Fyrirsögn aldarinnar: „Samtök atvinnulífsins telja gott svigrúm til launahækkana almenns starfsfólks“ Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 24. september 2020 15:32 Nei þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum. Þetta munt þú líklega aldrei lesa í fréttum. Aldrei nokkurntímann hafa atvinnurekendur sagt að það sé gott svigrúm til þess að hækka laun. Á góðæristímum þá eru blikur á lofti. Á þenslutímum er ætíð óvissa framundan og líkur á að eitthvað slæmt gerist ef laun verða hækkuð. Á krepputímum þá er ekki svigrúm til launahækkana. Á „venjulegum“ tímum er ekki svigrúm til launahækkana að mati fyrirtækjanna því það sé ekki nægt súrefni í atvinnulífinu (vantar þensluna). Við þekkjum þessar fyrirsagnir fulltrúa atvinnurekenda. Nýjasti frasinn hjá Samtökum atvinnulífsins, jafnvel með góðum stuðningi fyrrverandi starfsfólks samtakanna, er að nú séu ekki forsendur fyrir launahækkunum, það sé forsendubrestur. Hvaða forsendubrestur er það sem verið er að vísa í? Kjarasamningar voru gerðir fyrrihluta árs 2019 sem gilda til loka árs 2022. Samningarnir innihalda forsenduákvæði sem snúa að því að tryggja að kaupmáttur launa aukist, stýrivextir lækki verulega og að efndum stjórnvalda í tengslum við kjarasamningana. Þar er ekkert talað um svigrúm til launahækkana. Því er ekki forsendubrestur á þeim forsendum sem atvinnurekendur eru að blása út í tómið þessa dagana. Aldrei nokkurn tímann hefur SA krafist þess að banna ætti verðtrygginguna. Eru samtök atvinnulífsins núna að komast á þann stað að þau telji ástæðu til að banna verðtrygginguna? Ætli Samtök atvinnulífsins séu að komast á þann stað í skoðunum að það þurfi að fara að tryggja að verðmætunum verði skipt með réttlátum hætti í samfélaginu? Ég hlakka til að sjá fyrirsögnina sem hlýtur að blasa við fljótlega og gæti hljómað svo „Gott svigrúm er til launahækkana almenns launafólks að mati Samtaka atvinnulífsins“. Nei ég mun ekki halda niðri í mér andanum og bíða eftir því. Við þurfum að standa vörð um hagsmuni launafólks. Hagur fyrirtækjanna veltur alfarið á því hver fjárhagsleg staða launafólks er á þessum samdráttartímum. Með innlendri verslun og innlendri neyslu höldum við hjólunum gangandi. Höfundur er formaður RSÍ og 1. varaforseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Nei þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum. Þetta munt þú líklega aldrei lesa í fréttum. Aldrei nokkurntímann hafa atvinnurekendur sagt að það sé gott svigrúm til þess að hækka laun. Á góðæristímum þá eru blikur á lofti. Á þenslutímum er ætíð óvissa framundan og líkur á að eitthvað slæmt gerist ef laun verða hækkuð. Á krepputímum þá er ekki svigrúm til launahækkana. Á „venjulegum“ tímum er ekki svigrúm til launahækkana að mati fyrirtækjanna því það sé ekki nægt súrefni í atvinnulífinu (vantar þensluna). Við þekkjum þessar fyrirsagnir fulltrúa atvinnurekenda. Nýjasti frasinn hjá Samtökum atvinnulífsins, jafnvel með góðum stuðningi fyrrverandi starfsfólks samtakanna, er að nú séu ekki forsendur fyrir launahækkunum, það sé forsendubrestur. Hvaða forsendubrestur er það sem verið er að vísa í? Kjarasamningar voru gerðir fyrrihluta árs 2019 sem gilda til loka árs 2022. Samningarnir innihalda forsenduákvæði sem snúa að því að tryggja að kaupmáttur launa aukist, stýrivextir lækki verulega og að efndum stjórnvalda í tengslum við kjarasamningana. Þar er ekkert talað um svigrúm til launahækkana. Því er ekki forsendubrestur á þeim forsendum sem atvinnurekendur eru að blása út í tómið þessa dagana. Aldrei nokkurn tímann hefur SA krafist þess að banna ætti verðtrygginguna. Eru samtök atvinnulífsins núna að komast á þann stað að þau telji ástæðu til að banna verðtrygginguna? Ætli Samtök atvinnulífsins séu að komast á þann stað í skoðunum að það þurfi að fara að tryggja að verðmætunum verði skipt með réttlátum hætti í samfélaginu? Ég hlakka til að sjá fyrirsögnina sem hlýtur að blasa við fljótlega og gæti hljómað svo „Gott svigrúm er til launahækkana almenns launafólks að mati Samtaka atvinnulífsins“. Nei ég mun ekki halda niðri í mér andanum og bíða eftir því. Við þurfum að standa vörð um hagsmuni launafólks. Hagur fyrirtækjanna veltur alfarið á því hver fjárhagsleg staða launafólks er á þessum samdráttartímum. Með innlendri verslun og innlendri neyslu höldum við hjólunum gangandi. Höfundur er formaður RSÍ og 1. varaforseti ASÍ.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun