Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2020 15:07 Hólabúð á Reykhólum er eina matvöruverslun Reykhólahrepps. Þar hefur einnig verið rekin veitingasala. Mynd/Hólabúð. Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. „Kæru viðskiptavinir, okkur þykir það leitt að tilkynna ykkur að í kringum næstu mánaðamót, september-október, verður Hólabúð og 380 Restaurant lokað varanlega,“ segja eigendurnir, hjónin Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal, í tilkynningu sem birt er á Reykhólavefnum. Eigendur Hólabúðar og veitingastaðarins, hjónin Vilborg Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson, hafa ákveðið að hætta rekstrinum um næstu mánaðamót.Mynd/Hólabúð. „Þetta er bara mjög erfiður rekstur. Veturinn er það erfiður að sumarið þarf að borga niður veturinn,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu. Hann segir að eftir fólksfækkun í sveitinni síðustu misseri sjái þau fram á að rekstrargrundvöllur sé brostinn. „Stórar fjölskyldur hafa flutt burt. Í fyrravetur voru 75 börn í skólanum. Börnin eru 53 núna. Þessar stóru fjölskyldur sem fóru voru miklir og góðir viðskiptavinir. Þegar hver einasta fjölskylda fer, þá finnum við högg,“ segir Reynir og segir þau hjónin ætla að snúa aftur til Suðurnesja, þaðan sem þau komu fyrir fimm árum. Frá Reykhólum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Langt verður frá Reykhólum í næstu matvöruverslanir eftir lokun Hólabúðar, 58 kílómetrar til Hólmavíkur og 75 kílómetrar í Búðardal. Þau Reynir Þór og Vilborg Ása opnuðu Hólabúð í mars 2015, tveimur mánuðum eftir að eigendur fyrri matvöruverslunar í sama húsi höfðu lokað. Veitingastaðinn opnuðu þau tveimur árum síðar. Hér má sjá fréttir af verslunarmálum Reykhólasveitar fyrir fimm árum: Reykhólahreppur Verslun Byggðamál Strandabyggð Dalabyggð Tengdar fréttir Litlar gámaverslanir sagðar hafa umbreytt landsbyggðarlífinu Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. 7. september 2020 10:47 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. „Kæru viðskiptavinir, okkur þykir það leitt að tilkynna ykkur að í kringum næstu mánaðamót, september-október, verður Hólabúð og 380 Restaurant lokað varanlega,“ segja eigendurnir, hjónin Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal, í tilkynningu sem birt er á Reykhólavefnum. Eigendur Hólabúðar og veitingastaðarins, hjónin Vilborg Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson, hafa ákveðið að hætta rekstrinum um næstu mánaðamót.Mynd/Hólabúð. „Þetta er bara mjög erfiður rekstur. Veturinn er það erfiður að sumarið þarf að borga niður veturinn,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu. Hann segir að eftir fólksfækkun í sveitinni síðustu misseri sjái þau fram á að rekstrargrundvöllur sé brostinn. „Stórar fjölskyldur hafa flutt burt. Í fyrravetur voru 75 börn í skólanum. Börnin eru 53 núna. Þessar stóru fjölskyldur sem fóru voru miklir og góðir viðskiptavinir. Þegar hver einasta fjölskylda fer, þá finnum við högg,“ segir Reynir og segir þau hjónin ætla að snúa aftur til Suðurnesja, þaðan sem þau komu fyrir fimm árum. Frá Reykhólum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Langt verður frá Reykhólum í næstu matvöruverslanir eftir lokun Hólabúðar, 58 kílómetrar til Hólmavíkur og 75 kílómetrar í Búðardal. Þau Reynir Þór og Vilborg Ása opnuðu Hólabúð í mars 2015, tveimur mánuðum eftir að eigendur fyrri matvöruverslunar í sama húsi höfðu lokað. Veitingastaðinn opnuðu þau tveimur árum síðar. Hér má sjá fréttir af verslunarmálum Reykhólasveitar fyrir fimm árum:
Reykhólahreppur Verslun Byggðamál Strandabyggð Dalabyggð Tengdar fréttir Litlar gámaverslanir sagðar hafa umbreytt landsbyggðarlífinu Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. 7. september 2020 10:47 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Litlar gámaverslanir sagðar hafa umbreytt landsbyggðarlífinu Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. 7. september 2020 10:47
Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17