Southgate segir allt öðruvísi að mæta Danmörku en Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 19:00 Gareth Southgate þakkar Guðlaugi Victori Pálssyni fyrir leikinn á Laugardalsvelli á laugardag. VÍSIR/GETTY Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, þurfti að bregðast skjótt við í morgun eftir að í ljós kom að Mason Greenwood og Phil Foden hefðu brotið sóttkvíarreglur á Íslandi. „Ég fékk þær upplýsingar í morgun að því miður hefðu tveir strákanna brotið Covid-reglurnar varðandi okkar örugga, lokaða umhverfi. Við urðum því að ákveða mjög fljótt að þeir mættu ekki eiga nein samskipti við aðra í liðinu, færu ekki með á æfingu, og að í ljósi þeirra tilmæla sem við þurfum að fara eftir þyrftu þeir að ferðast heim til Englands með annarri leið en við hinir,“ sagði Southgate við fjölmiðlamenn. Southgate er nú farinn til Danmerkur með sitt lið, án tvíeykisins unga sem var sent heim til Englands, en Danmörk og Englands eigast við annað kvöld á sama tíma og Belgía og Ísland. Danmörk tapaði 2-0 á heimavelli gegn Belgíu á laugardag. England vann þá 1-0 sigur gegn mjög varnarsinnuðu liði Íslands en Southgate reiknar með sókndjarfari mótherjum í Kaupmannahöfn: „Já, þetta verður allt öðruvísi leikur. Danir áttu mjög góðan leik gegn Belgíu og ég tel þá hafa verið mjög óheppna að tapa leiknum. Þeir pressuðu af ákefð, eiga leikmenn sem eru mjög góðir með boltann, og þetta verður ólík prófraun fyrir okkar varnarleik. Við munum líka þurfa að eiga við mjög góða varnarmenn en það verður meira pláss til að vinna með vegna þess hvernig Danmörk spilar. Ísland varðist augljóslega mjög aftarlega, sem var skynsamlega gert, en Danmörk mun koma framar gegn okkur og það verður meira pláss til að sækja í,“ sagði Southgate. Klippa: Southgate í viðtali eftir Íslandsdvöl Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45 Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Landsliðsþjálfari Englands fór yfir brot Masons Greenwood og Phils Foden á sóttvarnarreglum þegar þær buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel enska landsliðsins. 7. september 2020 13:15 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, þurfti að bregðast skjótt við í morgun eftir að í ljós kom að Mason Greenwood og Phil Foden hefðu brotið sóttkvíarreglur á Íslandi. „Ég fékk þær upplýsingar í morgun að því miður hefðu tveir strákanna brotið Covid-reglurnar varðandi okkar örugga, lokaða umhverfi. Við urðum því að ákveða mjög fljótt að þeir mættu ekki eiga nein samskipti við aðra í liðinu, færu ekki með á æfingu, og að í ljósi þeirra tilmæla sem við þurfum að fara eftir þyrftu þeir að ferðast heim til Englands með annarri leið en við hinir,“ sagði Southgate við fjölmiðlamenn. Southgate er nú farinn til Danmerkur með sitt lið, án tvíeykisins unga sem var sent heim til Englands, en Danmörk og Englands eigast við annað kvöld á sama tíma og Belgía og Ísland. Danmörk tapaði 2-0 á heimavelli gegn Belgíu á laugardag. England vann þá 1-0 sigur gegn mjög varnarsinnuðu liði Íslands en Southgate reiknar með sókndjarfari mótherjum í Kaupmannahöfn: „Já, þetta verður allt öðruvísi leikur. Danir áttu mjög góðan leik gegn Belgíu og ég tel þá hafa verið mjög óheppna að tapa leiknum. Þeir pressuðu af ákefð, eiga leikmenn sem eru mjög góðir með boltann, og þetta verður ólík prófraun fyrir okkar varnarleik. Við munum líka þurfa að eiga við mjög góða varnarmenn en það verður meira pláss til að vinna með vegna þess hvernig Danmörk spilar. Ísland varðist augljóslega mjög aftarlega, sem var skynsamlega gert, en Danmörk mun koma framar gegn okkur og það verður meira pláss til að sækja í,“ sagði Southgate. Klippa: Southgate í viðtali eftir Íslandsdvöl
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45 Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Landsliðsþjálfari Englands fór yfir brot Masons Greenwood og Phils Foden á sóttvarnarreglum þegar þær buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel enska landsliðsins. 7. september 2020 13:15 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira
Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00
Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45
Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Landsliðsþjálfari Englands fór yfir brot Masons Greenwood og Phils Foden á sóttvarnarreglum þegar þær buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel enska landsliðsins. 7. september 2020 13:15
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59