á lífsgæði fjölskyldna og kynjajafnrétti. Gríðarmiklum gögnum safnað sem nýtast til framtíðar Vísindamenn hafa enn fremur safnað gríðarmiklum gögnum um heimsfaraldurinn fyrir framtíðina á mjög stuttum tíma. Má þar nefna gögn sem aflað hefur verið með könnunum á vegum Félagsvísindastofnunar og snúa að þátttöku almennings í sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19-faraldursins. Þær er hægt að nota til þess að meta árangur aðgerða, skoða hvernig samfélagið fer í gegnum slíkt áfall og hvernig traust gagnvart aðgerðum stjórnvalda þróast. Auk þess er hægt að nota upplýsingarnar í stefnumótun og áfallastjórnun á vegum Almannavarna og stjórnvalda. Á Hugvísindasviði vinna vísindamenn og nemendur í heimspeki að verkefni sem nefnist Heimspekilegar áskoranir á farsóttartímum. Þar er fengist við spurningar sem ekki hafa farið hátt í umræðunni, svo sem um verklagsreglur um forgang á Landspítalanum, samstarf einkaaðila og stjórnvalda í baráttu við veiruna og átök um mikilvæg bjargráð eins og öndunarvélar eða bóluefni. Þá er einnig unnið að ýmsum þverfræðilegum verkefnum, þar á meðal verkefninu Við erum öll Almannavarnir! Í því kanna vísindamenn frá mismunandi fræðasviðum hvernig upplýsingamiðlun til almennings eflir seiglu samfélaga sem hafa lent í áföllum. Öll þessi verkefni sýna að það skiptir Háskólann og vísindamenn hans miklu máli að rannsóknir hafi samfélagsleg áhrif, hvort sem það birtist í breyttri nálgun í samfélaginu í heild, efnahagslífi, menntun eða menningu, opinberri stefnumótun eða þjónustu, bættri tækni, betri heilsu og umhverfi eða bættum lífsgæðum. Samfélagslegu áhrifin felast ekki síður í því að auka aðgengi að rannsóknum, aðferðum, tækjum og niðurstöðum og með virkri þátttöku fræðimanna í samfélagslegri umræðu þar sem þeir varpa ljósi á flókna anga faraldursins með sérþekkingu sína að vopni. Höfundur er doktorsnemi og verkefnistjóri við Vísinda-og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Vísindamenn af öllum fimm fræðasviðum Háskóla Íslands vinna nú að yfir 40 rannsóknarverkefnum sem snerta COVID-19-heimsfaraldurinn og áhrif hans hér á landi og víðar. Farsóttin og afleiðingar hennar tengjast ekki eingöngu viðfangsefnum í heilbrigðisvísindum heldur öll fræðasvið með beinum eða óbeinum hætti. Rannsóknirnar eru mjög fjölbreyttar og snúa m.a. að jafnrétti kynja í faraldrinum, stjórnarháttum í áfallastjórnun, heimspekilegum áskorunum, menntun og uppeldi, fjölmiðlaumræðu og upplýsingargjöf, hagfræðilegum ákvörðunum og mörgu fleiru. Með rannsóknum tengdum COVID-19 leitast starfsfólk Háskóla Íslands við að svara áleitnum spurningum um faraldurinn og nýtir til þess þá sérfræðiþekkingu sem til staðar er innan skólans. Þessari þekkingu er síðan miðlað til samfélagsins. Listi yfir öll COVID-19-verkefni sem starfsfólk skólans vinnur að er nú aðgengilegur á sérstakri síðu á vef skólans. Rannsóknir unnar í nánu samstarf við stofnanir og samfélag Hluta af þessum verkefnum má rekja til beiðna hins opinbera og má þar sérstaklega nefna Landspítala og Embætti landlæknis. Flest verkefnin eru þó að frumkvæði vísindamannanna sjálfra. Þeir óvissutímar sem nú eru uppi hafa skapað þeim einstakt tækifæri til rannsókna en um leið möguleika á að varpa nýju ljósi á ýmsa hluta samfélagsins, svo sem stöðu jaðarhópa eða ójafnvægi í samfélaginu. Í flestum tilfellum eru rannsóknirnar ekki sérstaklega fjármagnaðar heldur liggur kostnaðurinn í fleiri vinnustundum vísindamanna og starfsfólks. Þrátt fyrir skort á fjármagni hefur engu að síður verið ráðist í að þróa verkefni, finna lausnir og ekki síst að rannsaka þetta sérstaka fyrirbæri sem faraldurinn er og um leið safna gögnum sem nýst geta til framtíðar. Vísindamannahópurinn á það enn fremur sameiginlegt að hafa verið tilbúinn að takast á við nýjar áskoranir, aðlaga sig hratt að breyttum forsendum og nýta þá þekkingu, tæki og tól sem til staðar eru til þess að styðja sérstaka hópa í samfélaginu en ekki síður stjórnvöld, heilbrigðisþjónustu og samfélagið í heild. Meðal verkefna sem nefna má eru gerð tvenns konar spálíkana. Annars vegar var um að ræða líkan sem spáði fyrir um flæði kórónuveirusmitaðra í umsjón Landspítalans en það hjálpaði stjórnendum spítalans að skipuleggja vinnu starfsfólks og nýtingu sjúkrarúma. Hins vegar hafa vísindamenn þróað spálíkan sem fjallað hefur verið mikið um í fjölmiðlum og snýr að þróun faraldursins hér á landi. Líkanið hefur bæði nýst í fyrstu og annarri bylgju faraldursins, m.a til þess að taka ákvarðanir um takmarkanir og samkomubönn í samfélaginu. Lögð var áhersla á að spálíkanið yrði vel kynnt og með þeim fyrirvörum sem það hefur. Áhrif urðu strax sýnileg þar sem það hjálpaði almenningi að skilja eðli faraldursins og um leið studdi það við þá samstöðu sem náðist í þjóðfélaginu um aðgerðir. Rannsóknir vísindamanna veita einnig innsýn inn í orðræðu á tímum neyðarástands. Verkefnið Glundroði einkenndi svefn, mataræði og atferli barnanna: Kynjuð orðræða um fjölskyldulíf á tímum heimsfaraldurs varpar ljósi á umræðu um jafnrétti og jafna þátttöku í heimilishaldi og uppeldi á þessum óvenjulegu tímum. Í verkefninu er afhjúpað með hvaða hætti fólk talar um fjölskyldulíf og álag sem skapast vegna skerts skólastarfs og þeirra árekstra sem verða í tengslum við umönnun barna og atvinnuþátttöku. Talin þörf á að unnið sé með markvissari hætti að jafnari verkaskiptingu inni á heimilum einnig er talið mikilvægt að samfélagið horfist í augu við það hvaða kröfur eru gerðar til foreldra og hvaða áhrif það geti haft á lífsgæði fjölskyldna og kynjajafnrétti. Gríðarmiklum gögnum safnað sem nýtast til framtíðar Vísindamenn hafa enn fremur safnað gríðarmiklum gögnum um heimsfaraldurinn fyrir framtíðina á mjög stuttum tíma. Má þar nefna gögn sem aflað hefur verið með könnunum á vegum Félagsvísindastofnunar og snúa að þátttöku almennings í sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19-faraldursins. Þær er hægt að nota til þess að meta árangur aðgerða, skoða hvernig samfélagið fer í gegnum slíkt áfall og hvernig traust gagnvart aðgerðum stjórnvalda þróast. Auk þess er hægt að nota upplýsingarnar í stefnumótun og áfallastjórnun á vegum Almannavarna og stjórnvalda. Á Hugvísindasviði vinna vísindamenn og nemendur í heimspeki að verkefni sem nefnist Heimspekilegar áskoranir á farsóttartímum. Þar er fengist við spurningar sem ekki hafa farið hátt í umræðunni, svo sem um verklagsreglur um forgang á Landspítalanum, samstarf einkaaðila og stjórnvalda í baráttu við veiruna og átök um mikilvæg bjargráð eins og öndunarvélar eða bóluefni. Þá er einnig unnið að ýmsum þverfræðilegum verkefnum, þar á meðal verkefninu Við erum öll Almannavarnir! Í því kanna vísindamenn frá mismunandi fræðasviðum hvernig upplýsingamiðlun til almennings eflir seiglu samfélaga sem hafa lent í áföllum. Öll þessi verkefni sýna að það skiptir Háskólann og vísindamenn hans miklu máli að rannsóknir hafi samfélagsleg áhrif, hvort sem það birtist í breyttri nálgun í samfélaginu í heild, efnahagslífi, menntun eða menningu, opinberri stefnumótun eða þjónustu, bættri tækni, betri heilsu og umhverfi eða bættum lífsgæðum. Samfélagslegu áhrifin felast ekki síður í því að auka aðgengi að rannsóknum, aðferðum, tækjum og niðurstöðum og með virkri þátttöku fræðimanna í samfélagslegri umræðu þar sem þeir varpa ljósi á flókna anga faraldursins með sérþekkingu sína að vopni. Höfundur er doktorsnemi og verkefnistjóri við Vísinda-og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun