Tugir manna innlyksa innan um gróðureldana í Kaliforníu Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2020 07:42 Eldar hafa logað í Sierra þjóðgarðinum í Kaliforníu síðustu daga. AP Ráðist hefur verið í mikla björgunaraðgerð í Kaliforníu vegna nokkrurra tuga manna sem innlyksa eru við lón og komast ekki lönd né strönd vegna gróðureldanna sem nú herja í ríkinu. Mammoth Pool lónið er vinsæll áfangastaður ferðamanna, um sextíu kílómetra norður af Fresno. Notast hefur verið við þyrlur til að koma fólkinu á brott og standa aðgerðir enn yfir. BBC segir frá því að vita sé að tveir séu alvarlega slasaðir og tíu til viðbótar með minniháttar meiðsli. Eldarnir á þessu svæði blossuðu upp á föstudagskvöldið og hefur útbreiðslan verið hröð. Seinni partinn í gær hafði hann dreifst yfir um fimm þúsund hektara svæði. Í morgun var búið að flytja 63 manns á brott í þyrlu þar sem farið var með fólkið á alþjóðaflugvöllinn Fresno Yosemite. Ekki er vitað nákvæmlega hve margir eru eftir við lónið. Updated information for MCI incident: So far, 63 people rescued by military helicopters and delivered to FYI, 2 severely injured patients, 10 moderately injured and 51 others with minor or no injuries. Aircraft are returning to continue rescue operations. Unknown how many more.— Fresno Fire PIO (@FresnoFire) September 6, 2020 Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, lýsti á föstudag yfir neyðarástandi og tilkynnti að þörf væri á að skammta rafmagni á ákveðnum svæðum. Mikil hlýindi hafa verið í ríkinu síðustu daga og er búist við að svo verði eitthvað áfram. Hefur hitinn náð allt að 49 stigum. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Ráðist hefur verið í mikla björgunaraðgerð í Kaliforníu vegna nokkrurra tuga manna sem innlyksa eru við lón og komast ekki lönd né strönd vegna gróðureldanna sem nú herja í ríkinu. Mammoth Pool lónið er vinsæll áfangastaður ferðamanna, um sextíu kílómetra norður af Fresno. Notast hefur verið við þyrlur til að koma fólkinu á brott og standa aðgerðir enn yfir. BBC segir frá því að vita sé að tveir séu alvarlega slasaðir og tíu til viðbótar með minniháttar meiðsli. Eldarnir á þessu svæði blossuðu upp á föstudagskvöldið og hefur útbreiðslan verið hröð. Seinni partinn í gær hafði hann dreifst yfir um fimm þúsund hektara svæði. Í morgun var búið að flytja 63 manns á brott í þyrlu þar sem farið var með fólkið á alþjóðaflugvöllinn Fresno Yosemite. Ekki er vitað nákvæmlega hve margir eru eftir við lónið. Updated information for MCI incident: So far, 63 people rescued by military helicopters and delivered to FYI, 2 severely injured patients, 10 moderately injured and 51 others with minor or no injuries. Aircraft are returning to continue rescue operations. Unknown how many more.— Fresno Fire PIO (@FresnoFire) September 6, 2020 Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, lýsti á föstudag yfir neyðarástandi og tilkynnti að þörf væri á að skammta rafmagni á ákveðnum svæðum. Mikil hlýindi hafa verið í ríkinu síðustu daga og er búist við að svo verði eitthvað áfram. Hefur hitinn náð allt að 49 stigum.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“