Umfjöllun og viðtöl: FH - Fjölnir 1-0 | Seiglusigur FH í bragðdaufum leik Smári Jökull Jónsson skrifar 27. september 2020 16:55 FH - Víkingur Pepsí max deild ksí íslandsmót karla, sumar 2020 Foto: Hulda Margrét Óladóttir FH náði í þrjú stig í Pepsi Max-deildinni í dag þegar þeir unnu 1-0 sigur á fallkandídötum Fjölnis á heimavelli í dag. Varamaðurinn Morten Beck Andersen skoraði sigurmarkið á 82.mínútu eftir stoðsendingu Loga Tómassonar sem einnig kom inn sem varamaður. Það verður seint sagt um leikinn í dag að hann hafi verið fullur af gæðum. Hvorugt liðið var að leika sérstaklega vel en varnarlega voru Fjölnismenn skipulagðir og áttu auðvelt með að verjast hægu spili FH-inga. Fyrri hálfleikurinn var nánast alveg tíðindalaus en alveg undir lokin fékk Ólafur Karl Finsen dauðafæri þegar hann skallaði að marki af markteig en Atli Gunnar Guðmundsson í marki Fjölnis varði ágætlega. Í síðari hálfleik var svipað uppi á teningunum og í þeim fyrri. Fjölnismenn voru sterkari í upphafi hálfleiksins og fengu gott færi til að komast yfir á 67.mínútu þegar Jóhann Árni Gunnarsson var í fínu færi en skaut í þverslána. Mínútu síðar var svo komið að Jónatani Inga Jónssyni að skjóta í tréverkið en gott skot hans hafnaði í stönginni á marki Fjölnis. Eftir skotin tvö í markrammana vöknuðu heimamenn aðeins til lífsins. Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson gerðu breytingar sem frískuðu upp á sóknina en það voru einmitt tveir varamenn sem bjuggu til mark FH á 82.mínútu. Logi Tómasson átti þá hornspyrnu sem Morten Beck Andersen skilaði yfir línuna. Það sem eftir lifði leiks reyndu Fjölnismenn að jafna en fengu engin afgerandi færi. FH liðið er reynslumikið og varðist skipulega og hefðu getað bætt við marki sjálfir. Lokatölur 1-0 og mikilvæg stig komin í sarpinn hjá FH en Fjölnismenn eru enn án sigurs í deildinni eftir sautján umferðir. Af hverju vann FH? Ætli það hafi bara ekki verið gamla góða seiglan ásamt meiri breidd Hafnfirðinga. Það býr mikið í þessu FH-liði en þeir sýndu það alls ekki í dag. Skiptingarnar í síðari hálfleik, þegar Baldur Logi Guðlaugsson kom inn og svo Logi Tómasson og Morten Beck stuttu seinna, frískuðu upp á leik heimamanna. Fjölnismenn eru neðstir og hafa ekki unnið leik í sumar. Sóknarlega eru þeir einfaldlega ekki nógu sterkir sem sést best á því að þeir hafa aðeins skorað fimmtán mörk í sumar. Þeir voru aldrei sérlega líklegir til að skora í dag þó vissulega hafi þeir komist nálægt því. Þessir stóðu upp úr Hjá FH var Þórir Jóhann nokkuð frískur og þá verður að minnast á Loga Hrafn Róbertsson sem var að leika sinn fyrsta leik í byrjunarliði FH í Pepsi Max-deildinni. 16 ára gamall komst hann vel frá sínu í dag og skilaði sínu hlutverki með sóma. Hjá Fjölni var Hans Viktor öflugur og Atli Gunnar greip vel inn í þegar á þurfti að halda þó vissulega hafi hann átt í erfiðleikum þegar FH skoraði sigurmarkið. Hvað gekk illa? FH-ingum gekk illa á ná hraða í sinn leik. Tempóið var lítið sem ekkert og þungur völlurinn ekki að hjálpa til. Liðin leika þétt þessa dagana og eðlilegt að orkan sé ekki í hæstu hæðum. Spilið gekk almennt hægt og lítið um hættuleg hlaup eða afgerandi sendingar til að búa til eitthvað aukalega. Hvað gerist næst? FH heldur í Garðabæinn og heimsækir Stjörnuna í næsta leik á fimmtudaginn kemur. Leikurinn er mikilvægur í baráttunni um Evrópusæti og FH gæti farið langt með að skilja Stjörnuna eftir þeirri baráttu vinni þeir þann leik. Næsti leikur Fjölnis er einnig gegn Stjörnunni en þeir fá vikupásu til að hlaða batteríin. Eiður Smári vildi lítið segja um framhaldið: Það er leikur á fimmtudag gegn Stjörnunni Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH-inga var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í gegn Fjölni í dag. Hann viðurkenndi að frammistaðan hefði ekki verið upp á marga fiska. „Nei, en þrjú stig og þau eru alveg jafn mikilvæg og önnur. Þetta var erfitt í dag, það var aðeins þungt yfir okkur og völlurinn þungur. Fjölnismenn þokkalega skipulagðir og gáfu okkur alvöru leik eins og öll lið gera í efstu deild,” sagði Eiður Smári í samtali við Vísi að leik loknum. FH tapaði í toppslagnum gegn Val á fimmtudag og stigin kannski enn mikilvægari í því ljósi. „Við ætlum ekkert að minnast allt of mikið á það tap, það er bara horft fram á veginn. Þetta var klárlega ekki okkar besta frammistaða en öll okkar orka fór í þetta og við náðum að kreista út þrjú stig.” Skipting sem Eiður og Logi Ólafsson gerðu á 77.mínútu var ekki lengi að borga sig þegar Logi Tómasson lagði upp sigurmarkið í leiknum fyrir Morten Beck Andersen. „Við erum með breiðan hóp og leikmenn sem geta komið inn og breytt leikjum, það tókst í dag. Það eru ekkert bara þeir ellefu sem byrja leikinn, við erum í þessu sem ein heild og allir eiga eftir að fá mínútur og hlutverk.” „Það er ánægjulegt sama hver sem það er sem kemur inn eða byrjar inná. Logi Hrafn (Róbertsson) sem byrjaði í dag er nýorðinn 16 ára og spilaði samt eins og hann væri búinn að spila 20 ár í efstu deild.” Eiður Smári og Logi gerðu samning við FH út tímabilið en í ljósi góðs gengis FH hlýtur það að teljast líklegt að Hafnfirðingar vilji halda þeim félögum innan sinna raða. Hvað segir Eiður Smári um framhald sitt hjá FH? „Það er leikur á fimmtudaginn á móti Stjörnunni, meira veit ég ekki,” sagði Eiður Smári stuttorður. Ásmundur: Þetta er búið að gerast ansi oft Ásmundur Arnarson þjálfari Fjölnis var svekktur með niðurstöðuna úr leiknum gegn FH í dag enda kom sigurmark FH-inga þegar innan við tíu mínútur voru eftir af leiknum. „Ef við tökum þennan leik sér þá er frammistaðan hér í dag heilt yfir mjög góð. Þetta var jafn leikur og hefði getað endað hvoru megin sem var.” „Það er spurning hvort við séum farnir að venjast þessu, þetta er búið að gerast ansi oft,” sagði Ásmundur þegar hann var spurður hvernig tilfinningin væri að fá á sig mark svona seint. „Menn gleyma sér augnablik, sérstaklega í þessum föstu leikatriðum. Þar erum við kannski aðeins undir í líkamlegum burðum og þess vegna erum við að lenda í því. Markmaðurinn kemst ekki í boltann, virðist vera aðeins hindraður og svo komast menn ekki að. Við gleymum manni á fjær og þannig er þetta bara.” Fannst honum eiga að dæma aukaspyrnu á FH-inga þegar markið var skorað? „Ég sé það ekki. Ég heyrði í markmanninum mínum um hvernig þetta var og það var stigið inn í hann eins og oft er í þessu. Ég ætla ekkert að tjá mig um það hvort þetta var brot eða ekki.” Lengst af í leiknum áttu Fjölnismenn í fullu tré við FH-inga og höfðu yfirhöndina á löngum köflum. „Uppleggið var að verjast vel, pressa á réttum augnablikum og reyna að loka á vængspilið. Við ætluðum síðan að nýta svæðin og reyna að sækja hratt og refsa. Planið gekk nokkuð vel nema það kemur mark á okkur eftir horn og við nýtum ekki okkar möguleika. Við áttum sláarskot og fyrirgjafir sem fóru í gegnum pakkann Þetta hefði alveg getað dottið hinu megin.” Ásmundur tók sér góðan tíma með sínum mönnum inni í klefa eftir leik og sagði að þar hefði aðeins verið að ræða framhaldið en Fjölnismenn eru í nánast vonlausri stöðu í neðsta sæti deildarinnar. „Við vorum bara að átta okkur aðeins betur á hlutunum og fara aðeins yfir framhaldið. Þetta er auðvitað vond og leiðinleg staða. Það er mikilvægt að halda haus og klára sumarið af krafti, halda andanum góðum,” sagði Ásmundur að lokum. Logi: Reyndi að finna svæðið fyrir framan markmanninn Logi Tómasson átti fína innkomu í lið FH í dag. Hann fékk ekki nema rúmar þrettán mínútur en náði að leggja upp mark og varnarlega greip hann inn í á mikilvægum augnablikum. „Geggjað að koma inn og vera með stoðsendingu. Það er alltaf planið þegar maður kemur af bekknum að reyna að skora eða reyna að vinna leikinn. Gott að vera með stoðsendingu í dag,” sagði Logi þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Logi og Morten Beck Andersen kom inn á sama tíma á 77.mínútu leiksins og það var einmitt Morten Beck sem skoraði sigurmarkið í dag eftir hornspyrnu Loga. Ræddu þeir eitthvað föst leikatriði áður en þeir komu inná? „Nei nei, ég kom bara með boltann og hann stangaði hann inn. Ég reyndi að finna svæðið fyrir framan markmanninn og þeir ráðast svo á boltann.” Logi sagði menn alls ekki vera hætta í Hafnarfirðinum þó svo að vonin um titilinn hafi minnkað verulega eftir tapið gegn Val á fimmtudag. „Við erum í 2.sæti og ætlum að reyna að saxa á Valsmennina. Það var ekkert erfitt að gíra sig upp fyrir þennan leik, við ætluðum bara að vinna hann eins og alla leiki,” sagði Logi að endingu. Pepsi Max-deild karla FH Fjölnir
FH náði í þrjú stig í Pepsi Max-deildinni í dag þegar þeir unnu 1-0 sigur á fallkandídötum Fjölnis á heimavelli í dag. Varamaðurinn Morten Beck Andersen skoraði sigurmarkið á 82.mínútu eftir stoðsendingu Loga Tómassonar sem einnig kom inn sem varamaður. Það verður seint sagt um leikinn í dag að hann hafi verið fullur af gæðum. Hvorugt liðið var að leika sérstaklega vel en varnarlega voru Fjölnismenn skipulagðir og áttu auðvelt með að verjast hægu spili FH-inga. Fyrri hálfleikurinn var nánast alveg tíðindalaus en alveg undir lokin fékk Ólafur Karl Finsen dauðafæri þegar hann skallaði að marki af markteig en Atli Gunnar Guðmundsson í marki Fjölnis varði ágætlega. Í síðari hálfleik var svipað uppi á teningunum og í þeim fyrri. Fjölnismenn voru sterkari í upphafi hálfleiksins og fengu gott færi til að komast yfir á 67.mínútu þegar Jóhann Árni Gunnarsson var í fínu færi en skaut í þverslána. Mínútu síðar var svo komið að Jónatani Inga Jónssyni að skjóta í tréverkið en gott skot hans hafnaði í stönginni á marki Fjölnis. Eftir skotin tvö í markrammana vöknuðu heimamenn aðeins til lífsins. Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson gerðu breytingar sem frískuðu upp á sóknina en það voru einmitt tveir varamenn sem bjuggu til mark FH á 82.mínútu. Logi Tómasson átti þá hornspyrnu sem Morten Beck Andersen skilaði yfir línuna. Það sem eftir lifði leiks reyndu Fjölnismenn að jafna en fengu engin afgerandi færi. FH liðið er reynslumikið og varðist skipulega og hefðu getað bætt við marki sjálfir. Lokatölur 1-0 og mikilvæg stig komin í sarpinn hjá FH en Fjölnismenn eru enn án sigurs í deildinni eftir sautján umferðir. Af hverju vann FH? Ætli það hafi bara ekki verið gamla góða seiglan ásamt meiri breidd Hafnfirðinga. Það býr mikið í þessu FH-liði en þeir sýndu það alls ekki í dag. Skiptingarnar í síðari hálfleik, þegar Baldur Logi Guðlaugsson kom inn og svo Logi Tómasson og Morten Beck stuttu seinna, frískuðu upp á leik heimamanna. Fjölnismenn eru neðstir og hafa ekki unnið leik í sumar. Sóknarlega eru þeir einfaldlega ekki nógu sterkir sem sést best á því að þeir hafa aðeins skorað fimmtán mörk í sumar. Þeir voru aldrei sérlega líklegir til að skora í dag þó vissulega hafi þeir komist nálægt því. Þessir stóðu upp úr Hjá FH var Þórir Jóhann nokkuð frískur og þá verður að minnast á Loga Hrafn Róbertsson sem var að leika sinn fyrsta leik í byrjunarliði FH í Pepsi Max-deildinni. 16 ára gamall komst hann vel frá sínu í dag og skilaði sínu hlutverki með sóma. Hjá Fjölni var Hans Viktor öflugur og Atli Gunnar greip vel inn í þegar á þurfti að halda þó vissulega hafi hann átt í erfiðleikum þegar FH skoraði sigurmarkið. Hvað gekk illa? FH-ingum gekk illa á ná hraða í sinn leik. Tempóið var lítið sem ekkert og þungur völlurinn ekki að hjálpa til. Liðin leika þétt þessa dagana og eðlilegt að orkan sé ekki í hæstu hæðum. Spilið gekk almennt hægt og lítið um hættuleg hlaup eða afgerandi sendingar til að búa til eitthvað aukalega. Hvað gerist næst? FH heldur í Garðabæinn og heimsækir Stjörnuna í næsta leik á fimmtudaginn kemur. Leikurinn er mikilvægur í baráttunni um Evrópusæti og FH gæti farið langt með að skilja Stjörnuna eftir þeirri baráttu vinni þeir þann leik. Næsti leikur Fjölnis er einnig gegn Stjörnunni en þeir fá vikupásu til að hlaða batteríin. Eiður Smári vildi lítið segja um framhaldið: Það er leikur á fimmtudag gegn Stjörnunni Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH-inga var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í gegn Fjölni í dag. Hann viðurkenndi að frammistaðan hefði ekki verið upp á marga fiska. „Nei, en þrjú stig og þau eru alveg jafn mikilvæg og önnur. Þetta var erfitt í dag, það var aðeins þungt yfir okkur og völlurinn þungur. Fjölnismenn þokkalega skipulagðir og gáfu okkur alvöru leik eins og öll lið gera í efstu deild,” sagði Eiður Smári í samtali við Vísi að leik loknum. FH tapaði í toppslagnum gegn Val á fimmtudag og stigin kannski enn mikilvægari í því ljósi. „Við ætlum ekkert að minnast allt of mikið á það tap, það er bara horft fram á veginn. Þetta var klárlega ekki okkar besta frammistaða en öll okkar orka fór í þetta og við náðum að kreista út þrjú stig.” Skipting sem Eiður og Logi Ólafsson gerðu á 77.mínútu var ekki lengi að borga sig þegar Logi Tómasson lagði upp sigurmarkið í leiknum fyrir Morten Beck Andersen. „Við erum með breiðan hóp og leikmenn sem geta komið inn og breytt leikjum, það tókst í dag. Það eru ekkert bara þeir ellefu sem byrja leikinn, við erum í þessu sem ein heild og allir eiga eftir að fá mínútur og hlutverk.” „Það er ánægjulegt sama hver sem það er sem kemur inn eða byrjar inná. Logi Hrafn (Róbertsson) sem byrjaði í dag er nýorðinn 16 ára og spilaði samt eins og hann væri búinn að spila 20 ár í efstu deild.” Eiður Smári og Logi gerðu samning við FH út tímabilið en í ljósi góðs gengis FH hlýtur það að teljast líklegt að Hafnfirðingar vilji halda þeim félögum innan sinna raða. Hvað segir Eiður Smári um framhald sitt hjá FH? „Það er leikur á fimmtudaginn á móti Stjörnunni, meira veit ég ekki,” sagði Eiður Smári stuttorður. Ásmundur: Þetta er búið að gerast ansi oft Ásmundur Arnarson þjálfari Fjölnis var svekktur með niðurstöðuna úr leiknum gegn FH í dag enda kom sigurmark FH-inga þegar innan við tíu mínútur voru eftir af leiknum. „Ef við tökum þennan leik sér þá er frammistaðan hér í dag heilt yfir mjög góð. Þetta var jafn leikur og hefði getað endað hvoru megin sem var.” „Það er spurning hvort við séum farnir að venjast þessu, þetta er búið að gerast ansi oft,” sagði Ásmundur þegar hann var spurður hvernig tilfinningin væri að fá á sig mark svona seint. „Menn gleyma sér augnablik, sérstaklega í þessum föstu leikatriðum. Þar erum við kannski aðeins undir í líkamlegum burðum og þess vegna erum við að lenda í því. Markmaðurinn kemst ekki í boltann, virðist vera aðeins hindraður og svo komast menn ekki að. Við gleymum manni á fjær og þannig er þetta bara.” Fannst honum eiga að dæma aukaspyrnu á FH-inga þegar markið var skorað? „Ég sé það ekki. Ég heyrði í markmanninum mínum um hvernig þetta var og það var stigið inn í hann eins og oft er í þessu. Ég ætla ekkert að tjá mig um það hvort þetta var brot eða ekki.” Lengst af í leiknum áttu Fjölnismenn í fullu tré við FH-inga og höfðu yfirhöndina á löngum köflum. „Uppleggið var að verjast vel, pressa á réttum augnablikum og reyna að loka á vængspilið. Við ætluðum síðan að nýta svæðin og reyna að sækja hratt og refsa. Planið gekk nokkuð vel nema það kemur mark á okkur eftir horn og við nýtum ekki okkar möguleika. Við áttum sláarskot og fyrirgjafir sem fóru í gegnum pakkann Þetta hefði alveg getað dottið hinu megin.” Ásmundur tók sér góðan tíma með sínum mönnum inni í klefa eftir leik og sagði að þar hefði aðeins verið að ræða framhaldið en Fjölnismenn eru í nánast vonlausri stöðu í neðsta sæti deildarinnar. „Við vorum bara að átta okkur aðeins betur á hlutunum og fara aðeins yfir framhaldið. Þetta er auðvitað vond og leiðinleg staða. Það er mikilvægt að halda haus og klára sumarið af krafti, halda andanum góðum,” sagði Ásmundur að lokum. Logi: Reyndi að finna svæðið fyrir framan markmanninn Logi Tómasson átti fína innkomu í lið FH í dag. Hann fékk ekki nema rúmar þrettán mínútur en náði að leggja upp mark og varnarlega greip hann inn í á mikilvægum augnablikum. „Geggjað að koma inn og vera með stoðsendingu. Það er alltaf planið þegar maður kemur af bekknum að reyna að skora eða reyna að vinna leikinn. Gott að vera með stoðsendingu í dag,” sagði Logi þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Logi og Morten Beck Andersen kom inn á sama tíma á 77.mínútu leiksins og það var einmitt Morten Beck sem skoraði sigurmarkið í dag eftir hornspyrnu Loga. Ræddu þeir eitthvað föst leikatriði áður en þeir komu inná? „Nei nei, ég kom bara með boltann og hann stangaði hann inn. Ég reyndi að finna svæðið fyrir framan markmanninn og þeir ráðast svo á boltann.” Logi sagði menn alls ekki vera hætta í Hafnarfirðinum þó svo að vonin um titilinn hafi minnkað verulega eftir tapið gegn Val á fimmtudag. „Við erum í 2.sæti og ætlum að reyna að saxa á Valsmennina. Það var ekkert erfitt að gíra sig upp fyrir þennan leik, við ætluðum bara að vinna hann eins og alla leiki,” sagði Logi að endingu.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti