Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. september 2020 20:30 Lögreglan fylgist grannt með vefsíðum sem sýna íslenskt klámfengið efni. Dreifing kláms er ólögleg. Getty Netglæpadeild lögreglunnar hefur til skoðunar nokkrar vefsíður sem innihalda erótískt myndefni af íslenskum konum. Lögregla þarf reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms en hefur ekki fengið upplýsingar um ólöglegt athæfi á samfélagsmiðlinum Only Fans. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji aðgang kynferðislegu myndefni í gegnum samfélagsmiðilinn Only Fans. Miðillinn hefur rutt sér hratt til rúms hér á landi undanfarin misseri en þar greiðir fólk fyrir efni sem þar birtist, hvort sem um er að ræða saklaust efni eða kynferðislegt, og getur óskað sérstaklega eftir efni gegn hærri greiðslu. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá netglæpadeild, segir að ekki leiki grunur á að um að Íslendingar stundi þar vændi. „Við höfum verið að fá fregnir undanfarið um þessa síðu og við höfum í sjálfu sér ekki skoðað hana mikið meira en það. Það þarf að fara inn og sækja upplýsingarnar nema við fáum upplýsingar annars staðar frá, s ef einhver hefur grun um að það sé vændisstarfsemi þarna, að það sé dreifing á klámi. Þá er hægt að koma upplýsingum til okkar.“ Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar.Friðrik Þór Hann segir að nokkrar vefsíður á borð við Only Fans séu til skoðunar. „Það er alls konar efni í gangi sem við erum að fylgjast mjög reglulega með, þar sem hefur verið grunur um barnaníðsefni sem hefur verið fjarlægt að okkar beiðni. Það hafa verið dæmi stafrænt kynferðisofbeldis, þar sem verið er að senda myndir sem hafa verið sendar í góðri trú og fleira.“ Þá segir hann að vændi geti vissulega þrifist í gegnum tölvuskjá. „Ef þetta væri kaup á vændi í gegnum netið, þar sem kynlíf væri stundað, þá myndi ég ekki telja það löglegt – það væri eiginlega prófmál,“ segir Daði og nefnir dæmi frá Bandaríkjunum. „Þar höfum við séð dæmt í málum tilraun til nauðgunar án þess að viðkomandi hafi hist, aðeins í gegnum netið. Þannig að það eru fordæmi fyrir því að það sé verið að dæma án þess að hafa hist físískt. Þá er það kaup á vændi þrátt fyrir að hafa ekki hitt viðkomandi, heldur var kynlífið bara stundað í gegnum netið.“ Samfélagsmiðlar Netglæpir Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Netglæpadeild lögreglunnar hefur til skoðunar nokkrar vefsíður sem innihalda erótískt myndefni af íslenskum konum. Lögregla þarf reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms en hefur ekki fengið upplýsingar um ólöglegt athæfi á samfélagsmiðlinum Only Fans. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji aðgang kynferðislegu myndefni í gegnum samfélagsmiðilinn Only Fans. Miðillinn hefur rutt sér hratt til rúms hér á landi undanfarin misseri en þar greiðir fólk fyrir efni sem þar birtist, hvort sem um er að ræða saklaust efni eða kynferðislegt, og getur óskað sérstaklega eftir efni gegn hærri greiðslu. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá netglæpadeild, segir að ekki leiki grunur á að um að Íslendingar stundi þar vændi. „Við höfum verið að fá fregnir undanfarið um þessa síðu og við höfum í sjálfu sér ekki skoðað hana mikið meira en það. Það þarf að fara inn og sækja upplýsingarnar nema við fáum upplýsingar annars staðar frá, s ef einhver hefur grun um að það sé vændisstarfsemi þarna, að það sé dreifing á klámi. Þá er hægt að koma upplýsingum til okkar.“ Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar.Friðrik Þór Hann segir að nokkrar vefsíður á borð við Only Fans séu til skoðunar. „Það er alls konar efni í gangi sem við erum að fylgjast mjög reglulega með, þar sem hefur verið grunur um barnaníðsefni sem hefur verið fjarlægt að okkar beiðni. Það hafa verið dæmi stafrænt kynferðisofbeldis, þar sem verið er að senda myndir sem hafa verið sendar í góðri trú og fleira.“ Þá segir hann að vændi geti vissulega þrifist í gegnum tölvuskjá. „Ef þetta væri kaup á vændi í gegnum netið, þar sem kynlíf væri stundað, þá myndi ég ekki telja það löglegt – það væri eiginlega prófmál,“ segir Daði og nefnir dæmi frá Bandaríkjunum. „Þar höfum við séð dæmt í málum tilraun til nauðgunar án þess að viðkomandi hafi hist, aðeins í gegnum netið. Þannig að það eru fordæmi fyrir því að það sé verið að dæma án þess að hafa hist físískt. Þá er það kaup á vændi þrátt fyrir að hafa ekki hitt viðkomandi, heldur var kynlífið bara stundað í gegnum netið.“
Samfélagsmiðlar Netglæpir Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira