Opið bréf til Þórólfs Bjarni Jónsson skrifar 9. september 2020 11:30 Sæll Þórólfur. Á síðasta upplýsingafundi um Covid varpaðir þú fram eftirfarandi spurningum: Hvað eigum við að sætta okkur við að margir sýkist, hvað margir leggist inn á spítala og hve margir deyja af völdu Covid? Ég ætla nefna nokkur dæmi sem geta hjálpað þér við að komast að svarinu. Allt að 29 mans deyja árlega úr inflúensu sem berst reglulega til landsins. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll með því að loka landinu alveg. Afleiðingar þess væru svo skelfilegar að við teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Árlega deyja um 10-20 manns í umferðaslysum og um 150 slasast alvarlega eða örkumlast. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll og örkuml með því að banna bílaumferð. Afleiðingar þess væru svo skelfilegar svo við teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Um 400 manns deyja árlega af völdum tóbaksreykinga. Við gætum komið í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla með því að banna reykingar en kjósum að gera það ekki, teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Um 30% þeirra Íslendinga sem deyja fyrir aldur fram hafa leitað sér áfengismeðferðar hjá SÁÁ. Á heimsvísu er talið að 3 milljónir manna deyji árlega úr áfengisneyslu. Við gætum komið í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla og skaðleg áhrif á aðstandendur og samfélag með því að banna áfengi. Við kjósum að gera það ekki og sætta okkur við skaðann. Á hverju ári látast 0-5 sjómenn og 5-10 starfsmenn í mannvirkjagerð. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll með því að banna sjósókn og nýbyggingar en kjósum að gera það ekki af augljósum ástæðum, teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Að loka landinu fyrir ferðamönnum eins og gert var 19 ágúst kemur hugsanlega í veg fyrir einhver Covid smit, jafnvel dauðsföll, en þú mátt líka, Þórólfur, hugsa um afleiðingarnar. Þúsundir missa vinnuna, allt að 10% vinnandi manna. Hundruðir missa fyrirtæki sín í gjaldþrot og tapa aleigunni. Heilsufarslegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar munu hrjá allt þetta fólk, börn þeirra og fjölskyldur um langt skeið. Vonleysi, fátækt, þunglyndi, sjálfsmorð. Þessi áhrif eru rétt að byrja að verða sýnileg. Höfundur er eigandi Nordic Store og fyrrverandi dósent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Þórólfur. Á síðasta upplýsingafundi um Covid varpaðir þú fram eftirfarandi spurningum: Hvað eigum við að sætta okkur við að margir sýkist, hvað margir leggist inn á spítala og hve margir deyja af völdu Covid? Ég ætla nefna nokkur dæmi sem geta hjálpað þér við að komast að svarinu. Allt að 29 mans deyja árlega úr inflúensu sem berst reglulega til landsins. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll með því að loka landinu alveg. Afleiðingar þess væru svo skelfilegar að við teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Árlega deyja um 10-20 manns í umferðaslysum og um 150 slasast alvarlega eða örkumlast. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll og örkuml með því að banna bílaumferð. Afleiðingar þess væru svo skelfilegar svo við teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Um 400 manns deyja árlega af völdum tóbaksreykinga. Við gætum komið í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla með því að banna reykingar en kjósum að gera það ekki, teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Um 30% þeirra Íslendinga sem deyja fyrir aldur fram hafa leitað sér áfengismeðferðar hjá SÁÁ. Á heimsvísu er talið að 3 milljónir manna deyji árlega úr áfengisneyslu. Við gætum komið í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla og skaðleg áhrif á aðstandendur og samfélag með því að banna áfengi. Við kjósum að gera það ekki og sætta okkur við skaðann. Á hverju ári látast 0-5 sjómenn og 5-10 starfsmenn í mannvirkjagerð. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll með því að banna sjósókn og nýbyggingar en kjósum að gera það ekki af augljósum ástæðum, teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Að loka landinu fyrir ferðamönnum eins og gert var 19 ágúst kemur hugsanlega í veg fyrir einhver Covid smit, jafnvel dauðsföll, en þú mátt líka, Þórólfur, hugsa um afleiðingarnar. Þúsundir missa vinnuna, allt að 10% vinnandi manna. Hundruðir missa fyrirtæki sín í gjaldþrot og tapa aleigunni. Heilsufarslegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar munu hrjá allt þetta fólk, börn þeirra og fjölskyldur um langt skeið. Vonleysi, fátækt, þunglyndi, sjálfsmorð. Þessi áhrif eru rétt að byrja að verða sýnileg. Höfundur er eigandi Nordic Store og fyrrverandi dósent.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar