Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 16:30 Talið er að skíðafólk hafi smitast af kórónuveirunni í austurríska bænum Ischgl þegar í febrúar og borið hana með sér víða um lönd. Vísir/EPA Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. Lögmaður samtakanna vísar meðal annars til upplýsinga sem íslensk stjórnvöld sendu þeim austurrísku í mars. Talið er að skíðafólk sem heimsótti bæinn Ischgl í Týról í vetur hafi borið veiruna með sér til 45 landa, þar á meðal Íslands. Samtökin sem standa að málsókninni segja að 6.000 manns frá nokkrum löndum hafi skráð sig fyrir mögulega hópmálsókn á næsta ári. Flestir þeirra eru frá Þjóðverjar en Austurríkismenn, Bretar og Bandaríkjamenn eru einnig í hópnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld eru sökuð um að hafa vitað af hættinni á hópsýkingu í skíðabænum en að hafa brugðist of seint við. Ríkisstjórnin fullyrðir að hún hafi brugðist við faraldrinum út frá þeim upplýsingum sem lágu fyrir á þeim tíma. Greint var frá fyrsta smitaða einstaklingnum í Ischgl 7. mars en heilbrigðisyfirvöld telja að þeir fyrstu hafi smitast þegar í fyrstu vikunni í febrúar. Alexander Klauser, lögmaður nokkurra þeirra sem stefna stjórnvöldum, bendir á að þegar starfsmaður hótels í Innsbruck greindist smitaður 25. febrúar hafi yfirvöld látið loka því. Upplýsingar um smit í Ischgl hafi þó ekki kallað á sambærileg viðbrögð yfirvalda. „Hópur ferðamanna frá Íslandi greindist smitaður og íslenska ríkisstjórnin greindi þeirri austurrísku frá smitunum þegar 5. mars,“ segir Klauser. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. 6. september 2020 20:15 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. Lögmaður samtakanna vísar meðal annars til upplýsinga sem íslensk stjórnvöld sendu þeim austurrísku í mars. Talið er að skíðafólk sem heimsótti bæinn Ischgl í Týról í vetur hafi borið veiruna með sér til 45 landa, þar á meðal Íslands. Samtökin sem standa að málsókninni segja að 6.000 manns frá nokkrum löndum hafi skráð sig fyrir mögulega hópmálsókn á næsta ári. Flestir þeirra eru frá Þjóðverjar en Austurríkismenn, Bretar og Bandaríkjamenn eru einnig í hópnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld eru sökuð um að hafa vitað af hættinni á hópsýkingu í skíðabænum en að hafa brugðist of seint við. Ríkisstjórnin fullyrðir að hún hafi brugðist við faraldrinum út frá þeim upplýsingum sem lágu fyrir á þeim tíma. Greint var frá fyrsta smitaða einstaklingnum í Ischgl 7. mars en heilbrigðisyfirvöld telja að þeir fyrstu hafi smitast þegar í fyrstu vikunni í febrúar. Alexander Klauser, lögmaður nokkurra þeirra sem stefna stjórnvöldum, bendir á að þegar starfsmaður hótels í Innsbruck greindist smitaður 25. febrúar hafi yfirvöld látið loka því. Upplýsingar um smit í Ischgl hafi þó ekki kallað á sambærileg viðbrögð yfirvalda. „Hópur ferðamanna frá Íslandi greindist smitaður og íslenska ríkisstjórnin greindi þeirri austurrísku frá smitunum þegar 5. mars,“ segir Klauser.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. 6. september 2020 20:15 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. 6. september 2020 20:15
Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33
Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03