Umfjöllun: KR - Grótta 1-1 | Grótta náði í óvænt stig í Frostaskjólinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2020 18:05 Grótta náði í gott stig gegn Íslandsmeisturum KR í dag. Vísir/HAG KR og Grótta gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik liðanna í deildarkeppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Nýliðarnir með óvænt stig á útivelli gegn Íslandsmeisturunum. Stigið gerir lítið fyrir bæði lið sem eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar. Fyrir tímabilið var þetta eflaust leikur sem bæði lið horfðu til enda um nágrannaslag að ræða. Liðin áttu að mætast á Seltjarnarnesi í 10. umferð en vegna kórónufaraldursins þá frestaðist sá leikur. Svo ákváðu liðin að skipta á heimaleikjum og því var leikið í Frostaskjóli í dag. Gangur leiksins Fyrri hálfleikurinn var einn sá allra slakasti sem undirritaður hefur séð í sumar. Pablo Punyed fékk algjört dauðafæri í upphafi leiks þegar Stefán Árni Geirsson renndi boltanum fyrir markið og Pablo þurfti bara að hitta autt markið sem var tæpum meter fyrir framan sig. Pablo tókst á einhvern ótrúlegan hátt að setja boltann fram hjá markinu. Fleiri urðu færin ekki en á 38. mínútu átti sér stað skrítið atvik. Sigurvin Reynisson, fyrirliði Gróttu, fór þá í slæma tæklingu á miðjum vellinum. Sigurvin lyfti sólanum hátt og fór harkalega í Pablo. Þeir lágu báðir eftir og eftir mikið spjall við aðstoðardómara sinn ákvað Egill Arnar Sigurþórsson að reka Sigurvin af velli við litla hrifningu leikmanna og þjálfarateymis Gróttu. Í kjölfarið fékk Guðmundur Steinarsson, aðstoðarþjálfari Gróttu, einnig rautt spjald. Fleira markvert gerist ekki í fyrri hálfleik og staðan markalaus þegar liðin gengu til búnings herbergja. Eftir aðeins tíu mínútna leik í síðari hálfleik komst Grótta yfir. Karl Friðleifur Gunnarsson þar að verki eftir að hafa tekið við aukaspyrnu Kristófers Orra Péturssonar og þrumað knettinum í netið. Aðstoðardómari leiksins lyfti upp flaggi sínu eftir að Egill ræddi við hann var ákveðið að markið skyldi standa. Í kjölfarið sóttu KR-ingar stíft án þess þó að ná að galopna vörn Gróttu. Stefán Árni – þeirra besti maður – komst upp að endalínu á 70. mínútu og gaf fyrir þar sem Pablo renndi boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn, 1-1. Þó það væru 20 mínútur til leiksloka þá tókst KR-ingum ekki að brjóta tíu leikmenn Gróttu á bak aftur og lokatölur því 1-1 í kuldanum í Vesturbænum. Stigið gerir eins og áður sagði lítið fyrir bæði lið en KR-ingar eru enn í hörkubaráttu um annað sæti deildarinnar. Grótta er svo enn í fallsæti. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Af því Íslandsmeisturum KR er fyrirmunað að nýta færin sem þeir skapa sér á heimavelli. Arnar Þór Helgason átti eina stórkostlegustu björgun sem maður hefur séð þegar hann nýtti sínar löngu lappir til að skófla knettinum af línunni undir lok leiks. Þá hefði leikurinn þróast öðruvísi hefði Pablo nýtt færið sitt í upphafi leiks. Hverjir stóðu upp úr? Arnar Þór Helgason var frábær í vörn Gróttu og Hákon Rafn Valdimarsson var flottur í markinu. Hjá KR-ingum var það aðallega Stefán Árni sem gerði eitthvað að viti og í raun skrýtið að KR-ingar hafi reynt að koma honum meira í 1 á 1 stöður sóknarlega. Hvað mátti betur fara? KR-ingar fá enn og aftur á sig mark eftir fyrirgjöf. Að þessu sinni var það aukaspyrna. Færanýting KR eins og áður kom fram varð þeim að falli, ekki í fyrsta skipti í sumar. Í raun má bara allt spil KR betur fara ef út í það er farið. Hvað gerist næst? Liðin fá ekki langan tíma til að jafna sig fyrir komandi átök en þau eiga bæði heimaleik á sunnudaginn kemur, eftir aðeins þrjá daga. KR-ingar fá Fylki í heimsókn á meðan KA mætir á Seltjarnarnesið. Ágúst var nokkuð sáttur með stig í Vesturbænum.Vísir/Vilhelm Gústi Gylfa: Við gefumst aldrei upp „Frammistaðan var góð og þetta var hetjuleg barátta hjá okkur. Að spila einum færri gegn KR á útivelli er erfitt en það er möguleiki eins og við sýndum. Það var hetjuleg barátta í liðinu okkar, náðum að skora eitt mark og 1-1 er nokkuð ásættanleg frammistaða að mínu mati,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, að leik loknum. „Ætli þeim hafi ekki verið kalt, þeir voru lengi að dæma. Fljúgandi tveggja fóta tækling á minn mann og rautt spjald. Ég sá það allavega ekki, fannst þeir báðir fara í boltann og báðir voru að tækla,“ sagði Ágúst um rauða spjaldið sem fyrirliði Gróttu fékk í fyrri hálfleik. „Hann dæmir þetta á endanum sem mark. Eftir það hófst hetjuleg barátta okkar að verja mark okkar en náðum ekki að verja það þegar KR-ingar skoruðu úr vel útfærðri sókn. En eins og ég segi, ásættanleg úrslit fyrir okkur miðað við stöðuna í deildinni og allt,“ sagði Ágúst um mark Gróttu þar sem aðstoðardómarinn virtist ætla að dæma það af. „Það gengur mjög vel. Það er ótrúlegur metnaður í þessum leikmönnum, þeir gefa sig alla í verkefnið. Auðvitað er skemmtilegra og einfaldara að vinna fótboltaleiki en það er ekki að ganga upp hjá okkur þessa dagana. Erum ekki að fá mikið af stigum eins og taflan sýnir en við erum mjög brattir, brosmildir, auðmjúkir og ánægðir að vera hér. Það er enn þá möguleiki fyrir okkur, við erum ekkert að gefast upp, við gefumst aldrei upp. Við spilum við KR í lokaleik og vonandi verður það úrslitaleikur fyrir okkur, það yrði frábært,“ sagði Ágúst að lokum. Rúnar Kristinsson var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld.VÍSIR/DANÍEL Rúnar: Mjög ósáttur með fyrri hálfleikinn „Erfitt að segja til um það. Við byrjuðum þennan leik mjög illa þrátt fyrir að skapa hér eitt eða tvö dauðafæri. Ég var mjög ósáttur með fyrri hálfleikinn hjá okkur en síðari hálfleikur var skárri en það dugði ekki til. Við áttum nóg af fyrirgjöfum og færum í síðari hálfleik til að klára leikinn en Gróttumenn börðust mjög vel, voru skipulagðir og gerðu vel í að halda okkur frá markinu,“ sagði Rúnar um ástæður þess að KR á í jafn miklum vandræðum á heimavelli og raun ber vitni. „Það er langt í toppliðið en ekki hin þar á eftir svo við erum á fínum stað hvað það varðar. En við hefðum viljað þrjú stig í dag og þannig að halda í Valsmenn. Þó við séum ekki nálægt þeim þá vildum við ekki missa þá of langt frá okkur heldur því það eru alltaf einhverjir möguleikar í stöðunni. Það er fullt af leikjum eftir og það getur ýmislegt gerst en eftir þessi úrslit – og jafnvel fyrir þennan leik – vorum við að einbeita okkur að því að ná Evrópusæti. Það er enn stefnan,“ sagði Rúnar um væntingar KR. „Við erum því miður með lítinn hóp vegna mikilla meiðsla sem hafa hrjáð okkur í allt sumar. Við verðum að sjá hverjir eru klárir til að spila á sunnudaginn. Ég kvarta ekki yfir byrjunarliðinu hér í dag, ég hafði marga möguleika til að gera hlutina öðruvísi en ég valdi þetta byrjunarlið og það gekk ekki upp. Þetta er álag á öll lið og það mun hafa einhver áhrif en við erum í þokkalegum málum. Svo eru aðstæður, vallaraðstæður og veður sem maður hefur meiri áhyggjur af,“ sagði Rúnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Fótbolti Íslenski boltinn KR Grótta
KR og Grótta gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik liðanna í deildarkeppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Nýliðarnir með óvænt stig á útivelli gegn Íslandsmeisturunum. Stigið gerir lítið fyrir bæði lið sem eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar. Fyrir tímabilið var þetta eflaust leikur sem bæði lið horfðu til enda um nágrannaslag að ræða. Liðin áttu að mætast á Seltjarnarnesi í 10. umferð en vegna kórónufaraldursins þá frestaðist sá leikur. Svo ákváðu liðin að skipta á heimaleikjum og því var leikið í Frostaskjóli í dag. Gangur leiksins Fyrri hálfleikurinn var einn sá allra slakasti sem undirritaður hefur séð í sumar. Pablo Punyed fékk algjört dauðafæri í upphafi leiks þegar Stefán Árni Geirsson renndi boltanum fyrir markið og Pablo þurfti bara að hitta autt markið sem var tæpum meter fyrir framan sig. Pablo tókst á einhvern ótrúlegan hátt að setja boltann fram hjá markinu. Fleiri urðu færin ekki en á 38. mínútu átti sér stað skrítið atvik. Sigurvin Reynisson, fyrirliði Gróttu, fór þá í slæma tæklingu á miðjum vellinum. Sigurvin lyfti sólanum hátt og fór harkalega í Pablo. Þeir lágu báðir eftir og eftir mikið spjall við aðstoðardómara sinn ákvað Egill Arnar Sigurþórsson að reka Sigurvin af velli við litla hrifningu leikmanna og þjálfarateymis Gróttu. Í kjölfarið fékk Guðmundur Steinarsson, aðstoðarþjálfari Gróttu, einnig rautt spjald. Fleira markvert gerist ekki í fyrri hálfleik og staðan markalaus þegar liðin gengu til búnings herbergja. Eftir aðeins tíu mínútna leik í síðari hálfleik komst Grótta yfir. Karl Friðleifur Gunnarsson þar að verki eftir að hafa tekið við aukaspyrnu Kristófers Orra Péturssonar og þrumað knettinum í netið. Aðstoðardómari leiksins lyfti upp flaggi sínu eftir að Egill ræddi við hann var ákveðið að markið skyldi standa. Í kjölfarið sóttu KR-ingar stíft án þess þó að ná að galopna vörn Gróttu. Stefán Árni – þeirra besti maður – komst upp að endalínu á 70. mínútu og gaf fyrir þar sem Pablo renndi boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn, 1-1. Þó það væru 20 mínútur til leiksloka þá tókst KR-ingum ekki að brjóta tíu leikmenn Gróttu á bak aftur og lokatölur því 1-1 í kuldanum í Vesturbænum. Stigið gerir eins og áður sagði lítið fyrir bæði lið en KR-ingar eru enn í hörkubaráttu um annað sæti deildarinnar. Grótta er svo enn í fallsæti. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Af því Íslandsmeisturum KR er fyrirmunað að nýta færin sem þeir skapa sér á heimavelli. Arnar Þór Helgason átti eina stórkostlegustu björgun sem maður hefur séð þegar hann nýtti sínar löngu lappir til að skófla knettinum af línunni undir lok leiks. Þá hefði leikurinn þróast öðruvísi hefði Pablo nýtt færið sitt í upphafi leiks. Hverjir stóðu upp úr? Arnar Þór Helgason var frábær í vörn Gróttu og Hákon Rafn Valdimarsson var flottur í markinu. Hjá KR-ingum var það aðallega Stefán Árni sem gerði eitthvað að viti og í raun skrýtið að KR-ingar hafi reynt að koma honum meira í 1 á 1 stöður sóknarlega. Hvað mátti betur fara? KR-ingar fá enn og aftur á sig mark eftir fyrirgjöf. Að þessu sinni var það aukaspyrna. Færanýting KR eins og áður kom fram varð þeim að falli, ekki í fyrsta skipti í sumar. Í raun má bara allt spil KR betur fara ef út í það er farið. Hvað gerist næst? Liðin fá ekki langan tíma til að jafna sig fyrir komandi átök en þau eiga bæði heimaleik á sunnudaginn kemur, eftir aðeins þrjá daga. KR-ingar fá Fylki í heimsókn á meðan KA mætir á Seltjarnarnesið. Ágúst var nokkuð sáttur með stig í Vesturbænum.Vísir/Vilhelm Gústi Gylfa: Við gefumst aldrei upp „Frammistaðan var góð og þetta var hetjuleg barátta hjá okkur. Að spila einum færri gegn KR á útivelli er erfitt en það er möguleiki eins og við sýndum. Það var hetjuleg barátta í liðinu okkar, náðum að skora eitt mark og 1-1 er nokkuð ásættanleg frammistaða að mínu mati,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, að leik loknum. „Ætli þeim hafi ekki verið kalt, þeir voru lengi að dæma. Fljúgandi tveggja fóta tækling á minn mann og rautt spjald. Ég sá það allavega ekki, fannst þeir báðir fara í boltann og báðir voru að tækla,“ sagði Ágúst um rauða spjaldið sem fyrirliði Gróttu fékk í fyrri hálfleik. „Hann dæmir þetta á endanum sem mark. Eftir það hófst hetjuleg barátta okkar að verja mark okkar en náðum ekki að verja það þegar KR-ingar skoruðu úr vel útfærðri sókn. En eins og ég segi, ásættanleg úrslit fyrir okkur miðað við stöðuna í deildinni og allt,“ sagði Ágúst um mark Gróttu þar sem aðstoðardómarinn virtist ætla að dæma það af. „Það gengur mjög vel. Það er ótrúlegur metnaður í þessum leikmönnum, þeir gefa sig alla í verkefnið. Auðvitað er skemmtilegra og einfaldara að vinna fótboltaleiki en það er ekki að ganga upp hjá okkur þessa dagana. Erum ekki að fá mikið af stigum eins og taflan sýnir en við erum mjög brattir, brosmildir, auðmjúkir og ánægðir að vera hér. Það er enn þá möguleiki fyrir okkur, við erum ekkert að gefast upp, við gefumst aldrei upp. Við spilum við KR í lokaleik og vonandi verður það úrslitaleikur fyrir okkur, það yrði frábært,“ sagði Ágúst að lokum. Rúnar Kristinsson var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld.VÍSIR/DANÍEL Rúnar: Mjög ósáttur með fyrri hálfleikinn „Erfitt að segja til um það. Við byrjuðum þennan leik mjög illa þrátt fyrir að skapa hér eitt eða tvö dauðafæri. Ég var mjög ósáttur með fyrri hálfleikinn hjá okkur en síðari hálfleikur var skárri en það dugði ekki til. Við áttum nóg af fyrirgjöfum og færum í síðari hálfleik til að klára leikinn en Gróttumenn börðust mjög vel, voru skipulagðir og gerðu vel í að halda okkur frá markinu,“ sagði Rúnar um ástæður þess að KR á í jafn miklum vandræðum á heimavelli og raun ber vitni. „Það er langt í toppliðið en ekki hin þar á eftir svo við erum á fínum stað hvað það varðar. En við hefðum viljað þrjú stig í dag og þannig að halda í Valsmenn. Þó við séum ekki nálægt þeim þá vildum við ekki missa þá of langt frá okkur heldur því það eru alltaf einhverjir möguleikar í stöðunni. Það er fullt af leikjum eftir og það getur ýmislegt gerst en eftir þessi úrslit – og jafnvel fyrir þennan leik – vorum við að einbeita okkur að því að ná Evrópusæti. Það er enn stefnan,“ sagði Rúnar um væntingar KR. „Við erum því miður með lítinn hóp vegna mikilla meiðsla sem hafa hrjáð okkur í allt sumar. Við verðum að sjá hverjir eru klárir til að spila á sunnudaginn. Ég kvarta ekki yfir byrjunarliðinu hér í dag, ég hafði marga möguleika til að gera hlutina öðruvísi en ég valdi þetta byrjunarlið og það gekk ekki upp. Þetta er álag á öll lið og það mun hafa einhver áhrif en við erum í þokkalegum málum. Svo eru aðstæður, vallaraðstæður og veður sem maður hefur meiri áhyggjur af,“ sagði Rúnar að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti