Lífeyrissjóðir sem eiga í Eimskip skoða stöðuna og vilja skýringar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2020 20:13 Lífeyrissjóðir eiga stóran hlut í Eimskip Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóðir sem samtals eiga yfir þriðjungshlut í Eimskip skoða nú stöðuna sem upp er komin eftir meint brot félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu og niðurrif tveggja skipa félagsins. Að minnsta kosti einn þeirra hyggst óska eftir útskýringum frá stjórn Eimskips. Greint var frá því í dag að Umhverfisstofnun hefði kært Eimskip til héraðssaksóknara fyrir brot á lögum um meðhöndlun úrgangs vegna sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi, sem enduðu í niðurrifi við strendur Indlands. Eimskip hafnar ásökum um að hafa brotið lög. Fjallað var um málið í Kveik á RÚV í gær þar sem því var meðal annars haldið fram af forsvarmanni Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Lífeyrissjóðirnir skoða stöðuna Íslenskir lífeyrissjóðir eru á meðal stærstu eigenda Eimskipa og starfa þeir meðal annars eftir fjárfestingarstefnu þar sem horft er til samfélagslegrar- og umhverfislegrar ábyrgðar þeirra fyrirtækja sem fjárfest í. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem samtals á um níu prósenta hlut í félaginu, segir í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins að sjóðurinn geri kröfu til þess að félög, sem sjóðurinn fjárfestir í, sýni ábyrgð gagnvart félagslegum þáttum, umhverfislegum þáttum og að starfað sé í samræmi við viðurkenndar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. „Í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks mun sjóðurinn óska eftir skýringum frá Eimskip vegna þess sem þar kom fram,“ segir í svari frá Hörpu. LV lítur málið alvarlegum augum Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti eigandi Eimskips með 14,7 prósenta hlut. Í svari við fyrispurn Vísis vegna málsins segir að það sé nú til skoðunar hjá sjóðnum, en að það sé litið alvarlegum augum. Von sé á frekari viðbrögðum eftir helgi. Í fjárfestingarstefnu sjóðsins er meðal annars tekið fram að áhersla sé lögð á að stjórnendur þeirra félaga sem fjárfest er í gæti að reglum og viðmiðum sem gilda fyrir viðkomandi starfsemi varðandi umhverfismál. Gildi - lífeyrissjóður er þriðji stærsti eigandi Eimskips með 13,43 prósenta hlut. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að þau vinnubrögð sem lýst hafi verið í þætti Kveiks rími illa við stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Málið verði tekið til skoðunar og beðið sé eftir viðbrögðum félagsins. Í yfirlýsingu sem Eimskip gaf út í dag vegna málsins hafnar það ásökunum um að það hafi brotið lög um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu á skipunum tveimu. Félagið telji sig hafa farið eftir lögum í einu og öllu við söluna. Lífeyrissjóðir Umhverfismál Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Tengdar fréttir Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42 Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Gjörbreyta sameignarforminu vegna útspils Seðlabankans Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Sjá meira
Lífeyrissjóðir sem samtals eiga yfir þriðjungshlut í Eimskip skoða nú stöðuna sem upp er komin eftir meint brot félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu og niðurrif tveggja skipa félagsins. Að minnsta kosti einn þeirra hyggst óska eftir útskýringum frá stjórn Eimskips. Greint var frá því í dag að Umhverfisstofnun hefði kært Eimskip til héraðssaksóknara fyrir brot á lögum um meðhöndlun úrgangs vegna sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi, sem enduðu í niðurrifi við strendur Indlands. Eimskip hafnar ásökum um að hafa brotið lög. Fjallað var um málið í Kveik á RÚV í gær þar sem því var meðal annars haldið fram af forsvarmanni Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Lífeyrissjóðirnir skoða stöðuna Íslenskir lífeyrissjóðir eru á meðal stærstu eigenda Eimskipa og starfa þeir meðal annars eftir fjárfestingarstefnu þar sem horft er til samfélagslegrar- og umhverfislegrar ábyrgðar þeirra fyrirtækja sem fjárfest í. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem samtals á um níu prósenta hlut í félaginu, segir í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins að sjóðurinn geri kröfu til þess að félög, sem sjóðurinn fjárfestir í, sýni ábyrgð gagnvart félagslegum þáttum, umhverfislegum þáttum og að starfað sé í samræmi við viðurkenndar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. „Í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks mun sjóðurinn óska eftir skýringum frá Eimskip vegna þess sem þar kom fram,“ segir í svari frá Hörpu. LV lítur málið alvarlegum augum Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti eigandi Eimskips með 14,7 prósenta hlut. Í svari við fyrispurn Vísis vegna málsins segir að það sé nú til skoðunar hjá sjóðnum, en að það sé litið alvarlegum augum. Von sé á frekari viðbrögðum eftir helgi. Í fjárfestingarstefnu sjóðsins er meðal annars tekið fram að áhersla sé lögð á að stjórnendur þeirra félaga sem fjárfest er í gæti að reglum og viðmiðum sem gilda fyrir viðkomandi starfsemi varðandi umhverfismál. Gildi - lífeyrissjóður er þriðji stærsti eigandi Eimskips með 13,43 prósenta hlut. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að þau vinnubrögð sem lýst hafi verið í þætti Kveiks rími illa við stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Málið verði tekið til skoðunar og beðið sé eftir viðbrögðum félagsins. Í yfirlýsingu sem Eimskip gaf út í dag vegna málsins hafnar það ásökunum um að það hafi brotið lög um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu á skipunum tveimu. Félagið telji sig hafa farið eftir lögum í einu og öllu við söluna.
Lífeyrissjóðir Umhverfismál Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Tengdar fréttir Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42 Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Gjörbreyta sameignarforminu vegna útspils Seðlabankans Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Sjá meira
Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42
Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24
Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13