Sex af okkar stelpum spiluðu í sigrinum á Svíum fyrir sex árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2020 15:29 Sara Björk Gunnarsdóttir í leik á móti Svíum í Algarvebikarnum. Getty/Vasco Celio Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Svíum á Laugardalsvellinum í kvöld í öðrum af úrslitaleikjum liðanna um sæti á EM í Englandi. Góð úrslit í kvöld gætu breytt öllu þegar kemur að því að komast á fjórða Evrópumótið í röð. Íslensku stelpurnar hafa aðeins tvisvar sinnum unnið Svía í fimmtán A-landsleikjum og aldrei í keppnisleik. Báðir sigrarnir komu í Algarve-bikarnum. Það eru hins vegar leikmenn í íslenska liðinu sem hafa upplifað það að vinna Svía í landsleik. Sex leikmenn í hópnum í dag spiluðu í síðasta sigri á Svíum fyrir rúmum sex árum síðan. Fjórar þeirra voru líka með í hinum sigrinum þremur árum fyrir. Ísland vann 2-1 sigur á Svíþjóð í síðasta landsleik þjóðanna sem fór fram í Algarve bikarnum 12. mars 2014. Sara Björk Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu mörkin í fyrri hálfleik en Svíar minnkuðu muninn í blálokin. Glódís Perla Viggósdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Elísa Viðarsdóttir voru allir í byrjunarliðinu í þeim leik og Rakel Hönnudóttir kom inn á sem varamaður. Sandra Sigurðardóttir og Elín Metta Jensen voru síðan báðar á bekknum í leiknum. Þær fjórar sem tóku einnig þátt í 2-1 sigri á Svíum í Algarve-bikarnum árið 2011 voru þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Rakel Hönnudóttir og Dagný Brynjarsdóttir en Dagný kom þá inn á sem varamaður. Síðasti keppnisleikur þjóðanna var í átta liða úrslitum á EM í Svíþjóð árið 2013 þar sem þær sænsku unnu sannfærandi 4-0 sigur. Besti árangur íslensku stelpnanna í keppnisleik á móti Svíum var 2-2 jafnteflisleikur út í Svíþjóð árið 2005 í undankeppni HM 2007. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði íslenska liðinu þá jafntefli með marki fimmtán mínútum fyrir leikslok en Ásthildur Helgadóttir hafði áður jafnað metin í 1-1 á 49. mínútu. EM 2021 í Englandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Svíum á Laugardalsvellinum í kvöld í öðrum af úrslitaleikjum liðanna um sæti á EM í Englandi. Góð úrslit í kvöld gætu breytt öllu þegar kemur að því að komast á fjórða Evrópumótið í röð. Íslensku stelpurnar hafa aðeins tvisvar sinnum unnið Svía í fimmtán A-landsleikjum og aldrei í keppnisleik. Báðir sigrarnir komu í Algarve-bikarnum. Það eru hins vegar leikmenn í íslenska liðinu sem hafa upplifað það að vinna Svía í landsleik. Sex leikmenn í hópnum í dag spiluðu í síðasta sigri á Svíum fyrir rúmum sex árum síðan. Fjórar þeirra voru líka með í hinum sigrinum þremur árum fyrir. Ísland vann 2-1 sigur á Svíþjóð í síðasta landsleik þjóðanna sem fór fram í Algarve bikarnum 12. mars 2014. Sara Björk Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu mörkin í fyrri hálfleik en Svíar minnkuðu muninn í blálokin. Glódís Perla Viggósdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Elísa Viðarsdóttir voru allir í byrjunarliðinu í þeim leik og Rakel Hönnudóttir kom inn á sem varamaður. Sandra Sigurðardóttir og Elín Metta Jensen voru síðan báðar á bekknum í leiknum. Þær fjórar sem tóku einnig þátt í 2-1 sigri á Svíum í Algarve-bikarnum árið 2011 voru þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Rakel Hönnudóttir og Dagný Brynjarsdóttir en Dagný kom þá inn á sem varamaður. Síðasti keppnisleikur þjóðanna var í átta liða úrslitum á EM í Svíþjóð árið 2013 þar sem þær sænsku unnu sannfærandi 4-0 sigur. Besti árangur íslensku stelpnanna í keppnisleik á móti Svíum var 2-2 jafnteflisleikur út í Svíþjóð árið 2005 í undankeppni HM 2007. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði íslenska liðinu þá jafntefli með marki fimmtán mínútum fyrir leikslok en Ásthildur Helgadóttir hafði áður jafnað metin í 1-1 á 49. mínútu.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira