Landsleik Belgíu og Íslands í Þjóðadeild UEFA verður gerð góð skil á Stöð 2 Sport í kvöld en bein útsending frá leiknum hefst þar kl. 18.45.
Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport kl. 18, leikurinn sjálfur 45 mínútum síðar og svo verður uppgjörsþáttur að leik loknum.
Á sama tíma og Íslendingar etja kappi við efstu þjóð heimslista FIFA munu Frakkland og Króatía mætast á Stöð 2 Sport 3. Liðin léku til úrslita á HM í Rússlandi fyrir tveimur árum þar sem Frakkar unnu 4-2 sigur.
Danmörk og England, sem leika með Íslandi og Belgíu í riðli, mætast sömuleiðis kl. 18.45, á Stöð 2 Sport 2.
Þegar leikjunum í Þjóðadeildinni lýkur verður hægt að sjá öll mörkin í Þjóðadeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 kl. 20.45, eða á Stöð 2 Sport kl. 22.30.
Pepsi Max mörkin og bein útsending frá Vodafone-deildinni
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Pepsi Max mörkunum fara yfir leiki sunnudagsins í Pepsi Max-deild kvenna á Stöð 2 Sport kl. 21.30, auk þess að ræða annað sem viðkemur knattspyrnu kvenna.
Á Stöð 2 eSport fer Ingi Bauer yfir topplista sem tengist tölvuleikjum og rafíþróttaheiminum, í þættinum Topp 5 kl. 19. Strax í kjölfarið er svo bein útsending frá Vodafone-deildinni í CS:GO þar sem Þór og Fylkir mætast, Dusty og Exile, og GOAT og KR.