Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2020 07:50 Slökkviliðsmaður í Kaliforníu horfir á tré sem kviknað hefur í. Tugir þúsunda slökkviliðsmanna hafa verið kallaðir út til að berjast við eldana í nokkrum ríkjum í vesturhluta Bandaríkjanna. AP Photo/Nic Coury Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. Þúsundir heimila hafa eyðilagst og tugir þúsunda neyðst til að yfirgefa heimili sín. Eldarnir hafa nú brennt svæði á stærð við New Jersey, samkvæmt yfirvöldum á svæðinu. Það eru um 22.000 ferkílómetrar. Reykmengunin af völdum eldanna hefur valdið því að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði í heiminum. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforní og Seattle í Washington. Minnst 22 hafa látist af völdum eldanna í Kaliforníu síðan 15. ágúst. Tugir þúsunda íbúa ríkisins hafa þurft að yfirgefa heimili sín og tæplega 15.000 slökkviliðsmenn berjast nú við 28 stóra elda. Í Oregon er svipaða sögu að segja. Minnst 16 stórir eldar loga á svæðinu og 40.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Samkvæmt yfirvöldum hafa 10 látist, en óttast er að tala látinna sé mun hærri. Stærsti eldurinn sem logar þar, í Almeda-sýslu, er rannsakaður sem möguleg íkveikja. Í Washington-ríki eru 15 stórir eldar. Fyrr í vikunni lést eins árs drengur. Foreldar hans liggja þungt haldnir á spítala. Biden skýtur á forsetann vegna ástandsins Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, gerði eldana að umtalsefni sínu í gær. Hann sagði þá stafa af loftslagsbreytingum, sem hann sagði vera „yfirvofandi ógn við tilvist og lifnaðarhætti okkar.“ Þá sakaði Biden mótframbjóðanda sinn, Donald Trump forseta, um að neita að horfast í augu við þann veruleika. Trump hefur ítrekað sagst efast um loftslagsbreytingar af mannavöldum og telur, í það minnsta opinberlega, að eldarnir séu afleiðing lélegrar umhirðu skóga. Trump segir eldana stafa af lélegri umhirðu skóga.AP Photo/Andrew Harnik „Þú verður að þrífa skógana þína. Þar er margra, margra ára virði af laufum og brotnum trjám og þau eru svo eldfim. Ég er búinn að tala um þetta í þrjú ár en það vill enginn hlusta,“ sagði Trump á einum stuðningsmannafunda sinna í síðasta mánuði. Í nóvember 2018 lét Trump hafa eftir sér svipuð ummæli, en þá geisuðu einnig miklir eldar í Kaliforníu. Hann sagði þá að skógareldar væru ekki vandamál í Finnlandi þar sem finnsk stjórnvöld létu raka skógarbotna til að draga úr eldhættu. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, vildi á sínum tíma ekki kannast við þetta og sagði að Trump hefði mögulega misskilið hann á fundi starfsbræðranna 11. nóvember 2018. Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 „Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. Þúsundir heimila hafa eyðilagst og tugir þúsunda neyðst til að yfirgefa heimili sín. Eldarnir hafa nú brennt svæði á stærð við New Jersey, samkvæmt yfirvöldum á svæðinu. Það eru um 22.000 ferkílómetrar. Reykmengunin af völdum eldanna hefur valdið því að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði í heiminum. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforní og Seattle í Washington. Minnst 22 hafa látist af völdum eldanna í Kaliforníu síðan 15. ágúst. Tugir þúsunda íbúa ríkisins hafa þurft að yfirgefa heimili sín og tæplega 15.000 slökkviliðsmenn berjast nú við 28 stóra elda. Í Oregon er svipaða sögu að segja. Minnst 16 stórir eldar loga á svæðinu og 40.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Samkvæmt yfirvöldum hafa 10 látist, en óttast er að tala látinna sé mun hærri. Stærsti eldurinn sem logar þar, í Almeda-sýslu, er rannsakaður sem möguleg íkveikja. Í Washington-ríki eru 15 stórir eldar. Fyrr í vikunni lést eins árs drengur. Foreldar hans liggja þungt haldnir á spítala. Biden skýtur á forsetann vegna ástandsins Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, gerði eldana að umtalsefni sínu í gær. Hann sagði þá stafa af loftslagsbreytingum, sem hann sagði vera „yfirvofandi ógn við tilvist og lifnaðarhætti okkar.“ Þá sakaði Biden mótframbjóðanda sinn, Donald Trump forseta, um að neita að horfast í augu við þann veruleika. Trump hefur ítrekað sagst efast um loftslagsbreytingar af mannavöldum og telur, í það minnsta opinberlega, að eldarnir séu afleiðing lélegrar umhirðu skóga. Trump segir eldana stafa af lélegri umhirðu skóga.AP Photo/Andrew Harnik „Þú verður að þrífa skógana þína. Þar er margra, margra ára virði af laufum og brotnum trjám og þau eru svo eldfim. Ég er búinn að tala um þetta í þrjú ár en það vill enginn hlusta,“ sagði Trump á einum stuðningsmannafunda sinna í síðasta mánuði. Í nóvember 2018 lét Trump hafa eftir sér svipuð ummæli, en þá geisuðu einnig miklir eldar í Kaliforníu. Hann sagði þá að skógareldar væru ekki vandamál í Finnlandi þar sem finnsk stjórnvöld létu raka skógarbotna til að draga úr eldhættu. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, vildi á sínum tíma ekki kannast við þetta og sagði að Trump hefði mögulega misskilið hann á fundi starfsbræðranna 11. nóvember 2018.
Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 „Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11
„Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17