Serena tapaði uppgjörinu hjá mömmunum og missti af úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 10:00 Victoria Azarenka og Serena Williams voru báðar að keppast við að vinna fyrsta risatitil sinn sem mæður. Samsett/AP/Seth Wenig Það verða þær Victoria Azarenka og Naomi Osaka sem spila til úrslita í kvennaflokki á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Hvít-Rússinn Victoria Azarenka tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að slá út hina bandarísku Serenu Willams. Serena Williams byrjaði frábærlega og vann fyrsta settið 6-1 en Azarenka svaraði með því að vinna tvö hin seinni 6-3 og 6-3. Hin japanska Naomi Osaka vann sinn undanúrslitaleik á móti Jennifer Brady 7-6 (7-1), 3-6 og 6-3. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun laugardag en Bandaríkjamenn eiga þar ekki fulltrúa því þeirra konur töpuðu báðar í undanúrslitunum. VICTORIA AZARENKA HAS DONE IT!She comes back to defeat Serena Williams for the final spot in the #USOpen championship match.This will be Azarenka's first major final in seven years. pic.twitter.com/T8depXUMLO— ESPN (@espn) September 11, 2020 Augu margra voru á uppgjörinu hjá mömmunum tveimur. Báðar eiga þær Victoria Azarenka og Serena Willams það nefnilega sameiginlegt að eiga ungt barn og eru að elta fyrsta risamótstitil sinn eftir barnaeignafrí. Tíminn er ekki að vinna með Serenu Williams sem ætlar sér að vinna risatitil sem móðir en hún orðin 38 ára gömul. Henni ekki tekist ennþá að vinna risatitil á síðustu árum þrátt fyrir að komast í úrslitaleikinn á fjórum risamótum og nú í undanúrslitin á því fimmta. Serena eignaðist dótturina Olympia í september árið 2017. Serena Williams lenti í vandræðum með hásina sína snemma í þriðja settinu á móti Victoriu Azarenka í nótt og var ekki líkleg til afreka eftir það. Williams þarf því að bíða enn lengur eftir því að vinna sinn 24. risatitil á ferlinum. Serena Williams falls to Victoria Azarenka in the US Open semifinals This is Azarenka s first win in a major against Serena pic.twitter.com/de4KNgT35O— Bleacher Report (@BleacherReport) September 11, 2020 Victoria Azarenka er aftur á móti kominn aftur í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu eftir sjö ára fjarveru. Þetta var líka tímamótasigur fyrir hana því hún hafði aldrei áður unnið Serenu á risamóti. Azarenka eignaðist soninn Leó í lok desember árið 2016 en þetta var í fyrsta sinn síðan hún komst í undanúrslit risamóts síðan þá. Reyndar var hún að komast svo langt í fyrsta sinn síðan árið 2013 þegar Azarenka var í úrslitum á tveimur risamótum og vann Opna ástralska. Hún hefur staðið í sambandsslitum og forræðisdeilu en virðist loksins vera búin að finna taktinn aftur sem á sínum tíma skilaði henni í efsta sæti heimslistans. .@NaomiOsaka in the stands wearing a Kobe jersey after advancing to the #USOpen final pic.twitter.com/SZmUoXfyYt— ESPN (@espn) September 11, 2020 Mótherji Victoriu Azarenka í úrslitaleiknum á laugardaginn er hin Japanska Naomi Osaka. Naomi Osaka er bara 22 ára gömul en er að komast í annað skiptið í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu. Mótherjinn er níu árum eldri en hún. Naomi Osaka vann Opna bandaríska mjög óvænt árið 2018 og fylgdi því eftir með sigri á opna ástralska. Hún náði ekki að fylgja því alveg eftir og þetta er fyrsti úrslitaleikur hennar á risamóti síðan í janúar 2019. Tennis Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Það verða þær Victoria Azarenka og Naomi Osaka sem spila til úrslita í kvennaflokki á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Hvít-Rússinn Victoria Azarenka tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að slá út hina bandarísku Serenu Willams. Serena Williams byrjaði frábærlega og vann fyrsta settið 6-1 en Azarenka svaraði með því að vinna tvö hin seinni 6-3 og 6-3. Hin japanska Naomi Osaka vann sinn undanúrslitaleik á móti Jennifer Brady 7-6 (7-1), 3-6 og 6-3. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun laugardag en Bandaríkjamenn eiga þar ekki fulltrúa því þeirra konur töpuðu báðar í undanúrslitunum. VICTORIA AZARENKA HAS DONE IT!She comes back to defeat Serena Williams for the final spot in the #USOpen championship match.This will be Azarenka's first major final in seven years. pic.twitter.com/T8depXUMLO— ESPN (@espn) September 11, 2020 Augu margra voru á uppgjörinu hjá mömmunum tveimur. Báðar eiga þær Victoria Azarenka og Serena Willams það nefnilega sameiginlegt að eiga ungt barn og eru að elta fyrsta risamótstitil sinn eftir barnaeignafrí. Tíminn er ekki að vinna með Serenu Williams sem ætlar sér að vinna risatitil sem móðir en hún orðin 38 ára gömul. Henni ekki tekist ennþá að vinna risatitil á síðustu árum þrátt fyrir að komast í úrslitaleikinn á fjórum risamótum og nú í undanúrslitin á því fimmta. Serena eignaðist dótturina Olympia í september árið 2017. Serena Williams lenti í vandræðum með hásina sína snemma í þriðja settinu á móti Victoriu Azarenka í nótt og var ekki líkleg til afreka eftir það. Williams þarf því að bíða enn lengur eftir því að vinna sinn 24. risatitil á ferlinum. Serena Williams falls to Victoria Azarenka in the US Open semifinals This is Azarenka s first win in a major against Serena pic.twitter.com/de4KNgT35O— Bleacher Report (@BleacherReport) September 11, 2020 Victoria Azarenka er aftur á móti kominn aftur í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu eftir sjö ára fjarveru. Þetta var líka tímamótasigur fyrir hana því hún hafði aldrei áður unnið Serenu á risamóti. Azarenka eignaðist soninn Leó í lok desember árið 2016 en þetta var í fyrsta sinn síðan hún komst í undanúrslit risamóts síðan þá. Reyndar var hún að komast svo langt í fyrsta sinn síðan árið 2013 þegar Azarenka var í úrslitum á tveimur risamótum og vann Opna ástralska. Hún hefur staðið í sambandsslitum og forræðisdeilu en virðist loksins vera búin að finna taktinn aftur sem á sínum tíma skilaði henni í efsta sæti heimslistans. .@NaomiOsaka in the stands wearing a Kobe jersey after advancing to the #USOpen final pic.twitter.com/SZmUoXfyYt— ESPN (@espn) September 11, 2020 Mótherji Victoriu Azarenka í úrslitaleiknum á laugardaginn er hin Japanska Naomi Osaka. Naomi Osaka er bara 22 ára gömul en er að komast í annað skiptið í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu. Mótherjinn er níu árum eldri en hún. Naomi Osaka vann Opna bandaríska mjög óvænt árið 2018 og fylgdi því eftir með sigri á opna ástralska. Hún náði ekki að fylgja því alveg eftir og þetta er fyrsti úrslitaleikur hennar á risamóti síðan í janúar 2019.
Tennis Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira