Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2020 08:36 Slökkviliðsmenn í Kaliforníu berjast við gróðureld. EPA/Etienne Laurent Minnst 35 eru látnir vegna þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga eða hafa logað á vesturströnd Bandaríkjanna. Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. Demókratar segja ástandið vera til komið vegna loftslagsbreytinga. Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans segja að slæmri umhirðu skóga og gróðurlendis sé um að kenna. Forsetinn er nú á leið til McClellangarðs í Kaliforníu og þar ætlar hann að hitta Gavin Newsom, ríkisstjóra. Newsom gekk um brunarústir í Kaliforníu á föstudaginn og gagnrýndi hann aðila sem afneita loftslagsbreytingum fyrir „hugmyndafræðilegt kjaftæði“. „Umræðunni um loftslagsbreytingar er lokið. Komdu bara til Kaliforníu og skoðaðu breytingarnar með berum augum,“ sagði Newsom. Samkvæmt AP fréttaveitunni ítrekaði hann að íbúar Kaliforníu hefðu nýverið upplifað heitasta ágústmánuð frá því mælingar hófust og um 14 þúsund eldingar hefðu kveikt hundruð elda í ríkinu. Þar á meðal hefðu fimm af tíu stærstu gróðureldum í sögu Kaliforníu logað á þessu ári. Ríkisstjórar sameinaðir Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, sagði i gær að það væri óþolandi að á sama tíma og íbúar vesturstrandarinnar stæðu frammi fyrir þessum áskorunum, væri forseti Bandaríkjanna, að fara með rangar fullyrðingar um ástandið. Kate Brown, ríkisstjóri Oregon, sagði einnig í gær að ástandið væri til marks um loftslagsbreytingar. Hún sagði að á hefðbundnu ári brenni um hálf milljón ekra að jafnaði. Bara í síðustu viku hefðu milljón ekrur brunnið í ríkinu. Oregon hefði gengið í gegnum mikla þurrka. Hún sagði ástandið vera áminningu um að grípa þyrfti til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Trump hefur lengi haldið því fram að stærsta ástæðan fyrir skógareldum á vesturströnd Bandaríkjanna sé að dauðar greinar og tré séu ekki rakaðar á brott. Umhirða skóga sé ekki nægjanleg. Ítrekaði hann það á kosningafundi í gærkvöldi. Árið 2018 staðhæfði hann að ástæða þess hve fátíðir skógareldar væru í Finnlandi, væri vegna þess að Finnar rökuðu sína skóga. Finnar gerðu mikið grín að ummælum forsetans. Borgarstjóri Los Angeles gagnrýndi ríkisstjórn Bandaríkjanna í gær og sakaði Trump um að sýna ástandinu lítinn áhuga vegna þess hve íbúar vesturstrandarinnar eru vinstri sinnaðir, heilt yfir. „Hann á eftir að koma hingað og segja okkur að hann sé að senda okkur hrífur en ekki meiri hjálp. Við þurfum raunverulega hjálp, ekki byggða á því hvaða flokk við erum skráð í eða hvernig við kusum,“ sagði Eric Garcetti, borgarstjóri Los Angeles, í viðtali á CNN. "This is climate change. Los Angeles Mayor Eric Garcetti pushed back on President Trump's frequent characterization of wildfires, like those currently ravaging the West Coast, as simply a forest management issue. https://t.co/qYqpVe7RuK pic.twitter.com/OqnLWTg7CD— CNN (@CNN) September 13, 2020 Í frétt Politico segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Trump virðist láta pólitík hafa áhrif á ákvarðanir sínar og umræðu. Það hafi hann einnig gert í faraldri nýju kórónuveirunnar. Í upphafi faraldursins hafi hann til að mynda gagnrýnt Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, ítrekað. Í kjölfarið hefur hann sömuleiðis gagnrýnt aðra demókrata harðlega og ítrekað sakað þá um að bregðast íbúum varðandi faraldurinn. Þá hafa fregnir borist af því að starfsmenn Hvíta hússins hafi þar að auki ákveðið fyrr á árinu að draga úr viðbrögðum vegna faraldursins þar sem hann kom þá verst niður á íbúum ríkja þar sem ríkisstjórar voru Demókratar. Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hræðast að óveður muni dreifa enn frekar úr eldunum Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út rauða viðvörun vegna mikils óveðurs sem nálgast nú vesturströnd landsins. Veðrið boðar ekki gott, en miklum vindum og engri rigningu er spáð, og talið er að gróðureldarnir sem þar geisa muni dreifast enn meira. 13. september 2020 20:49 Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50 Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira
Minnst 35 eru látnir vegna þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga eða hafa logað á vesturströnd Bandaríkjanna. Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. Demókratar segja ástandið vera til komið vegna loftslagsbreytinga. Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans segja að slæmri umhirðu skóga og gróðurlendis sé um að kenna. Forsetinn er nú á leið til McClellangarðs í Kaliforníu og þar ætlar hann að hitta Gavin Newsom, ríkisstjóra. Newsom gekk um brunarústir í Kaliforníu á föstudaginn og gagnrýndi hann aðila sem afneita loftslagsbreytingum fyrir „hugmyndafræðilegt kjaftæði“. „Umræðunni um loftslagsbreytingar er lokið. Komdu bara til Kaliforníu og skoðaðu breytingarnar með berum augum,“ sagði Newsom. Samkvæmt AP fréttaveitunni ítrekaði hann að íbúar Kaliforníu hefðu nýverið upplifað heitasta ágústmánuð frá því mælingar hófust og um 14 þúsund eldingar hefðu kveikt hundruð elda í ríkinu. Þar á meðal hefðu fimm af tíu stærstu gróðureldum í sögu Kaliforníu logað á þessu ári. Ríkisstjórar sameinaðir Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, sagði i gær að það væri óþolandi að á sama tíma og íbúar vesturstrandarinnar stæðu frammi fyrir þessum áskorunum, væri forseti Bandaríkjanna, að fara með rangar fullyrðingar um ástandið. Kate Brown, ríkisstjóri Oregon, sagði einnig í gær að ástandið væri til marks um loftslagsbreytingar. Hún sagði að á hefðbundnu ári brenni um hálf milljón ekra að jafnaði. Bara í síðustu viku hefðu milljón ekrur brunnið í ríkinu. Oregon hefði gengið í gegnum mikla þurrka. Hún sagði ástandið vera áminningu um að grípa þyrfti til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Trump hefur lengi haldið því fram að stærsta ástæðan fyrir skógareldum á vesturströnd Bandaríkjanna sé að dauðar greinar og tré séu ekki rakaðar á brott. Umhirða skóga sé ekki nægjanleg. Ítrekaði hann það á kosningafundi í gærkvöldi. Árið 2018 staðhæfði hann að ástæða þess hve fátíðir skógareldar væru í Finnlandi, væri vegna þess að Finnar rökuðu sína skóga. Finnar gerðu mikið grín að ummælum forsetans. Borgarstjóri Los Angeles gagnrýndi ríkisstjórn Bandaríkjanna í gær og sakaði Trump um að sýna ástandinu lítinn áhuga vegna þess hve íbúar vesturstrandarinnar eru vinstri sinnaðir, heilt yfir. „Hann á eftir að koma hingað og segja okkur að hann sé að senda okkur hrífur en ekki meiri hjálp. Við þurfum raunverulega hjálp, ekki byggða á því hvaða flokk við erum skráð í eða hvernig við kusum,“ sagði Eric Garcetti, borgarstjóri Los Angeles, í viðtali á CNN. "This is climate change. Los Angeles Mayor Eric Garcetti pushed back on President Trump's frequent characterization of wildfires, like those currently ravaging the West Coast, as simply a forest management issue. https://t.co/qYqpVe7RuK pic.twitter.com/OqnLWTg7CD— CNN (@CNN) September 13, 2020 Í frétt Politico segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Trump virðist láta pólitík hafa áhrif á ákvarðanir sínar og umræðu. Það hafi hann einnig gert í faraldri nýju kórónuveirunnar. Í upphafi faraldursins hafi hann til að mynda gagnrýnt Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, ítrekað. Í kjölfarið hefur hann sömuleiðis gagnrýnt aðra demókrata harðlega og ítrekað sakað þá um að bregðast íbúum varðandi faraldurinn. Þá hafa fregnir borist af því að starfsmenn Hvíta hússins hafi þar að auki ákveðið fyrr á árinu að draga úr viðbrögðum vegna faraldursins þar sem hann kom þá verst niður á íbúum ríkja þar sem ríkisstjórar voru Demókratar.
Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hræðast að óveður muni dreifa enn frekar úr eldunum Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út rauða viðvörun vegna mikils óveðurs sem nálgast nú vesturströnd landsins. Veðrið boðar ekki gott, en miklum vindum og engri rigningu er spáð, og talið er að gróðureldarnir sem þar geisa muni dreifast enn meira. 13. september 2020 20:49 Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50 Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira
Hræðast að óveður muni dreifa enn frekar úr eldunum Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út rauða viðvörun vegna mikils óveðurs sem nálgast nú vesturströnd landsins. Veðrið boðar ekki gott, en miklum vindum og engri rigningu er spáð, og talið er að gróðureldarnir sem þar geisa muni dreifast enn meira. 13. september 2020 20:49
Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50
Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11
Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55