Hvar er frjálslyndið? Starri Reynisson skrifar 15. september 2020 22:00 Innflytjendur og flóttamenn auðga íslenskt samfélag, hvort sem horft er á menningarlega eða efnahagslega þætti. Þeir bæta matarmenningu, flytja með sér þekkingu, taka þátt í nýsköpun og skila heilmiklu til samfélagsins í formi vinnu og skatta. Samfélag þar sem lækkandi fæðingartíðni er staðreynd hefur ekki efni á því að hafna fólki sem langar að taka þátt í því. Við eigum að vera þakklát, sýna mannúð og taka fólki opnum örmum, þannig byggjum við frjálslynt, opið samfélag til lengri tíma. Síðan 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn óslitið farið með stjórn í málefnum útlendinga, innflytjenda og flóttamanna. Það verður seint sagt að sú stefna sem keyrð hefur verið á þeim tíma sé frjálslynd eða mannúðleg. Fólki, einstaklingum, fjölskyldum og börnum er ítrekað vísað úr landi jafnvel þó þau hafi dvalið hér í talsvert langan tíma, aðlagast vel, kunni vel við sig og vilji leggja til samfélagsins. Dómsmálaráðherra kveðst ekki ætla að skipta sér af einstökum málum, henni finnst ótækt að breyta reglugerð til þess eins að „bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla”. Þau „einstöku mál” sem hafa komið upp á síðustu árum eru þó orðin það mörg að ekki er hægt að efast um að lagaramminn sé meingallaður. Krafan og þörfin fyrir mannúðlegri og frjálslyndari löggjöf sem gerir þeim sem vilja kleift að koma hingað, setjast að, festa rætur og taka þátt í samfélaginu er skýr. Þegar nýr, ungur ráðherra sem hefur alla tíð spyrt sig við frjálslynda hugmyndafræði tók við málaflokknum fyrr á þessu kjörtímabili bundu ég og fleiri vonir við að málin myndu þokast til betri vegar. Það hefur ekki orðið, heldur hefur hún viðhaldið mannvonskulegri íhaldsstefnu forvera sinna. Það er því ekki nema von að spurt sé, Áslaug, hvar er frjálslyndið? Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Starri Reynisson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Innflytjendur og flóttamenn auðga íslenskt samfélag, hvort sem horft er á menningarlega eða efnahagslega þætti. Þeir bæta matarmenningu, flytja með sér þekkingu, taka þátt í nýsköpun og skila heilmiklu til samfélagsins í formi vinnu og skatta. Samfélag þar sem lækkandi fæðingartíðni er staðreynd hefur ekki efni á því að hafna fólki sem langar að taka þátt í því. Við eigum að vera þakklát, sýna mannúð og taka fólki opnum örmum, þannig byggjum við frjálslynt, opið samfélag til lengri tíma. Síðan 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn óslitið farið með stjórn í málefnum útlendinga, innflytjenda og flóttamanna. Það verður seint sagt að sú stefna sem keyrð hefur verið á þeim tíma sé frjálslynd eða mannúðleg. Fólki, einstaklingum, fjölskyldum og börnum er ítrekað vísað úr landi jafnvel þó þau hafi dvalið hér í talsvert langan tíma, aðlagast vel, kunni vel við sig og vilji leggja til samfélagsins. Dómsmálaráðherra kveðst ekki ætla að skipta sér af einstökum málum, henni finnst ótækt að breyta reglugerð til þess eins að „bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla”. Þau „einstöku mál” sem hafa komið upp á síðustu árum eru þó orðin það mörg að ekki er hægt að efast um að lagaramminn sé meingallaður. Krafan og þörfin fyrir mannúðlegri og frjálslyndari löggjöf sem gerir þeim sem vilja kleift að koma hingað, setjast að, festa rætur og taka þátt í samfélaginu er skýr. Þegar nýr, ungur ráðherra sem hefur alla tíð spyrt sig við frjálslynda hugmyndafræði tók við málaflokknum fyrr á þessu kjörtímabili bundu ég og fleiri vonir við að málin myndu þokast til betri vegar. Það hefur ekki orðið, heldur hefur hún viðhaldið mannvonskulegri íhaldsstefnu forvera sinna. Það er því ekki nema von að spurt sé, Áslaug, hvar er frjálslyndið? Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar