Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. september 2020 09:56 Málið verður til meðferðar í Héraðsdómi Suðurlands eftir helgi þar sem ákærðu koma fyrir dóminn. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært fjórar konur og einn karlmann fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni. Þau eru ákærð fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns árið 2016 og veist með ofbeldi að honum þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Í ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum segir að fjögur þeirra hafi haldið manninum nauðugum á höndum og fótum, snúið upp á hendur hans, klipið hann og slegið víðs vegar um líkamann, á meðan sá fimmti rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem ákærðu höfðu meðferðis. Þá eru þau ákærð fyrir ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni með því að hafa í félagi, í kjölfar þeirra atvika sem lýst er hér að ofan, veist á ný með ofbeldi að manninum, yfirbugað hann og fært hann á jörðina. Í ákærunni segir að þrjú ákærðu hafi haldið manninum nauðugum liggjandi á kviðnum á meðan eitt þeirra dró buxur hans niður fyrir rass og tróð rafmagnsrakvélinni á milli rasskinna mannsins að endaþarmsopi hans og skildi hana eftir í gangi. Þá segir í ákærunni að maðurinn sem ráðist var á hafi hlotið hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarm og að hann hafi misst nærri allt hárið af höfði sér. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í einkaréttarkröfu fórnarlambsins sem tekin er upp í ákærunni er farið fram á að ákærðu greiði honum þrjár milljónir, auk vakta frá tjónsdegi. Aðalmeðferð í málinu fer fram á mánudag og þriðjudag í héraðsdómi Suðurlands. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært fjórar konur og einn karlmann fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni. Þau eru ákærð fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns árið 2016 og veist með ofbeldi að honum þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Í ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum segir að fjögur þeirra hafi haldið manninum nauðugum á höndum og fótum, snúið upp á hendur hans, klipið hann og slegið víðs vegar um líkamann, á meðan sá fimmti rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem ákærðu höfðu meðferðis. Þá eru þau ákærð fyrir ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni með því að hafa í félagi, í kjölfar þeirra atvika sem lýst er hér að ofan, veist á ný með ofbeldi að manninum, yfirbugað hann og fært hann á jörðina. Í ákærunni segir að þrjú ákærðu hafi haldið manninum nauðugum liggjandi á kviðnum á meðan eitt þeirra dró buxur hans niður fyrir rass og tróð rafmagnsrakvélinni á milli rasskinna mannsins að endaþarmsopi hans og skildi hana eftir í gangi. Þá segir í ákærunni að maðurinn sem ráðist var á hafi hlotið hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarm og að hann hafi misst nærri allt hárið af höfði sér. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í einkaréttarkröfu fórnarlambsins sem tekin er upp í ákærunni er farið fram á að ákærðu greiði honum þrjár milljónir, auk vakta frá tjónsdegi. Aðalmeðferð í málinu fer fram á mánudag og þriðjudag í héraðsdómi Suðurlands.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sjá meira