Framtíðin er norræn hringrás Bjarni Herrera, Hrund Gunnsteinsdóttir og Harpa Júlíusdóttir skrifa 8. september 2020 07:30 Nú í september 2020 voru sett á fót samnorræn samtök sem ætlað er að vera regnhlífarsamtök um hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Samtökin bera heitið ‘NordicCircularHotspot’ og hafa hlotið fjármögnun frá Nordic Innovation að fjárhæð 1,5m norskra króna. Stofnendur og stjórnendur þessara samtaka eru helstu sérfræðingar Norðurlandanna í hringrásarhagkerfinu og eru undirrituð hluti af þeim hóp. Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni mun þá gegna því hlutverki að vera miðja samtakanna hér á landi. Af hverju er þetta mikilvægt? Hringrásarhagkerfið (e. circular economy) er hagkerfi þar sem leitast er við að hanna burt úrgang, mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda, halda vörum og efnum lengur í notkun og endurnýja náttúruleg kerfi (að öllum úrgangi sé skilað aftur í hringrásina). Þannig má draga úr sóun, nýta betur auðlindir heimsins og ýta undir sjálfbærni. Með iðnbyltingunni fór manneskjan að búa til ótrúlegustu hluti, allt frá bensínvélum til fartölva og tískufatnaðar í massavís. Þessi hugmyndafræði byggði á því að auðlindir heimsins væru ótæmandi og vinnuafl til staðar. Okkar núverandi nálgun hefur náð endimörkum og virkar ekki lengur fyrir fólk, atvinnulíf og umfram allt, jörðina okkar og náttúruna. Nú er því ekki lengur um “rusl” að ræða heldur “úrgang” eða “virði” sem hægt er að nýta. Tækifæri tengd hringrásarhagkerfinu Talið er að viðskiptatækifæri hringrásarhagkerfisins nemi um 1,8 trilljónum evra, bara innan Evrópusambandsins, skv. Ellen MacArthur Foundation, leiðandi hugveitu um hringrásarhagkerfið á heimsvísu. Þá hefur Evrópusambandið heitið 100 milljörðum evra á árunum 2021-2027 í styrki vegna nýs græns sáttmála (e. EU Green Deal) um sjálfbæra framtíð þar sem ein af lykilstoðunum er hringrásarhagkerfið. Gríðarleg tækifæri eru fólgin í þessari þróun á Íslandi: nýsköpunartækifæri, atvinnusköpun og fjárfestingartækifæri sem gætu verið til þess fallin að skapa útflutningsverðmæti, bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og auka hagsæld á Íslandi. Þannig myndu hráefni nýtast betur og útblástur minnka sem styður við skuldbindingar Íslands við Parísarsáttmálann og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Betur má ef duga skal Noregur gerði nýlega heildstæða úttekt á því hvar þjóðin stendur þegar kemur að innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Niðurstaðan er að einungis 2.4% af norsku hagkerfi er í anda hringrásarhagkerfisins. Finnar eru komnir einna lengst af Norðurlöndunum, en þarlend stjórnvöld hafa gert aðgerðaráætlun í víðtæku samráði ólíkra hagaðila og sett sér það markmið að verða hringrásarhagkerfi árið 2025. Í þessum mánuði samþykktu norrænu atvinnuvegaráðherrarnir áætlun þar sem fjármagn er lagt til í verkefni og nýsköpun sem styður við sjálfbærar lausnir og hringrásarhagkerfið. Samvinna fyrirtækja, atvinnugeira og þjóða er ein af þungamiðjum hringrásarhagkerfisins og í þeim anda stendur nú yfir stofnun Nordic Circular Hotspot, samnorræns vettvangs um norræna hringrás. Því betur má ef duga skal. Aðgengi Íslands að vettvangi Nordic Circular Hotspot opnar á fjölda tækifæra til þess að deila reynslu á milli Norðurlandanna, auka samstarf og flýta umbreytingu hagkerfis okkar úr línulegu yfir í hringrásarhagkerfi með tilheyrandi verðmætasköpun. Bjarni Herrera, framkvæmdarstjóri CIRCULAR Solutions Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nú í september 2020 voru sett á fót samnorræn samtök sem ætlað er að vera regnhlífarsamtök um hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Samtökin bera heitið ‘NordicCircularHotspot’ og hafa hlotið fjármögnun frá Nordic Innovation að fjárhæð 1,5m norskra króna. Stofnendur og stjórnendur þessara samtaka eru helstu sérfræðingar Norðurlandanna í hringrásarhagkerfinu og eru undirrituð hluti af þeim hóp. Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni mun þá gegna því hlutverki að vera miðja samtakanna hér á landi. Af hverju er þetta mikilvægt? Hringrásarhagkerfið (e. circular economy) er hagkerfi þar sem leitast er við að hanna burt úrgang, mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda, halda vörum og efnum lengur í notkun og endurnýja náttúruleg kerfi (að öllum úrgangi sé skilað aftur í hringrásina). Þannig má draga úr sóun, nýta betur auðlindir heimsins og ýta undir sjálfbærni. Með iðnbyltingunni fór manneskjan að búa til ótrúlegustu hluti, allt frá bensínvélum til fartölva og tískufatnaðar í massavís. Þessi hugmyndafræði byggði á því að auðlindir heimsins væru ótæmandi og vinnuafl til staðar. Okkar núverandi nálgun hefur náð endimörkum og virkar ekki lengur fyrir fólk, atvinnulíf og umfram allt, jörðina okkar og náttúruna. Nú er því ekki lengur um “rusl” að ræða heldur “úrgang” eða “virði” sem hægt er að nýta. Tækifæri tengd hringrásarhagkerfinu Talið er að viðskiptatækifæri hringrásarhagkerfisins nemi um 1,8 trilljónum evra, bara innan Evrópusambandsins, skv. Ellen MacArthur Foundation, leiðandi hugveitu um hringrásarhagkerfið á heimsvísu. Þá hefur Evrópusambandið heitið 100 milljörðum evra á árunum 2021-2027 í styrki vegna nýs græns sáttmála (e. EU Green Deal) um sjálfbæra framtíð þar sem ein af lykilstoðunum er hringrásarhagkerfið. Gríðarleg tækifæri eru fólgin í þessari þróun á Íslandi: nýsköpunartækifæri, atvinnusköpun og fjárfestingartækifæri sem gætu verið til þess fallin að skapa útflutningsverðmæti, bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og auka hagsæld á Íslandi. Þannig myndu hráefni nýtast betur og útblástur minnka sem styður við skuldbindingar Íslands við Parísarsáttmálann og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Betur má ef duga skal Noregur gerði nýlega heildstæða úttekt á því hvar þjóðin stendur þegar kemur að innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Niðurstaðan er að einungis 2.4% af norsku hagkerfi er í anda hringrásarhagkerfisins. Finnar eru komnir einna lengst af Norðurlöndunum, en þarlend stjórnvöld hafa gert aðgerðaráætlun í víðtæku samráði ólíkra hagaðila og sett sér það markmið að verða hringrásarhagkerfi árið 2025. Í þessum mánuði samþykktu norrænu atvinnuvegaráðherrarnir áætlun þar sem fjármagn er lagt til í verkefni og nýsköpun sem styður við sjálfbærar lausnir og hringrásarhagkerfið. Samvinna fyrirtækja, atvinnugeira og þjóða er ein af þungamiðjum hringrásarhagkerfisins og í þeim anda stendur nú yfir stofnun Nordic Circular Hotspot, samnorræns vettvangs um norræna hringrás. Því betur má ef duga skal. Aðgengi Íslands að vettvangi Nordic Circular Hotspot opnar á fjölda tækifæra til þess að deila reynslu á milli Norðurlandanna, auka samstarf og flýta umbreytingu hagkerfis okkar úr línulegu yfir í hringrásarhagkerfi með tilheyrandi verðmætasköpun. Bjarni Herrera, framkvæmdarstjóri CIRCULAR Solutions Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun