Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Þór 21-26 | Þórsarar komnir á blað Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 24. september 2020 20:53 Andri Heimir Friðriksson er spilandi aðstoðarþjálfari ÍR. MYND/ÍR Þór Ak. unnu sinni fyrsta sigur á ÍR í þriðju umferð Olís-deildar karla í Austurbergi í kvöld. Þórsarar komu mun ákveðnari til leiks og leiddu leikinn allan tímann. Lokatölur leiksins voru 21-26. Leikurinn byrjaði hægt. Þórsarar byrjuðu á að skora fyrstu tvö mörk leiksins og svo kom kafli þar sem liðin skiptust á að missa boltann og og láta verja frá sér. Þegar 15 mínútur voru búnar af leiknum leiddu Þór með tveimur mörkum en ÍR voru hinsvegar aldrei langt undan og náði á köflum að jafna. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fær Bjarki Steinn Þórisson beint rautt spjald fyrir brot á Sigurði Kristófer. Þegar flautað var til hálfleiks leiddu Þórsarar með einu marki 11-12. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Þórsarar leiddu og liðin byrjuðu aftur á að missa boltann og markmennirnir og varnarleikur beggja liða í sviðsljósinu. Þegar um stundarfjórðungur var búinn af seinni hálfleik fóru Þórsarar hinsvegar að gefa í og komu sér í sex marka forystu. ÍR-ingar reyndu að minnka muninn en það tókst hinsvegar ekki til og lokatölur leiksins 21-26. Af hverju vann Þór Ak.? Þórsarar mættu mun ákveðnari til leiks. Frá fyrstu mínútu leiksins voru þeir með yfirhöndina.Þeir nýttu færin sín vel og voru fljótir að refsa fyrir tæknifeila ÍR liðsins. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍR var það Hrannar Ingi Jóhannsson sem var atkvæðamestur með 8 mörk. Óðinn Sigurðarsson var fínn í markinu með 26% vörslu. Hjá Þór var það Ihor Kopyshynskyi með 10 mörk. Á eftir honum var það Valþór Atli Garðarsson með 5 mörk. Jovan Kukobat var með 33% vörslu. Hvað gekk illa? Heilt yfir var það leikur ÍR liðsins. Ætluðu að reyna öðruvísi varnarleik í byrjun leiks sem gekk ekki. Hik á sóknarleiknum og tapaðir boltar sem þeir máttu ekki við. Hvað er framundan? ÍR-ingar sækja Fram heim í Safamýrina, laugardaginn 3. október kl 17:00 og er leikurinn sýndur á stöð2sport. Þór Ak. fá Eyjamenn til sín í heimsókn sunnudaginn 4. október kl 15:00. Kristinn Björgúlfsson: Við vorum bara lélegir, við erum þar sem við eigum heima „Við vorum bara lélegir, við erum þar sem við eigum heima,” sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR var vonsvikinn eftir tap á móti Þór Ak. í Austurbergi í kvöld. ÍR byrjaði leikinn með varnarleik sem er sjaldséður í byrjun leikja og er gjarnan notaður á lokamínútum jafnra leikja. „Við ætluðum að sjá hvað þeir myndu gera, sjokkera þá aðeins. Það er ekki það sem fellir okkur. Við skorum ekki fyrsta markið fyrr en eftir sjö mínútur. Það er sóknarleikurinn sem fellir okkur í dag.” Bjarki Steinn Þórisson kom inn á í fyrri hálfleik, skoraði eitt mark en fékk svo beint rautt spjald eftir brot á Sigurði Kristófer en Bjarki var búinn að vera inná í rúmlega mínútu inn á vellinum. „Ég veit ekki hvort þetta var rautt spjald. Kannski var þetta rautt spjald en so be it.” „Ég persónulega get ekki farið yfir fleiri atriði. Ég er með 14 gæja sem spila leikinn, ég er of feitur til þess að vera inná en ég er ekkert svo viss um að ég yrði mikið lélegri eins og staðan er í dag,” sagði Kristinn vonsvikinn að lokum.Þorvaldur Sigurðsson: Þetta var góður liðs sigur fyrst og fremst„Það er gott að vera komin á blað og þetta var góður liðs sigur fyrst og fremst,” sagði Þorvaldur Sigurðsson, þjálfari Þór Ak. eftir sigur á ÍR í kvöld og jafnframt fyrsta sigur þeirra í Olís-deildinni í vetur. Eins og fram hefur komið eru Þór Ak. nýliðar í Olís-deild karla í vetur og hafa verið að koma sterkir inn þrátt fyrir að hafa ekki náð að landa sigri fyrr en núna „Við komum með rútu og borðum á nýjum stað.” Sagði Þorvaldur þegar hann var spurður hverju var breytt fyrir þennan leik. Þegar um fimm mínútur voru til leiks loka lá Andri Heimir eftir og þurfti að kalla sjúkraþjálfara liðsins inn á og Kristinn, þjálfari ÍR rauk einnig inná völlinn sem er sjaldséð og setti Þorvaldur spurningamerki við það. „Sennilega var þetta rétt. Kiddi er heiðursmaður þannig þetta var í góðu lagi.” Þór Ak. fá Eyjamenn í heimsókn í næstu umferð Olís-deildarinnar. „Landsbyggðar liðin eru alltaf skemmtileg í viðureignum og við bjóðum þau velkomin,“ sagði Þorvaldur að lokum Olís-deild karla ÍR Þór Akureyri
Þór Ak. unnu sinni fyrsta sigur á ÍR í þriðju umferð Olís-deildar karla í Austurbergi í kvöld. Þórsarar komu mun ákveðnari til leiks og leiddu leikinn allan tímann. Lokatölur leiksins voru 21-26. Leikurinn byrjaði hægt. Þórsarar byrjuðu á að skora fyrstu tvö mörk leiksins og svo kom kafli þar sem liðin skiptust á að missa boltann og og láta verja frá sér. Þegar 15 mínútur voru búnar af leiknum leiddu Þór með tveimur mörkum en ÍR voru hinsvegar aldrei langt undan og náði á köflum að jafna. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fær Bjarki Steinn Þórisson beint rautt spjald fyrir brot á Sigurði Kristófer. Þegar flautað var til hálfleiks leiddu Þórsarar með einu marki 11-12. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Þórsarar leiddu og liðin byrjuðu aftur á að missa boltann og markmennirnir og varnarleikur beggja liða í sviðsljósinu. Þegar um stundarfjórðungur var búinn af seinni hálfleik fóru Þórsarar hinsvegar að gefa í og komu sér í sex marka forystu. ÍR-ingar reyndu að minnka muninn en það tókst hinsvegar ekki til og lokatölur leiksins 21-26. Af hverju vann Þór Ak.? Þórsarar mættu mun ákveðnari til leiks. Frá fyrstu mínútu leiksins voru þeir með yfirhöndina.Þeir nýttu færin sín vel og voru fljótir að refsa fyrir tæknifeila ÍR liðsins. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍR var það Hrannar Ingi Jóhannsson sem var atkvæðamestur með 8 mörk. Óðinn Sigurðarsson var fínn í markinu með 26% vörslu. Hjá Þór var það Ihor Kopyshynskyi með 10 mörk. Á eftir honum var það Valþór Atli Garðarsson með 5 mörk. Jovan Kukobat var með 33% vörslu. Hvað gekk illa? Heilt yfir var það leikur ÍR liðsins. Ætluðu að reyna öðruvísi varnarleik í byrjun leiks sem gekk ekki. Hik á sóknarleiknum og tapaðir boltar sem þeir máttu ekki við. Hvað er framundan? ÍR-ingar sækja Fram heim í Safamýrina, laugardaginn 3. október kl 17:00 og er leikurinn sýndur á stöð2sport. Þór Ak. fá Eyjamenn til sín í heimsókn sunnudaginn 4. október kl 15:00. Kristinn Björgúlfsson: Við vorum bara lélegir, við erum þar sem við eigum heima „Við vorum bara lélegir, við erum þar sem við eigum heima,” sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR var vonsvikinn eftir tap á móti Þór Ak. í Austurbergi í kvöld. ÍR byrjaði leikinn með varnarleik sem er sjaldséður í byrjun leikja og er gjarnan notaður á lokamínútum jafnra leikja. „Við ætluðum að sjá hvað þeir myndu gera, sjokkera þá aðeins. Það er ekki það sem fellir okkur. Við skorum ekki fyrsta markið fyrr en eftir sjö mínútur. Það er sóknarleikurinn sem fellir okkur í dag.” Bjarki Steinn Þórisson kom inn á í fyrri hálfleik, skoraði eitt mark en fékk svo beint rautt spjald eftir brot á Sigurði Kristófer en Bjarki var búinn að vera inná í rúmlega mínútu inn á vellinum. „Ég veit ekki hvort þetta var rautt spjald. Kannski var þetta rautt spjald en so be it.” „Ég persónulega get ekki farið yfir fleiri atriði. Ég er með 14 gæja sem spila leikinn, ég er of feitur til þess að vera inná en ég er ekkert svo viss um að ég yrði mikið lélegri eins og staðan er í dag,” sagði Kristinn vonsvikinn að lokum.Þorvaldur Sigurðsson: Þetta var góður liðs sigur fyrst og fremst„Það er gott að vera komin á blað og þetta var góður liðs sigur fyrst og fremst,” sagði Þorvaldur Sigurðsson, þjálfari Þór Ak. eftir sigur á ÍR í kvöld og jafnframt fyrsta sigur þeirra í Olís-deildinni í vetur. Eins og fram hefur komið eru Þór Ak. nýliðar í Olís-deild karla í vetur og hafa verið að koma sterkir inn þrátt fyrir að hafa ekki náð að landa sigri fyrr en núna „Við komum með rútu og borðum á nýjum stað.” Sagði Þorvaldur þegar hann var spurður hverju var breytt fyrir þennan leik. Þegar um fimm mínútur voru til leiks loka lá Andri Heimir eftir og þurfti að kalla sjúkraþjálfara liðsins inn á og Kristinn, þjálfari ÍR rauk einnig inná völlinn sem er sjaldséð og setti Þorvaldur spurningamerki við það. „Sennilega var þetta rétt. Kiddi er heiðursmaður þannig þetta var í góðu lagi.” Þór Ak. fá Eyjamenn í heimsókn í næstu umferð Olís-deildarinnar. „Landsbyggðar liðin eru alltaf skemmtileg í viðureignum og við bjóðum þau velkomin,“ sagði Þorvaldur að lokum
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti