Risastór prófraun fyrir Ísland: „Finnst að við eigum að geta náð þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2020 12:01 Glódís Perla Viggósdóttir fór yfir stöðuna í Laugardalnum í gær. mynd/stöð 2 „Við höfum verið að bíða eftir svona alvöru leik í smá tíma, svo við erum mjög spenntar,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fyrir stórleikinn við Svíþjóð í kvöld. Ísland og Svíþjóð eru með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM, hafa hreinlega valtað yfir andstæðinga sína hingað til, en eitthvað verður undan að láta í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18 á Laugardalsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrirliði og þjálfari sænska liðsins lýstu Glódísi í gær sem einum besta leikmanni sænsku úrvalsdeildarinnar en þar leikur hún með Rosengård, líkt og sex leikmenn úr landsliðshópi Svía. Glódís þekkir því sænska liðið afar vel þó að langt sé síðan að Ísland mætti því. Seger og Allani meðal bestu miðjumanna heims „Þær eru taktískt frábærar, bæði sóknarlega og varnarlega. Þær eru með góða blöndu af því að vera beittar í sókninni og geta keyrt á andstæðinginn, og að geta fundið millisvæðin og spilað fínni fótbolta. Það er það sem gerir þær svo góðar. Þær aðlagast að því sem þær þurfa að gera í hverjum leik fyrir sig. Þær eru með frábæra karaktera í sínu liði. Caroline Seger er einn besti miðjumaður í heiminum og Kosovare Asllani líka. Svo er þetta bara vel „drillað“ lið, með marga leikmenn sem hafa verið þarna í mörg ár. Hafsentinn Linda Sembrant til dæmis, og margar aðrar. Þetta er flott lið með blöndu af reynslumeiri leikmönnum og ungum sem eru hungraðar í að koma inn og gera vel,“ sagði Glódís. Glódís var ekki gömul þegar hún kom inn á sem varamaður gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum á EM 2013, í 4-0 tapi Íslands. En telur hún að Ísland hafi færst nær Svíþjóð, sem unnið hefur brons á HM og silfur á Ólympíuleikum síðan þá, á þessum sjö árum? „Það er það sem er svo erfitt að segja. Við höfum ekki spilað alvöru leik við þær í sjö ár, en það verður spennandi að sjá. Við vonumst auðvitað til þess að við séum að nálgast þær, að við séum á réttri leið. Þangað viljum við komast. Þær eru kannski næstar okkar „kúltúr“ og mér finnst að við eigum að geta náð þeim.“ Klippa: Glódís Perla fyrir leikinn við Svíþjóð EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Þjálfari Svía: Íslenska liðið spilar svolítið líkt okkur Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld. 22. september 2020 08:31 „Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42 Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22 Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28 Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur „Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. 17. september 2020 21:32 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
„Við höfum verið að bíða eftir svona alvöru leik í smá tíma, svo við erum mjög spenntar,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fyrir stórleikinn við Svíþjóð í kvöld. Ísland og Svíþjóð eru með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM, hafa hreinlega valtað yfir andstæðinga sína hingað til, en eitthvað verður undan að láta í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18 á Laugardalsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrirliði og þjálfari sænska liðsins lýstu Glódísi í gær sem einum besta leikmanni sænsku úrvalsdeildarinnar en þar leikur hún með Rosengård, líkt og sex leikmenn úr landsliðshópi Svía. Glódís þekkir því sænska liðið afar vel þó að langt sé síðan að Ísland mætti því. Seger og Allani meðal bestu miðjumanna heims „Þær eru taktískt frábærar, bæði sóknarlega og varnarlega. Þær eru með góða blöndu af því að vera beittar í sókninni og geta keyrt á andstæðinginn, og að geta fundið millisvæðin og spilað fínni fótbolta. Það er það sem gerir þær svo góðar. Þær aðlagast að því sem þær þurfa að gera í hverjum leik fyrir sig. Þær eru með frábæra karaktera í sínu liði. Caroline Seger er einn besti miðjumaður í heiminum og Kosovare Asllani líka. Svo er þetta bara vel „drillað“ lið, með marga leikmenn sem hafa verið þarna í mörg ár. Hafsentinn Linda Sembrant til dæmis, og margar aðrar. Þetta er flott lið með blöndu af reynslumeiri leikmönnum og ungum sem eru hungraðar í að koma inn og gera vel,“ sagði Glódís. Glódís var ekki gömul þegar hún kom inn á sem varamaður gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum á EM 2013, í 4-0 tapi Íslands. En telur hún að Ísland hafi færst nær Svíþjóð, sem unnið hefur brons á HM og silfur á Ólympíuleikum síðan þá, á þessum sjö árum? „Það er það sem er svo erfitt að segja. Við höfum ekki spilað alvöru leik við þær í sjö ár, en það verður spennandi að sjá. Við vonumst auðvitað til þess að við séum að nálgast þær, að við séum á réttri leið. Þangað viljum við komast. Þær eru kannski næstar okkar „kúltúr“ og mér finnst að við eigum að geta náð þeim.“ Klippa: Glódís Perla fyrir leikinn við Svíþjóð
EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Þjálfari Svía: Íslenska liðið spilar svolítið líkt okkur Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld. 22. september 2020 08:31 „Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42 Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22 Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28 Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur „Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. 17. september 2020 21:32 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Þjálfari Svía: Íslenska liðið spilar svolítið líkt okkur Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld. 22. september 2020 08:31
„Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42
Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22
Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28
Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur „Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. 17. september 2020 21:32