Um lesskilning og betri vitund þeirra sem nú leita að nýju stjórnarskránni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 21. september 2020 07:30 Nú er enn eina ferðina í gangi átak til þess að fá þjóðina til þess að trúa því að hún hafi kosið yfir sig nýja stjórnarskrá þann 20. okóber 2012. Hvergi var þó að sjá á kjörseðlinum í þeim kosningum að kosið hafi verið um hvort að tillögur stjórnlagaráðs, eins og þær litu út þá, ættu að verða að nýrri stjórnarskrá eður ei. Hefði svo verið, þá hefðu fyrir það fyrsta spurningar 2-6 á kjörseðlinum verið marklausar. Því eins og að jákvætt svar við spurningu eitt átti að túlka það að tillögurnar, eins og þær litu þá út, væri samþykktar af þjóðinni sem ný stjórnarskrá, þá hefði neikvætt svar þýtt það að þjóðin hafnaði þeim alfarið. Þetta er þó skrifað með þeim fyrirvara að sá sem þetta skrifar hafi fengið alveg eins kjörseðil og allir aðrir sem kusu í þessu ráðgefandi þjóðaratkvæði. Efst á kjörseðlinum stóð eftirfarandi: “Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, skv. ályktun Alþingis 24. maí 2012. Spurningarnar voru svo eins og áður segir sex talsins: Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýju frumvarpi að stjórnarskrá? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar af á landinu vegi jafnt? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Já eða nei. Neðst á kjörseðlinum er svo eftirfarandi texti: “Stjórnarskrá er breytt þannig að frumvarp er lagt fram á Alþingi. Það er rætt við þrjár umræður í þinginu og getur tekið breytingum í meðförum þingsins. Verði frumvarpið samþykkt þá skal rjúfa Alþingi og kjósa nýtt þing. Frumvarpið er þá lagt fram að nýju og samþykki Alþingi frumvarpið óbreytt taka breytingarnar gildi að fenginni staðfestingu forseta. Stjórnlagaráð hefur skilað Alþingi tillögum að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Verði það lagt fram sem frumvarp á Alþingi þá fær það þá meðferð sem lýst hefur verið.” Svo mörg voru þau orð. Hvergi kemur fram á kjörseðli að kosið væri um beinni kosningu hvort að tillögur stjórnlagaráðs, eins og þær litu út ættu að verða að nýrri stjórnarskrá. Heldur hvort að leggja ætti tilteknar tillögur til grundvallar nýju frumvarpi að stjórnarskrá. Það var gert, en þáverandi stjórnarmeirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna með stuðningi Hreyfingarinnar hafði ekki til þess afl eða stuðning í þinginu til þess að leiða málmeðferðina til lykta. Því fór sem fór og tillögur stjórnlagráðs sem slíkar, lentu þar í ákveðinni blindgötu sem þær munu liggja í um aldur og ævi eða þangað til að einhver stjórnmálaflokkur eða flokkar ákveða að leggja þær fram að nýju sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Fengi það frumvarp þá málsmeðferð sem þingsköp segja til um og það þá ráðast á þingstyrk þeirra sem fyrir frumvarpinu mæla, hversu langt sú málsmeðferð mun ná. Hvort að loforð þáverandi stjórnvalda um að tillögurnar yrðu samþykktar sem ný stjórnarskrá, hafi legið fyrir eða ekki breytir engu um. Það að er bara til ein leið til þess að breyta stjórnarskrá eða henda núgildandi stjórnarskrá út fyrir nýja. Er sá leiðarvísir og lagatexti mjög skýr og einfaldur í 79. gr. núgildandi stjórnarskrár. En þar stendur: “ Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki … 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi] 1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.” Þessar kosningar þann 20. október 2012 eða öllu heldur niðustaða þeirra skuldbundu ekki Alþingi til eins eða neins, en voru þó sú ráðgefandi niðustaða að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýju frumvarpi. En ekki að tillögurnar ættu að verða að nýrri stjórnarskrá. Að halda hinu gagnstæða fram er í besta falli hrein og klár þvæla en í raun gróf tilraun sögufölsunar og engum þeim sóma sem gegn betri vitund slíka iðju stundar. En kannski veit bara allt þetta langskólagengna fólk og aðrir betur en alþýðupiltur úr Breiðholtinu með grunnskólapróf og meirapróf að auki? Höfundur er bílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er enn eina ferðina í gangi átak til þess að fá þjóðina til þess að trúa því að hún hafi kosið yfir sig nýja stjórnarskrá þann 20. okóber 2012. Hvergi var þó að sjá á kjörseðlinum í þeim kosningum að kosið hafi verið um hvort að tillögur stjórnlagaráðs, eins og þær litu út þá, ættu að verða að nýrri stjórnarskrá eður ei. Hefði svo verið, þá hefðu fyrir það fyrsta spurningar 2-6 á kjörseðlinum verið marklausar. Því eins og að jákvætt svar við spurningu eitt átti að túlka það að tillögurnar, eins og þær litu þá út, væri samþykktar af þjóðinni sem ný stjórnarskrá, þá hefði neikvætt svar þýtt það að þjóðin hafnaði þeim alfarið. Þetta er þó skrifað með þeim fyrirvara að sá sem þetta skrifar hafi fengið alveg eins kjörseðil og allir aðrir sem kusu í þessu ráðgefandi þjóðaratkvæði. Efst á kjörseðlinum stóð eftirfarandi: “Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, skv. ályktun Alþingis 24. maí 2012. Spurningarnar voru svo eins og áður segir sex talsins: Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýju frumvarpi að stjórnarskrá? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar af á landinu vegi jafnt? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Já eða nei. Neðst á kjörseðlinum er svo eftirfarandi texti: “Stjórnarskrá er breytt þannig að frumvarp er lagt fram á Alþingi. Það er rætt við þrjár umræður í þinginu og getur tekið breytingum í meðförum þingsins. Verði frumvarpið samþykkt þá skal rjúfa Alþingi og kjósa nýtt þing. Frumvarpið er þá lagt fram að nýju og samþykki Alþingi frumvarpið óbreytt taka breytingarnar gildi að fenginni staðfestingu forseta. Stjórnlagaráð hefur skilað Alþingi tillögum að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Verði það lagt fram sem frumvarp á Alþingi þá fær það þá meðferð sem lýst hefur verið.” Svo mörg voru þau orð. Hvergi kemur fram á kjörseðli að kosið væri um beinni kosningu hvort að tillögur stjórnlagaráðs, eins og þær litu út ættu að verða að nýrri stjórnarskrá. Heldur hvort að leggja ætti tilteknar tillögur til grundvallar nýju frumvarpi að stjórnarskrá. Það var gert, en þáverandi stjórnarmeirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna með stuðningi Hreyfingarinnar hafði ekki til þess afl eða stuðning í þinginu til þess að leiða málmeðferðina til lykta. Því fór sem fór og tillögur stjórnlagráðs sem slíkar, lentu þar í ákveðinni blindgötu sem þær munu liggja í um aldur og ævi eða þangað til að einhver stjórnmálaflokkur eða flokkar ákveða að leggja þær fram að nýju sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Fengi það frumvarp þá málsmeðferð sem þingsköp segja til um og það þá ráðast á þingstyrk þeirra sem fyrir frumvarpinu mæla, hversu langt sú málsmeðferð mun ná. Hvort að loforð þáverandi stjórnvalda um að tillögurnar yrðu samþykktar sem ný stjórnarskrá, hafi legið fyrir eða ekki breytir engu um. Það að er bara til ein leið til þess að breyta stjórnarskrá eða henda núgildandi stjórnarskrá út fyrir nýja. Er sá leiðarvísir og lagatexti mjög skýr og einfaldur í 79. gr. núgildandi stjórnarskrár. En þar stendur: “ Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki … 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi] 1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.” Þessar kosningar þann 20. október 2012 eða öllu heldur niðustaða þeirra skuldbundu ekki Alþingi til eins eða neins, en voru þó sú ráðgefandi niðustaða að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýju frumvarpi. En ekki að tillögurnar ættu að verða að nýrri stjórnarskrá. Að halda hinu gagnstæða fram er í besta falli hrein og klár þvæla en í raun gróf tilraun sögufölsunar og engum þeim sóma sem gegn betri vitund slíka iðju stundar. En kannski veit bara allt þetta langskólagengna fólk og aðrir betur en alþýðupiltur úr Breiðholtinu með grunnskólapróf og meirapróf að auki? Höfundur er bílstjóri.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar