Heima í tíma Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 23. september 2020 08:31 Ég er að taka mín fyrstu skref í meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands og þau skref eru heldur frábrugðin því þegar ég byrjaði í Háskólanum, allt vegna Covid-19 faraldursins. Í ár var metaðsókn í nám við Háskóla Íslands, um 12.000 umsóknir bárust í bæði grunn- og framhaldsnám. Ég hef setið mínar fyrstu “kennslustundir” heima hjá mér, ein í litlu íbúðinni minni á stúdentagörðunum. Eins og margir aðrir stúdentar er ég á náttfötunum með kaffibolla, upp í rúmi að hlusta á fyrirlestur. Að vera í háskóla þýðir ekki einungis að læra allan liðlangan daginn og á endanum næla sér í gráðu, heldur er félagslegi hlutinn gríðarlega mikilvægur. Að mínu mati er félagslegi hlutinn ekki síður mikilvægur. Að fara í vísindaferðir, fá sér Hámukaffi í pásum eða einfaldlega að læra saman er stór hluti þess að vera stúdent. Þegar maður er í námi myndar maður tengsl við samnemendur sína til frambúðar og svalar hinni félagslegu þörf. Það er órjúfanlegur hluti þess að vera í háskóla að hitta, kynnast og mynda tengsl við aðra stúdenta. Tengslanet mitt margfaldaðist þegar ég byrjaði í námi og það er eitt það mikilvægasta sem ég tek með mér útí lífið. Á þessum tímum er mikil hætta á að einstaklingar einangrist félagslega. Þessir tímar gætu reynst einstaklingum sem eru ekki sterkir félagslega, eru í jaðarsettum hópum eða eru að taka sín fyrstu skref innan háskólans erfiðir. Ég fagna því þó að nýnemar eru í forgangi þegar kemur að því að mæta í tíma, en eftir sitja mörg þúsund stúdentar heima og eiga ekki kost á því að mæta í tíma. Því fylgir aukin hætta á að fólk flosni upp úr námi. Það er krefjandi að vera í háskólanámi og krefst mikils sjálfsaga sem er erfiðara að viðhalda einn heima hjá sér. Að mæta í kennslustund er ákveðinn hvati til þess að stunda nám og fá sem mest út úr náminu. Töluverð umræða hefur átt sér stað um andlega heilsu á tímum Covid-19. Á þessum undarlegu tímum finna margir fyrir kvíða og álagi og eru stúdentar alls ekki undanskildir því. Þegar ég tók mín fyrstu skref í háskólanum, vissi ég ekki hvaðan stóð á mig veðrið. Stökkið úr menntaskóla í háskóla er stórt fyrir marga og flestir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera eða hvernig þeir eiga að læra. Ég get ekki ímyndað mér að vera nýnemi og vera heima í tíma. Það að vakna, koma sér á fætur er mikilvægur hluti dagsins og maður sér ekki tilganginn í klæða sig, einungis til að sitja einn heima í tíma. Hvatinn til þess að viðhalda venjulegri daglegri rútínu er frekar til staðar þegar maður hittir annað fólk eða einfaldlega fer út úr húsi. Að vera heima hjá sér í tíma alla vikuna gerir engum gott til lengdar, sérstaklega fyrir stúdenta sem búa einir og eiga þess vegna meira á hættu að einangrast. Höfundur er nemi í meistaranámi í lagadeild Háskóla Íslands, tók virkan þátt í stúdenta pólitík og var formaður Vöku. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég er að taka mín fyrstu skref í meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands og þau skref eru heldur frábrugðin því þegar ég byrjaði í Háskólanum, allt vegna Covid-19 faraldursins. Í ár var metaðsókn í nám við Háskóla Íslands, um 12.000 umsóknir bárust í bæði grunn- og framhaldsnám. Ég hef setið mínar fyrstu “kennslustundir” heima hjá mér, ein í litlu íbúðinni minni á stúdentagörðunum. Eins og margir aðrir stúdentar er ég á náttfötunum með kaffibolla, upp í rúmi að hlusta á fyrirlestur. Að vera í háskóla þýðir ekki einungis að læra allan liðlangan daginn og á endanum næla sér í gráðu, heldur er félagslegi hlutinn gríðarlega mikilvægur. Að mínu mati er félagslegi hlutinn ekki síður mikilvægur. Að fara í vísindaferðir, fá sér Hámukaffi í pásum eða einfaldlega að læra saman er stór hluti þess að vera stúdent. Þegar maður er í námi myndar maður tengsl við samnemendur sína til frambúðar og svalar hinni félagslegu þörf. Það er órjúfanlegur hluti þess að vera í háskóla að hitta, kynnast og mynda tengsl við aðra stúdenta. Tengslanet mitt margfaldaðist þegar ég byrjaði í námi og það er eitt það mikilvægasta sem ég tek með mér útí lífið. Á þessum tímum er mikil hætta á að einstaklingar einangrist félagslega. Þessir tímar gætu reynst einstaklingum sem eru ekki sterkir félagslega, eru í jaðarsettum hópum eða eru að taka sín fyrstu skref innan háskólans erfiðir. Ég fagna því þó að nýnemar eru í forgangi þegar kemur að því að mæta í tíma, en eftir sitja mörg þúsund stúdentar heima og eiga ekki kost á því að mæta í tíma. Því fylgir aukin hætta á að fólk flosni upp úr námi. Það er krefjandi að vera í háskólanámi og krefst mikils sjálfsaga sem er erfiðara að viðhalda einn heima hjá sér. Að mæta í kennslustund er ákveðinn hvati til þess að stunda nám og fá sem mest út úr náminu. Töluverð umræða hefur átt sér stað um andlega heilsu á tímum Covid-19. Á þessum undarlegu tímum finna margir fyrir kvíða og álagi og eru stúdentar alls ekki undanskildir því. Þegar ég tók mín fyrstu skref í háskólanum, vissi ég ekki hvaðan stóð á mig veðrið. Stökkið úr menntaskóla í háskóla er stórt fyrir marga og flestir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera eða hvernig þeir eiga að læra. Ég get ekki ímyndað mér að vera nýnemi og vera heima í tíma. Það að vakna, koma sér á fætur er mikilvægur hluti dagsins og maður sér ekki tilganginn í klæða sig, einungis til að sitja einn heima í tíma. Hvatinn til þess að viðhalda venjulegri daglegri rútínu er frekar til staðar þegar maður hittir annað fólk eða einfaldlega fer út úr húsi. Að vera heima hjá sér í tíma alla vikuna gerir engum gott til lengdar, sérstaklega fyrir stúdenta sem búa einir og eiga þess vegna meira á hættu að einangrast. Höfundur er nemi í meistaranámi í lagadeild Háskóla Íslands, tók virkan þátt í stúdenta pólitík og var formaður Vöku. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun