Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2020 12:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ákvörðun yfirvalda um að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. Þá telur hún ráðstafanir Íslands hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur. Það fyrirkomulag sem nú er við lýði á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi nú í hádeginu. Hann spurði hvort að svo strangar aðgerðir á landamærunum væru virkilega nauðsynlegar. „Við sjáum auðvitað bara þau gögn sem fyrir liggja að annars vegar er faraldurinn í vexti alls staðar í kringum okkur og við erum að sjá fjölgun smita sem greinast á landamærum, bæði í fyrri og seinni skimun. Það eru þessi gögn sem eru undirstaða þeirrar ákvörðunar að framlengja þessar aðgerðir til 6. október og við auðvitað bindum vonir við að getum þá gripið til frekari tilslakana hér innanlands þannig að við séum að lágmarka innanlandsáhrifin af veirunni,“ sagði Katrín og hélt áfram: „Okkar frumskylda er auðvitað að vernda rétt fólks til lífs og heilsu og það hefur verið okkar leiðarljós í gegnum þennan faraldur allan en um leið að lágmarka þessi samfélagslegu og efnahagslegu áhrif. Við teljum það rétta ákvörðun núna að framlengja þessar aðgerðir en hins vegar er unnið að greiningu á hagrænum áhrifum sem við munum eiga von á í næstu viku. Það er sömuleiðis verið að fara yfir þetta lagaumhverfi allt saman og við eigum von á greiningu á því í þessum mánuði. Síðan erum við í samtali við ferðaþjónustuna að skoða hvort einhverjar lausnir eru tiltækar sem við getum þá nýtt til þess að einfalda einhverja ferðaþjónustu með skýrum sóttvarnaráðstöfunum þó,“ sagði forsætisráðherra. Viðtal við hana í heild sinni um málið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Forsætisráðherra ræðir áframhaldandi aðgerðir á landamærunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. Þá telur hún ráðstafanir Íslands hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur. Það fyrirkomulag sem nú er við lýði á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi nú í hádeginu. Hann spurði hvort að svo strangar aðgerðir á landamærunum væru virkilega nauðsynlegar. „Við sjáum auðvitað bara þau gögn sem fyrir liggja að annars vegar er faraldurinn í vexti alls staðar í kringum okkur og við erum að sjá fjölgun smita sem greinast á landamærum, bæði í fyrri og seinni skimun. Það eru þessi gögn sem eru undirstaða þeirrar ákvörðunar að framlengja þessar aðgerðir til 6. október og við auðvitað bindum vonir við að getum þá gripið til frekari tilslakana hér innanlands þannig að við séum að lágmarka innanlandsáhrifin af veirunni,“ sagði Katrín og hélt áfram: „Okkar frumskylda er auðvitað að vernda rétt fólks til lífs og heilsu og það hefur verið okkar leiðarljós í gegnum þennan faraldur allan en um leið að lágmarka þessi samfélagslegu og efnahagslegu áhrif. Við teljum það rétta ákvörðun núna að framlengja þessar aðgerðir en hins vegar er unnið að greiningu á hagrænum áhrifum sem við munum eiga von á í næstu viku. Það er sömuleiðis verið að fara yfir þetta lagaumhverfi allt saman og við eigum von á greiningu á því í þessum mánuði. Síðan erum við í samtali við ferðaþjónustuna að skoða hvort einhverjar lausnir eru tiltækar sem við getum þá nýtt til þess að einfalda einhverja ferðaþjónustu með skýrum sóttvarnaráðstöfunum þó,“ sagði forsætisráðherra. Viðtal við hana í heild sinni um málið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Forsætisráðherra ræðir áframhaldandi aðgerðir á landamærunum
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira