Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-23 | Heimamenn sterkari Andri Már Eggertsson skrifar 19. september 2020 20:15 Baráttan í leiknum í dag. vísir/vilhelm Haukar unnu góðan sigur á ÍBV í lokaleik annarar umferðar. Haukar byrjuðu leikinn af krafti og litu aldrei um öxl og endaði leikurinn með sjö marka sigri 30-23. Haukar voru með öll völd á vellinum til að byrja með leiks. Haukar komust fljótt í 4-0 forystu það kom í hlut Sigtryggs Daða að opna markareikning ÍBV en þeir áttu í erfiðleikum með að koma boltanum framhjá Björgvini Páli. Haukar héldu sínum góða leik áfram sem neyddi Erling og Kristinn í leikhlé þegar staðan var orðinn 8-2 fyrir Hauka. Kári Kristján Kristjánsson var ekki á því að láta Haukana valta yfir sig og var það hans hlutverk að koma ÍBV aftur inn í leikinn. Vörn Hauka átti í erfiðleikum með hann á línunni og fóru útispilarar ÍBV að finna hann oftar sem dróg á leikinn og gerði Kári 4 mörk í fyrri hálfleik. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega og settu smá pressu á Haukana til að byrja með þegar Hákon Daði skoraði tvö mörk í röð og minnkaði muninn í 16-13. Haukar svöruðu þeim kafla með góðri markvörslu og hraðahlaupum. ÍBV tekur leikhlé í stöðunni 20-15 þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum breyttu þá skipulagi sínu og settu aukamann í sóknina sem gerði lítið sem ekkert og gengu Haukarnir þá frá þessum leik sem endaði með sjö marka sigri. Af hverju vann Haukar? Haukar byrjuðu leikinn fullkomlega þeir voru mjög góðir varnarlega sem gerði ÍBV erfitt fyrir og refsuðu þeim í kjölfarið. Þeir fengu framlag frá mörgum leikmönnum sóknarlega og leystu þeir framliggjandi vörumerkja vörn ÍBV mjög vel sem skilaði þeim mörgum dauðafærum. ÍBV átti í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá Björgvini Páli sem varði einsog berserkur í markinu. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll Gústavsson var frábær í marki Hauka hann endaði á að verja 21 skot sem skilaði einnig mörku úr hraðahlaupum sem Orri Freyr Þorkelsson nýtti sér sem átti einnig mjög góðan leik og endaði hann með 8 mörk úr 10 skotum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV var ekki góður þeir áttu í miklum vandræðum með að finna glufur gegnum hávaxna og þétta vörn Hauka sem endaði oft með þvinguðum skotum sem Björgvin varði. Helstu leikmenn ÍBV í útilínunni náðu sér aldrei á strik Dagur, Sigtryggur, Ásgeir Snær og Fannar Þór skoruðu samtals 4 mörk sem er enginn frammistaða frá þessum strákum. Vítanýting Hauka er eitthvað sem þeir þurfa að laga hjá sér þeir klikkuðu af fjórum vítum sem er afar sjaldséð í þeirra leik. Hvað er framundan? Ef tekið er mið á því að allt stöðvist ekki í heimi íþrótta vegna ástandsins í samfélaginu þá fara Haukar í TM höllina og mæta Stjörnunni næsta föstudag klukkan 20:00 og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það verður risaleikur í Vestmannaeyjum þegar Valsarar mæta og etja kappi við ÍBV laugardaginn næsta klukkan 17:30 og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport. Aron Kristjánsson: Varnarleikurinn byggði upp það örryggi sem kláraði þennan leik „Ég er mjög ánægður með leikinn við spiluðum góðan varnarleik sem og sóknarleik þar sem við vorum mjög hættulegir í seinni bylgjunni við náðum einnig góðum lausnum á móti þeirra 5-1 vörn og við skoruðum 30 mörk og klikkuðum á fjöldan allan af vítum,” sagði Aron kátur með sitt lið. „ÍBV eru mjög góðir í því að finna línuna og fundu hana full oft í fyrri hálfleik sem við leystum ágætlega þegar leið á leikinn og þvinguðum við þá í að setja aukamann inná,” sagði Aron um leik Kára Kristjáns í ÍBV. Aron fannst hans menn hleypa ÍBV heldur mikið inn í leikinn þegar þeir voru að flýta sér sóknarlega sem endaði oft í tæknifeilum eða klikkuðum skotum en varnarleikurinn var þeirra örryggi sem byggði upp forskotið aftur. Kristinn Guðmundsson: Sóknarlega vorum við alltof hræddir „Við komum of flatir inn í þennan leik og þeir skora þá fimm mörk á fimm mínútum og vorum við flatir andlega líka,” sagði Kristinn og bætti við að hans menn virkuðu úrræðalausir. „Við erum of hræddir í okkar sóknarleik við látum ekki boltann fljóta nógu vel og voru menn mjög óöryggir sem skilaði oft óþarfa drippli og menn þorðu ekki að skjóta sem þýðir að við eigum verk að vinna fyrir höndum sem er ekki óeðlilegt en þó vildi ég að menn hefðu meiri trú á því sem þeir voru að gera þeir voru mikið að bakka úr sínum aðgerðum,” sagði Kristinn fúll eftir frammistöðu síns liðs. Útilína ÍBV skilaði litlu sem engu framlagi í mörkum ÍBV liðsins og var það helst horna og línu spilið sem var að tikka inn mörkum fyrir ÍBV. „þeir standa frekar flatir á okkur og pössuðu Kára vel, þá hefði átt að vera gott flot á boltanum til að koma sér í eyðurnar sem myndast þegar þú stendur á Kára sem við gerðum ekki og tókum ekki frumkvæði sóknarlega og ef þú tapar því stríði við Hauka þá ertu í vandræðum.” Olís-deild karla Haukar ÍBV
Haukar unnu góðan sigur á ÍBV í lokaleik annarar umferðar. Haukar byrjuðu leikinn af krafti og litu aldrei um öxl og endaði leikurinn með sjö marka sigri 30-23. Haukar voru með öll völd á vellinum til að byrja með leiks. Haukar komust fljótt í 4-0 forystu það kom í hlut Sigtryggs Daða að opna markareikning ÍBV en þeir áttu í erfiðleikum með að koma boltanum framhjá Björgvini Páli. Haukar héldu sínum góða leik áfram sem neyddi Erling og Kristinn í leikhlé þegar staðan var orðinn 8-2 fyrir Hauka. Kári Kristján Kristjánsson var ekki á því að láta Haukana valta yfir sig og var það hans hlutverk að koma ÍBV aftur inn í leikinn. Vörn Hauka átti í erfiðleikum með hann á línunni og fóru útispilarar ÍBV að finna hann oftar sem dróg á leikinn og gerði Kári 4 mörk í fyrri hálfleik. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega og settu smá pressu á Haukana til að byrja með þegar Hákon Daði skoraði tvö mörk í röð og minnkaði muninn í 16-13. Haukar svöruðu þeim kafla með góðri markvörslu og hraðahlaupum. ÍBV tekur leikhlé í stöðunni 20-15 þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum breyttu þá skipulagi sínu og settu aukamann í sóknina sem gerði lítið sem ekkert og gengu Haukarnir þá frá þessum leik sem endaði með sjö marka sigri. Af hverju vann Haukar? Haukar byrjuðu leikinn fullkomlega þeir voru mjög góðir varnarlega sem gerði ÍBV erfitt fyrir og refsuðu þeim í kjölfarið. Þeir fengu framlag frá mörgum leikmönnum sóknarlega og leystu þeir framliggjandi vörumerkja vörn ÍBV mjög vel sem skilaði þeim mörgum dauðafærum. ÍBV átti í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá Björgvini Páli sem varði einsog berserkur í markinu. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll Gústavsson var frábær í marki Hauka hann endaði á að verja 21 skot sem skilaði einnig mörku úr hraðahlaupum sem Orri Freyr Þorkelsson nýtti sér sem átti einnig mjög góðan leik og endaði hann með 8 mörk úr 10 skotum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV var ekki góður þeir áttu í miklum vandræðum með að finna glufur gegnum hávaxna og þétta vörn Hauka sem endaði oft með þvinguðum skotum sem Björgvin varði. Helstu leikmenn ÍBV í útilínunni náðu sér aldrei á strik Dagur, Sigtryggur, Ásgeir Snær og Fannar Þór skoruðu samtals 4 mörk sem er enginn frammistaða frá þessum strákum. Vítanýting Hauka er eitthvað sem þeir þurfa að laga hjá sér þeir klikkuðu af fjórum vítum sem er afar sjaldséð í þeirra leik. Hvað er framundan? Ef tekið er mið á því að allt stöðvist ekki í heimi íþrótta vegna ástandsins í samfélaginu þá fara Haukar í TM höllina og mæta Stjörnunni næsta föstudag klukkan 20:00 og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það verður risaleikur í Vestmannaeyjum þegar Valsarar mæta og etja kappi við ÍBV laugardaginn næsta klukkan 17:30 og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport. Aron Kristjánsson: Varnarleikurinn byggði upp það örryggi sem kláraði þennan leik „Ég er mjög ánægður með leikinn við spiluðum góðan varnarleik sem og sóknarleik þar sem við vorum mjög hættulegir í seinni bylgjunni við náðum einnig góðum lausnum á móti þeirra 5-1 vörn og við skoruðum 30 mörk og klikkuðum á fjöldan allan af vítum,” sagði Aron kátur með sitt lið. „ÍBV eru mjög góðir í því að finna línuna og fundu hana full oft í fyrri hálfleik sem við leystum ágætlega þegar leið á leikinn og þvinguðum við þá í að setja aukamann inná,” sagði Aron um leik Kára Kristjáns í ÍBV. Aron fannst hans menn hleypa ÍBV heldur mikið inn í leikinn þegar þeir voru að flýta sér sóknarlega sem endaði oft í tæknifeilum eða klikkuðum skotum en varnarleikurinn var þeirra örryggi sem byggði upp forskotið aftur. Kristinn Guðmundsson: Sóknarlega vorum við alltof hræddir „Við komum of flatir inn í þennan leik og þeir skora þá fimm mörk á fimm mínútum og vorum við flatir andlega líka,” sagði Kristinn og bætti við að hans menn virkuðu úrræðalausir. „Við erum of hræddir í okkar sóknarleik við látum ekki boltann fljóta nógu vel og voru menn mjög óöryggir sem skilaði oft óþarfa drippli og menn þorðu ekki að skjóta sem þýðir að við eigum verk að vinna fyrir höndum sem er ekki óeðlilegt en þó vildi ég að menn hefðu meiri trú á því sem þeir voru að gera þeir voru mikið að bakka úr sínum aðgerðum,” sagði Kristinn fúll eftir frammistöðu síns liðs. Útilína ÍBV skilaði litlu sem engu framlagi í mörkum ÍBV liðsins og var það helst horna og línu spilið sem var að tikka inn mörkum fyrir ÍBV. „þeir standa frekar flatir á okkur og pössuðu Kára vel, þá hefði átt að vera gott flot á boltanum til að koma sér í eyðurnar sem myndast þegar þú stendur á Kára sem við gerðum ekki og tókum ekki frumkvæði sóknarlega og ef þú tapar því stríði við Hauka þá ertu í vandræðum.”
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti