Síbrotamaður í umferðinni taldi lögreglu leggja sig í einelti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2020 14:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem dæmdur hefur verið í fangelsi fyrir að hafa ekið tíu sinnum sviptur ökuréttindum og einu sinni undir áhrifum áfengis taldi að lögreglumenn væru að leggja hann í einelti fyrir ítrekuð afskipti af honum. Lögreglumenn sögðu manninn hafa sagt þeim að hann myndi aldrei hætta að aka bifreið, jafn vel þó það myndi leiða til þess að hann yrði dæmdur í fangelsi. Alls var maðurinn ákærður fyrir þrettán umferðarlagabrot sem öll tengdust því að hann var grunaður um að hafa ekið bíl sviptur ökuréttindum auk eins skiptis undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi féll ákæruvaldið reyndar frá tveimur ákæruliðum, þannig að eftir stóðu tíu skipti þar sem maðurinn var grunaður um akstur án ökuréttinda og eitt skipti þar sem hann var grunaður um ölvunarakstur. Maðurinn játaði sjö af ákæruliðunum en þvertók fyrir að hafa í þrjú skipti ekið sviptur ökuréttindum og að hafa ekið einu sinni undir áhrifum áfengis. Í eitt skipti var maðurinn ósáttur við afskipti lögreglu sem höfðu þá fylgst með manninum aka á bílastæði við Krónuna í Hafnarfirði. Nokkrum dögum áður hafði lögregla einnig haft afskipti af manninum fyrir að aka sviptur ökuréttindum og því könnuðust lögreglumenn við kauða. Hann var hins vegar ósáttur við afskiptin og sagði að lögreglan legði sig í einelti. Fyrir dómi sagðist lögreglumaður kannast vel við ökumanninn þar sem hann hafi þurft að hafa afskipti af honum í átta til tíu skipti fyrir ölvunarakstur eða akstur sviptur ökuréttindum. Ökumaðurinn hefði meðal annars sagt honum að hann myndi aldrei hætta ð aka bifreið, jafnvel þótt hann yrði að endingu dæmdur í fangelsi fyrir það. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð mannsins ótrúverðugan samanborið við trúverðugan framburð þeirra lögreglumanna sem báru vitni fyrir dómi. Var maðurinn því sakfelldur fyrir þá ákæruliði sem hann hafði ekki nú þegar játað. Var maðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsi auk þess að hann hefur verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Karlmaður sem dæmdur hefur verið í fangelsi fyrir að hafa ekið tíu sinnum sviptur ökuréttindum og einu sinni undir áhrifum áfengis taldi að lögreglumenn væru að leggja hann í einelti fyrir ítrekuð afskipti af honum. Lögreglumenn sögðu manninn hafa sagt þeim að hann myndi aldrei hætta að aka bifreið, jafn vel þó það myndi leiða til þess að hann yrði dæmdur í fangelsi. Alls var maðurinn ákærður fyrir þrettán umferðarlagabrot sem öll tengdust því að hann var grunaður um að hafa ekið bíl sviptur ökuréttindum auk eins skiptis undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi féll ákæruvaldið reyndar frá tveimur ákæruliðum, þannig að eftir stóðu tíu skipti þar sem maðurinn var grunaður um akstur án ökuréttinda og eitt skipti þar sem hann var grunaður um ölvunarakstur. Maðurinn játaði sjö af ákæruliðunum en þvertók fyrir að hafa í þrjú skipti ekið sviptur ökuréttindum og að hafa ekið einu sinni undir áhrifum áfengis. Í eitt skipti var maðurinn ósáttur við afskipti lögreglu sem höfðu þá fylgst með manninum aka á bílastæði við Krónuna í Hafnarfirði. Nokkrum dögum áður hafði lögregla einnig haft afskipti af manninum fyrir að aka sviptur ökuréttindum og því könnuðust lögreglumenn við kauða. Hann var hins vegar ósáttur við afskiptin og sagði að lögreglan legði sig í einelti. Fyrir dómi sagðist lögreglumaður kannast vel við ökumanninn þar sem hann hafi þurft að hafa afskipti af honum í átta til tíu skipti fyrir ölvunarakstur eða akstur sviptur ökuréttindum. Ökumaðurinn hefði meðal annars sagt honum að hann myndi aldrei hætta ð aka bifreið, jafnvel þótt hann yrði að endingu dæmdur í fangelsi fyrir það. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð mannsins ótrúverðugan samanborið við trúverðugan framburð þeirra lögreglumanna sem báru vitni fyrir dómi. Var maðurinn því sakfelldur fyrir þá ákæruliði sem hann hafði ekki nú þegar játað. Var maðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsi auk þess að hann hefur verið sviptur ökuréttindum ævilangt.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira