Þögn á útvarpsstöðvunum í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 09:00 Fyrsa stjórn FSST stillir sér upp á Laugaveginum. Formaðurinn Helgi Björnsson stendur fyrir miðju. Aðrir stjórnarmenn eru Selma Björnsdóttir, Guðrún Ýr Eyfjörð (GDRN), Guðmundur Óskar Guðmundsson og Bubbi Morthens. Varamenn eru Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigríður Thorlacius. Brynjar Snær Þögn ríkti á stærstu útvarpsstöðum landsins í skamma stund á níunda tímanum í morgun. Tilgangur þagnarinnar var að vekja athygli á framlagi sjálfstætt starfandi tónlistarmanna til íslensks samfélags. Þeir hafa búið við mikið atvinnuleysi og fá úrræði síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957, X977, Rás 1, Rás 2, K100 og Suðurland FM gerðu hlé á dagskrá sinni með algjörri þögn í stutta stund klukkan 8:45 í morgun. Um samstillt átak útvarpsstöðvanna var að ræða, sem ráðist var í að frumkvæði hins nýstofnaða Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna (FSST). Félagið kveðst í tilkynningu meta aðgerðina mikils. Þrátt fyrir hina stuttu þögn muni íslenskt tónlistarfólk „áfram sem áður standa með þjóð sinni, létta lund hennar og leggja sitt af mörkum.“ Staðan orðin alvarleg Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið íslenska tónlistarmenn grátt síðustu mánuði. Samkomubanni var komið á um miðjan mars og hefur verið í gildi með misháum fjöldamörkum síðan. Tónleika- og viðburðahald hefur þannig lagst nær alfarið af og segir FSST að staðan sem uppi er komin sé alvarleg. Úrræði fyrir tónlistarmenn séu jafnframt af skornum skammti. „Tónlistarfólk sem hefur lifibrauð sitt af flutningi lifandi tónlistar hefur orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi og framtíðin virðist ótrygg hvað viðburðahald og aðrar samkomur varðar. Sjálfstætt starfandi tónlistarfólk í íslenskum tónlistariðnaði starfar í sveiflukenndum og árstíðabundnum markaði, greiðir skatta og önnur gjöld en sökum eðli starfsins fellur utan öryggisnets samtryggingakerfisins þegar áföll sem þessi dynja á. Þá hefur sjálfstætt starfandi tónlistarfólk hvorki getað nýtt sér að neinu ráði tímabundin úrræði stjórnvalda né efnahagslegar viðspyrnuaðgerðir sem kynntar hafa verið,“ segir í tilkynningu FSST. Félagið kallar eftir aðgerðum til að koma til móts við tekjutap félagsmanna. „Félagsmenn FSST starfa ekki í tómarúmi, á okkur stóla rekstraraðilar tónlistar- og menningarhúsa, opinber og einkarekin, tækjaleigur, sviðsmenn, ljósamenn, hljóðmenn, hárgreiðslu- og förðunarfólk, ljósmyndarar, hönnuðir, auglýsendur og auðvitað fjölmargir aðrir. Sjálfstætt starfandi tónlistarfólk er mikilvægur hlekkur virðiskeðjunnar á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Starfstéttin er í grafalvarlegri stöðu, félagsmenn berjast í bökkum og geta ekki beðið lengur. Það þarf að grípa til aðgerða og það strax því til viðbótar við núverandi stöðu er mikil hætta á brottfalli úr stéttinni og að nýliðun takmarkist mikið með alvarlegum og jafnvel óafturkræfum afleiðingum.“ Landsþekkt stjórn FSST var stofnað 14. ágúst, einkum vegna stöðunnar sem lýst er hér að framan. Félagar eru sjálfstætt starfandi tónlistarfólk í íslenskum tónlistariðnaði og hefur félagið þann megintilgang að „standa vörð um réttindi, gæta hagsmuna og efla samstöðu félagsmanna“, auk þess sem það vill efla skilning á verktakastarfsemi sem ráðandi er í íslenskum tónlistariðnaði. Fyrstu stjórn félagsins skipa landsþekktir tónlistarmenn. Helgi Björnsson er formaður og með honum í stjórn sitja Selma Björnsdóttir, Guðrún Ýr Eyfjörð (GDRN), Guðmundur Óskar Guðmundsson og Bubbi Morthens. Varamenn eru Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigríður Thorlacius. Klippa: Viðtal við Bubba Morthens Klippa: Viðtal við Bubba Morthens Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Kjaramál Fjölmiðlar X977 Bylgjan FM957 Tengdar fréttir „Frústreraður því menningar- og tónlistarviðburðir eru litnir hornauga“ Einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Innipúkans segir að ef frekari samkomutakmarkanir og tveggja metra reglan verði sett aftur í gildi þurfi líklegast að aflýsa eða fresta hátíðinni. 29. júlí 2020 14:30 Sviðnir sviðslistamenn við útdeilingu úr aðgerðapakkanum Tónlistar- og sviðslistamenn ósáttir við hvernig útdeiling á aukafjárveitingu til listamanna skiptist. 13. maí 2020 07:52 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Þögn ríkti á stærstu útvarpsstöðum landsins í skamma stund á níunda tímanum í morgun. Tilgangur þagnarinnar var að vekja athygli á framlagi sjálfstætt starfandi tónlistarmanna til íslensks samfélags. Þeir hafa búið við mikið atvinnuleysi og fá úrræði síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957, X977, Rás 1, Rás 2, K100 og Suðurland FM gerðu hlé á dagskrá sinni með algjörri þögn í stutta stund klukkan 8:45 í morgun. Um samstillt átak útvarpsstöðvanna var að ræða, sem ráðist var í að frumkvæði hins nýstofnaða Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna (FSST). Félagið kveðst í tilkynningu meta aðgerðina mikils. Þrátt fyrir hina stuttu þögn muni íslenskt tónlistarfólk „áfram sem áður standa með þjóð sinni, létta lund hennar og leggja sitt af mörkum.“ Staðan orðin alvarleg Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið íslenska tónlistarmenn grátt síðustu mánuði. Samkomubanni var komið á um miðjan mars og hefur verið í gildi með misháum fjöldamörkum síðan. Tónleika- og viðburðahald hefur þannig lagst nær alfarið af og segir FSST að staðan sem uppi er komin sé alvarleg. Úrræði fyrir tónlistarmenn séu jafnframt af skornum skammti. „Tónlistarfólk sem hefur lifibrauð sitt af flutningi lifandi tónlistar hefur orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi og framtíðin virðist ótrygg hvað viðburðahald og aðrar samkomur varðar. Sjálfstætt starfandi tónlistarfólk í íslenskum tónlistariðnaði starfar í sveiflukenndum og árstíðabundnum markaði, greiðir skatta og önnur gjöld en sökum eðli starfsins fellur utan öryggisnets samtryggingakerfisins þegar áföll sem þessi dynja á. Þá hefur sjálfstætt starfandi tónlistarfólk hvorki getað nýtt sér að neinu ráði tímabundin úrræði stjórnvalda né efnahagslegar viðspyrnuaðgerðir sem kynntar hafa verið,“ segir í tilkynningu FSST. Félagið kallar eftir aðgerðum til að koma til móts við tekjutap félagsmanna. „Félagsmenn FSST starfa ekki í tómarúmi, á okkur stóla rekstraraðilar tónlistar- og menningarhúsa, opinber og einkarekin, tækjaleigur, sviðsmenn, ljósamenn, hljóðmenn, hárgreiðslu- og förðunarfólk, ljósmyndarar, hönnuðir, auglýsendur og auðvitað fjölmargir aðrir. Sjálfstætt starfandi tónlistarfólk er mikilvægur hlekkur virðiskeðjunnar á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Starfstéttin er í grafalvarlegri stöðu, félagsmenn berjast í bökkum og geta ekki beðið lengur. Það þarf að grípa til aðgerða og það strax því til viðbótar við núverandi stöðu er mikil hætta á brottfalli úr stéttinni og að nýliðun takmarkist mikið með alvarlegum og jafnvel óafturkræfum afleiðingum.“ Landsþekkt stjórn FSST var stofnað 14. ágúst, einkum vegna stöðunnar sem lýst er hér að framan. Félagar eru sjálfstætt starfandi tónlistarfólk í íslenskum tónlistariðnaði og hefur félagið þann megintilgang að „standa vörð um réttindi, gæta hagsmuna og efla samstöðu félagsmanna“, auk þess sem það vill efla skilning á verktakastarfsemi sem ráðandi er í íslenskum tónlistariðnaði. Fyrstu stjórn félagsins skipa landsþekktir tónlistarmenn. Helgi Björnsson er formaður og með honum í stjórn sitja Selma Björnsdóttir, Guðrún Ýr Eyfjörð (GDRN), Guðmundur Óskar Guðmundsson og Bubbi Morthens. Varamenn eru Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigríður Thorlacius. Klippa: Viðtal við Bubba Morthens Klippa: Viðtal við Bubba Morthens
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Kjaramál Fjölmiðlar X977 Bylgjan FM957 Tengdar fréttir „Frústreraður því menningar- og tónlistarviðburðir eru litnir hornauga“ Einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Innipúkans segir að ef frekari samkomutakmarkanir og tveggja metra reglan verði sett aftur í gildi þurfi líklegast að aflýsa eða fresta hátíðinni. 29. júlí 2020 14:30 Sviðnir sviðslistamenn við útdeilingu úr aðgerðapakkanum Tónlistar- og sviðslistamenn ósáttir við hvernig útdeiling á aukafjárveitingu til listamanna skiptist. 13. maí 2020 07:52 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
„Frústreraður því menningar- og tónlistarviðburðir eru litnir hornauga“ Einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Innipúkans segir að ef frekari samkomutakmarkanir og tveggja metra reglan verði sett aftur í gildi þurfi líklegast að aflýsa eða fresta hátíðinni. 29. júlí 2020 14:30
Sviðnir sviðslistamenn við útdeilingu úr aðgerðapakkanum Tónlistar- og sviðslistamenn ósáttir við hvernig útdeiling á aukafjárveitingu til listamanna skiptist. 13. maí 2020 07:52