Vanmáttartilfinningin sigruð Brynhildur Bolladóttir skrifar 15. september 2020 14:30 Mörg okkar hafa fylgst með fréttum sl. daga og fundið fyrir kunnuglegri vanmáttartilfinningu sem gerir alltof oft vart við sig. Fregnir af brottvísun fjölskyldu frá landinu nísta inn að hjartarótum, myndir af eldum sem geisa í Moria búðunum í Grikklandi eru óhugsandi. Börn flýja eina heimilið sem þau þekkja, tjaldbúðir með þúsundum annarra þar sem 167 einstaklingar deila klósetti og 242 sturtu. Stundum hugsa ég um hvernig mér hefur liðið að lokinni útilegu eða ferð á tónlistarhátíð, þar sem ég fór í þeim eina tilgangi að hafa gaman en hef alltaf þakkað fyrir rúmið mitt og sturtuna að skemmtun lokinni. Fólk sem býr í flóttamannabúðum er svo sannarlega ekki í skemmtiferð og það veit ekkert hvar heima verður í framtíðinni. Það eygir von um að eignast betra líf á friðsælum stað, en allra helst myndi það vilja búa þar sem það átti heima. Þar sem það átti vini og fjölskyldu, menninguna sína og lífsviðurværi. En öryggi heimilisins eða jafnvel landsins alls var ógnað svo það lagði á flótta og býr nú í ómannsæmandi aðstæðum. Fréttamyndir frá Sýrlandi, Jemen, Palestínu, Grikklandi og Miðjarðarhafinu og fleiri og fleiri löndum sitja í mér. Hvað get ég gert héðan af heimili mínu í Laugardalnum? Úr vinnunni minni í Efstaleiti í litlu Reykjavík? Mörg grípa til aðgerða, fara erlendis sem sendifulltrúar á vegum félaga líkt og Rauða krossins eða annarra. Ekki öll hafa tækifæri, vilja eða getu til þess að aðstoða á vettvangi enda reynir það virkilega á líkama og sál en það eru hins vegar ótal tækifæri til þess að styðja við fólk og rétta út hjálparhönd. Láta gott af sér leiða en læra líka óskaplega margt í leiðinni. Eitt það gagnlegasta sem þú getur gert er að gerast sjálfboðaliði og styðja fólk sem komið er hingað til lands í leit að vernd. Rauði krossinn er með fjölmörg verkefni um allt land sem snúa m.a. að því að veita aðstoð en ekki síst vináttu til fólks sem flúið hefur heimkynni sín. Þá eru einnig ýmis verkefni sem snúa að því að koma í veg fyrir einmanaleika og fleira. Tími er gjarnan af skornum skammti en sjálfboðaliðastarf gefur fólki oftast mun meira en það tekur og lærdómurinn, gleðin og ánægjan skila sér. Kannski er líka bara hægt að horfa saman á Netflix í staðinn fyrir að gera það ein? Látum þetta verða haustið þar sem við sigrum vanmáttartilfinninguna og gerum eitthvað í því að gera heiminn að betri stað. Skráðu þig sem sjálfboðaliða strax í dag á raudikrossinn.is Sjálfboðastarf þitt getur breytt lífum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Bolladóttir Hælisleitendur Félagasamtök Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mörg okkar hafa fylgst með fréttum sl. daga og fundið fyrir kunnuglegri vanmáttartilfinningu sem gerir alltof oft vart við sig. Fregnir af brottvísun fjölskyldu frá landinu nísta inn að hjartarótum, myndir af eldum sem geisa í Moria búðunum í Grikklandi eru óhugsandi. Börn flýja eina heimilið sem þau þekkja, tjaldbúðir með þúsundum annarra þar sem 167 einstaklingar deila klósetti og 242 sturtu. Stundum hugsa ég um hvernig mér hefur liðið að lokinni útilegu eða ferð á tónlistarhátíð, þar sem ég fór í þeim eina tilgangi að hafa gaman en hef alltaf þakkað fyrir rúmið mitt og sturtuna að skemmtun lokinni. Fólk sem býr í flóttamannabúðum er svo sannarlega ekki í skemmtiferð og það veit ekkert hvar heima verður í framtíðinni. Það eygir von um að eignast betra líf á friðsælum stað, en allra helst myndi það vilja búa þar sem það átti heima. Þar sem það átti vini og fjölskyldu, menninguna sína og lífsviðurværi. En öryggi heimilisins eða jafnvel landsins alls var ógnað svo það lagði á flótta og býr nú í ómannsæmandi aðstæðum. Fréttamyndir frá Sýrlandi, Jemen, Palestínu, Grikklandi og Miðjarðarhafinu og fleiri og fleiri löndum sitja í mér. Hvað get ég gert héðan af heimili mínu í Laugardalnum? Úr vinnunni minni í Efstaleiti í litlu Reykjavík? Mörg grípa til aðgerða, fara erlendis sem sendifulltrúar á vegum félaga líkt og Rauða krossins eða annarra. Ekki öll hafa tækifæri, vilja eða getu til þess að aðstoða á vettvangi enda reynir það virkilega á líkama og sál en það eru hins vegar ótal tækifæri til þess að styðja við fólk og rétta út hjálparhönd. Láta gott af sér leiða en læra líka óskaplega margt í leiðinni. Eitt það gagnlegasta sem þú getur gert er að gerast sjálfboðaliði og styðja fólk sem komið er hingað til lands í leit að vernd. Rauði krossinn er með fjölmörg verkefni um allt land sem snúa m.a. að því að veita aðstoð en ekki síst vináttu til fólks sem flúið hefur heimkynni sín. Þá eru einnig ýmis verkefni sem snúa að því að koma í veg fyrir einmanaleika og fleira. Tími er gjarnan af skornum skammti en sjálfboðaliðastarf gefur fólki oftast mun meira en það tekur og lærdómurinn, gleðin og ánægjan skila sér. Kannski er líka bara hægt að horfa saman á Netflix í staðinn fyrir að gera það ein? Látum þetta verða haustið þar sem við sigrum vanmáttartilfinninguna og gerum eitthvað í því að gera heiminn að betri stað. Skráðu þig sem sjálfboðaliða strax í dag á raudikrossinn.is Sjálfboðastarf þitt getur breytt lífum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar