Ólafur Karl Finsen má ekki spila með FH gegn Valsmönnum á morgun nema Fimleikafélagið reiði fram fimm milljónir króna.
Í sumarglugganum í sumar var Ólafur Karl lánaður frá Val til FH eftir að hafa spilað einungis tvo leik fyrir Valsmenn það sem var af sumri.
Framherjinn hefur komið vel inn í lið FH sem hefur verið á fljúgandi siglingu en liðið mætir einmitt Val í toppslag í Kaplakrikanum á morgun.
Ólafur Karl verður þó væntanlega ekki í leikmannahópi Fimleikafélagsins þar sem FH þarf að borga vel, ætli þeir að láta Ólaf spila leikinn.
Þetta segir í frétt 433.is sem ritstjórinn Hörður Snævar Jónsson skrifar en þar segir hann að samkvæmt heimildum vefsins sé upphæðin fimm milljónir.
Valsmenn hafa unnið níu leiki í röð og eru með átta stiga forystu á FH sem á þó leik til góða. Leikurinn á morgun, sem hefst klukkan 16.15, verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.