Síbrotamaður í umferðinni taldi lögreglu leggja sig í einelti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2020 14:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem dæmdur hefur verið í fangelsi fyrir að hafa ekið tíu sinnum sviptur ökuréttindum og einu sinni undir áhrifum áfengis taldi að lögreglumenn væru að leggja hann í einelti fyrir ítrekuð afskipti af honum. Lögreglumenn sögðu manninn hafa sagt þeim að hann myndi aldrei hætta að aka bifreið, jafn vel þó það myndi leiða til þess að hann yrði dæmdur í fangelsi. Alls var maðurinn ákærður fyrir þrettán umferðarlagabrot sem öll tengdust því að hann var grunaður um að hafa ekið bíl sviptur ökuréttindum auk eins skiptis undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi féll ákæruvaldið reyndar frá tveimur ákæruliðum, þannig að eftir stóðu tíu skipti þar sem maðurinn var grunaður um akstur án ökuréttinda og eitt skipti þar sem hann var grunaður um ölvunarakstur. Maðurinn játaði sjö af ákæruliðunum en þvertók fyrir að hafa í þrjú skipti ekið sviptur ökuréttindum og að hafa ekið einu sinni undir áhrifum áfengis. Í eitt skipti var maðurinn ósáttur við afskipti lögreglu sem höfðu þá fylgst með manninum aka á bílastæði við Krónuna í Hafnarfirði. Nokkrum dögum áður hafði lögregla einnig haft afskipti af manninum fyrir að aka sviptur ökuréttindum og því könnuðust lögreglumenn við kauða. Hann var hins vegar ósáttur við afskiptin og sagði að lögreglan legði sig í einelti. Fyrir dómi sagðist lögreglumaður kannast vel við ökumanninn þar sem hann hafi þurft að hafa afskipti af honum í átta til tíu skipti fyrir ölvunarakstur eða akstur sviptur ökuréttindum. Ökumaðurinn hefði meðal annars sagt honum að hann myndi aldrei hætta ð aka bifreið, jafnvel þótt hann yrði að endingu dæmdur í fangelsi fyrir það. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð mannsins ótrúverðugan samanborið við trúverðugan framburð þeirra lögreglumanna sem báru vitni fyrir dómi. Var maðurinn því sakfelldur fyrir þá ákæruliði sem hann hafði ekki nú þegar játað. Var maðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsi auk þess að hann hefur verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Karlmaður sem dæmdur hefur verið í fangelsi fyrir að hafa ekið tíu sinnum sviptur ökuréttindum og einu sinni undir áhrifum áfengis taldi að lögreglumenn væru að leggja hann í einelti fyrir ítrekuð afskipti af honum. Lögreglumenn sögðu manninn hafa sagt þeim að hann myndi aldrei hætta að aka bifreið, jafn vel þó það myndi leiða til þess að hann yrði dæmdur í fangelsi. Alls var maðurinn ákærður fyrir þrettán umferðarlagabrot sem öll tengdust því að hann var grunaður um að hafa ekið bíl sviptur ökuréttindum auk eins skiptis undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi féll ákæruvaldið reyndar frá tveimur ákæruliðum, þannig að eftir stóðu tíu skipti þar sem maðurinn var grunaður um akstur án ökuréttinda og eitt skipti þar sem hann var grunaður um ölvunarakstur. Maðurinn játaði sjö af ákæruliðunum en þvertók fyrir að hafa í þrjú skipti ekið sviptur ökuréttindum og að hafa ekið einu sinni undir áhrifum áfengis. Í eitt skipti var maðurinn ósáttur við afskipti lögreglu sem höfðu þá fylgst með manninum aka á bílastæði við Krónuna í Hafnarfirði. Nokkrum dögum áður hafði lögregla einnig haft afskipti af manninum fyrir að aka sviptur ökuréttindum og því könnuðust lögreglumenn við kauða. Hann var hins vegar ósáttur við afskiptin og sagði að lögreglan legði sig í einelti. Fyrir dómi sagðist lögreglumaður kannast vel við ökumanninn þar sem hann hafi þurft að hafa afskipti af honum í átta til tíu skipti fyrir ölvunarakstur eða akstur sviptur ökuréttindum. Ökumaðurinn hefði meðal annars sagt honum að hann myndi aldrei hætta ð aka bifreið, jafnvel þótt hann yrði að endingu dæmdur í fangelsi fyrir það. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð mannsins ótrúverðugan samanborið við trúverðugan framburð þeirra lögreglumanna sem báru vitni fyrir dómi. Var maðurinn því sakfelldur fyrir þá ákæruliði sem hann hafði ekki nú þegar játað. Var maðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsi auk þess að hann hefur verið sviptur ökuréttindum ævilangt.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira