Fyrstu tvær keppnisgreinarnar á Heimsleikunum í CrossFit er lokið. Íslensku keppendurnir eru töluvert frá toppnum þegar fimm keppnisgreinar eru eftir.
Björgvin Karl Guðmundsson er sem stendur í 9. sæti karlamegin en Mathew Fraser er á toppnum. Tia-Clair Toomey er á toppnum kvennamegin á meðan Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 22. sæti og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í 26. sæti.