Innflutningur landbúnaðarvara – Hvað er í gangi? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 23. september 2020 17:00 Komið hefur í ljós að ósamræmi er milli talna um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til landsins og tölum um innflutning í gögnum Hagstofu Íslands. Þessi munur kallar á skýringar og er í raun mjög alvarlegur ef satt reynist. Samkvæmt opinberum gögnum frá ESB virðast tölur um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til Ísland hærri en kemur fram í innflutningsgögnum Hagstofunnar. Hér er um töluverðan mun að ræða sem telst jafnvel í hundruðum tonna í ákveðnum tollflokkum á þriggja ára tímabili. Til dæmis er misræmið á innflutningi á unnum kjötvörum 1.673 tonn. Hér eru að rísa heilu fjallgarðarnir á milli þess traust sem ætti að ríkja á milliríkjasamningum og eftirliti með þeim. Þetta misræmi á ekki að vera til staðar, í milliríkjasamningum um landbúnaðarvörur eru allar reglur skýrar hvað varðar innflutning á lægri eða engum tollum, hvað er því í gangi? Hér eru miklir hagsmunir í húfi, störf innanlands auk tapaðra tekna fyrir ríkissjóð. Það eru sameiginlegir hagsmunir bænda, neytenda og innflutningsaðila að það ríki heiðarleiki um viðskipti sem þegar hefur verið samið um. Rétt skal vera rétt það er óásættanlegt að hér sé verið að brjóta þær leikreglur sem eiga að ríkja og bæði lög og reglur eru skýr með það Herða þarf eftirlit Íslenskir bændur verða hér fyrir miklu tjóni og má það rekja til skorts á eftirliti með innflutningi. Slakt eftirlit veldur einnig tekjutapi fyrir ríkissjóð. Óvissan skapar tortryggni og því verður varla séð að ástæða sé til að slaka á frekari tollvernd á landbúnaðarvörum. Því eru allir að tapa og ekki síst neytendur. Tollfrjáls frjálshyggja Tollar á matvælum og umræða um þá er reglulega tekin upp. Valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar bera sig aumlega undan tollvernd á íslenskum landbúnaðarafurðum og má skilja að hér sé um séríslenska tegund um að ræða líkt og íslenska sauðkindin. Það þurfi bara að spýta í lófana og fara í markaðsátak og nýsköpun og þá sé fullkomnum markaðsheimi borgið. Það er staðreynd að síðan tollar voru lækkaðir eða felldir niður á innfluttu grænmeti þá hefur markaðshlutdeild íslensks grænmetis minnkað hér innanlands þrátt fyrir markaðsátak íslenskra grænmetisbænda. Ástæða tollverndar Tollar á landbúnaðarvörum þekkjast út um allan heim og þjóðir setja toll á til að vernda sína framleiðslu. Það er engum sama um hvort að innlend matvælaframleiðsla á sér stað eða ekki. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna tollfrjálsa innflutningskvóta inn á ESB-markaðinn fyrir skyr, lambakjöt, unninn lax og fleira. Tollar á vörur umfram kvótana eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu, hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á þessu svæði hafi ákveðið öryggi fyrir sína framleiðslu. Ísland hefur svo samið um aðra kvóta á móti. Til viðbótar er almennt tollfrelsi á vörum hingað inn mun umfangsmeira en inn til Evrópusambandsins. Íslenskar landbúnaðarvörur eru í mörgum tilvikum að keppa við vörur sem njóta hárra styrkja í framleiðslulandinu og einnig tollverndar þeim megin. Það er rangtúlkun að halda því fram að tollvernd hérlendis sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri. Mikilvægi tollverndar fyrir íslenska framleiðslu Tollvernd er íslenskri framleiðslu mikilvæg og er stuðningur til að standast samkeppni við innflutningi frá löndum sem fá jafnvel mikinn stuðning í öðru formi við sína framleiðslu. Hún er til að jafna aðstöðuna. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Á Íslandi vinna þúsundir við matvælaframleiðslu. Fólk sem skilar sköttum og skyldum til þjóðarbúsins auk fyrirtækjanna sem eru innan þessa geira. Á komandi mánuðum þurfum við sem aldrei fyrr að verja störf og skapa ný störf og huga að nýsköpun í innlendri matvælaframleiðslu. Auka ætti því tollvernd á íslenskri framleiðslu og standa svo við hana fremur en að horfa upp á þessi vinnubrögð sem enginn græðir á. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Landbúnaður Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Komið hefur í ljós að ósamræmi er milli talna um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til landsins og tölum um innflutning í gögnum Hagstofu Íslands. Þessi munur kallar á skýringar og er í raun mjög alvarlegur ef satt reynist. Samkvæmt opinberum gögnum frá ESB virðast tölur um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til Ísland hærri en kemur fram í innflutningsgögnum Hagstofunnar. Hér er um töluverðan mun að ræða sem telst jafnvel í hundruðum tonna í ákveðnum tollflokkum á þriggja ára tímabili. Til dæmis er misræmið á innflutningi á unnum kjötvörum 1.673 tonn. Hér eru að rísa heilu fjallgarðarnir á milli þess traust sem ætti að ríkja á milliríkjasamningum og eftirliti með þeim. Þetta misræmi á ekki að vera til staðar, í milliríkjasamningum um landbúnaðarvörur eru allar reglur skýrar hvað varðar innflutning á lægri eða engum tollum, hvað er því í gangi? Hér eru miklir hagsmunir í húfi, störf innanlands auk tapaðra tekna fyrir ríkissjóð. Það eru sameiginlegir hagsmunir bænda, neytenda og innflutningsaðila að það ríki heiðarleiki um viðskipti sem þegar hefur verið samið um. Rétt skal vera rétt það er óásættanlegt að hér sé verið að brjóta þær leikreglur sem eiga að ríkja og bæði lög og reglur eru skýr með það Herða þarf eftirlit Íslenskir bændur verða hér fyrir miklu tjóni og má það rekja til skorts á eftirliti með innflutningi. Slakt eftirlit veldur einnig tekjutapi fyrir ríkissjóð. Óvissan skapar tortryggni og því verður varla séð að ástæða sé til að slaka á frekari tollvernd á landbúnaðarvörum. Því eru allir að tapa og ekki síst neytendur. Tollfrjáls frjálshyggja Tollar á matvælum og umræða um þá er reglulega tekin upp. Valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar bera sig aumlega undan tollvernd á íslenskum landbúnaðarafurðum og má skilja að hér sé um séríslenska tegund um að ræða líkt og íslenska sauðkindin. Það þurfi bara að spýta í lófana og fara í markaðsátak og nýsköpun og þá sé fullkomnum markaðsheimi borgið. Það er staðreynd að síðan tollar voru lækkaðir eða felldir niður á innfluttu grænmeti þá hefur markaðshlutdeild íslensks grænmetis minnkað hér innanlands þrátt fyrir markaðsátak íslenskra grænmetisbænda. Ástæða tollverndar Tollar á landbúnaðarvörum þekkjast út um allan heim og þjóðir setja toll á til að vernda sína framleiðslu. Það er engum sama um hvort að innlend matvælaframleiðsla á sér stað eða ekki. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna tollfrjálsa innflutningskvóta inn á ESB-markaðinn fyrir skyr, lambakjöt, unninn lax og fleira. Tollar á vörur umfram kvótana eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu, hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á þessu svæði hafi ákveðið öryggi fyrir sína framleiðslu. Ísland hefur svo samið um aðra kvóta á móti. Til viðbótar er almennt tollfrelsi á vörum hingað inn mun umfangsmeira en inn til Evrópusambandsins. Íslenskar landbúnaðarvörur eru í mörgum tilvikum að keppa við vörur sem njóta hárra styrkja í framleiðslulandinu og einnig tollverndar þeim megin. Það er rangtúlkun að halda því fram að tollvernd hérlendis sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri. Mikilvægi tollverndar fyrir íslenska framleiðslu Tollvernd er íslenskri framleiðslu mikilvæg og er stuðningur til að standast samkeppni við innflutningi frá löndum sem fá jafnvel mikinn stuðning í öðru formi við sína framleiðslu. Hún er til að jafna aðstöðuna. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Á Íslandi vinna þúsundir við matvælaframleiðslu. Fólk sem skilar sköttum og skyldum til þjóðarbúsins auk fyrirtækjanna sem eru innan þessa geira. Á komandi mánuðum þurfum við sem aldrei fyrr að verja störf og skapa ný störf og huga að nýsköpun í innlendri matvælaframleiðslu. Auka ætti því tollvernd á íslenskri framleiðslu og standa svo við hana fremur en að horfa upp á þessi vinnubrögð sem enginn græðir á. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun