Netráðstefnan Towards Sustainable Growth in a Competitive World hefst núna klukkan 8:30 þar sem ræddir verða möguleikar og samkeppnishæfni Íslands á viðskiptalegum, samfélagslegum og faglegum grunni.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra opnar ráðstefnuna og mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svo flytja stutt erindi. Sérfræðingar á sviði viðskiptaþróunar, klasaþróunar og hringrásarhagkerfisins munu svo velta fyrir sér spurningum á borð við:
- Hvernig mun íslenskt atvinnulíf ná fótfestu eftir Covid 19?
- Hvernig hröðum við bataferlinu í gegnum virkt samstarf ólíkra atvinnugreina?
- Hvað eiga öflugustu útflutningsgreinar Íslands sameiginlegt og hvernig nýtum við styrkleikana til góðs?
Það er Íslenski ferðaklasinn, Klasasetur Íslands/Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Íslenski sjávarklasinn, Íslenski orkuklasinn, Álklasinn og Landbúnaðarklasinn sem standa fyrir ráðstefnunni.
Fylgjast má með henni í spilaranum að neðan.
Dagskrá ráðstefnunnar:
- Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir – ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra opnar ráðstefnuna.
- Bjarni Benediktsson – fjármála- og efnahagsráðherra heldur stutt erindi.
- Dr. Christian Ketels – sérfræðingur hjá stofnun Michael E. Porter prófessors við Harvard háskóla fjallar um sjálfbærni á tímum covid-19.
- Merete Daniel Nielsen – stofnandi Cluster Excellence Denmark fjallar um hringrásarhagkerfið, grænar lausnir og klasastarf í víðu samhengi.
- Einnig verða Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Sara Björk Guðmundsdóttir, starfsmaður Sjávarklasans og Kristján Leóson þróunarstjóri DT-Equipment með örerindi.