Handbolti

Orri: NFL-sendingar frá Bjögga

Benedikt Grétarsson skrifar
Orri Freyr Þorkelsson lék vel í kvöld.
Orri Freyr Þorkelsson lék vel í kvöld. vísir/bára

„Þetta var ekki gott í fyrri hálfleik og við töpuðum alltof mörgum boltum. Ég veit ekki hversu mörgum við töpuðum en held að þeir voru 9-10 talsins. Það var mjög lélegt. Svo kemur þéttleiki og varnarleikur í seinni hálfleik og þannig vinnum við leikinn,“ sagði Orri Freyr Þorkelsson eftir 26-32 sigur Hauka gegn Stjörnunni.

Haukar hafa fengið nokkra nýja leikmenn fyrir veturinn. Hvernig er liðið að slípast saman?

„Við höfum æft mjög mikið, þrátt fyrir smá hlé í ágúst og höfum náð góðum takti í liðið. Við erum að slípast betur saman við nýju mennina með hverjum leiknum. Við erum á réttri leið.“

BJörgvin Páll Gústavsson er einn þeirra sem Haukar fengu og Orri segir það notalegt fyrir hraðupphlaupsmann að hafa mann með slíka sendingargetu í markinu.

„Klárlega gott mál. Þetta eru auðvitað bara bombur fram völlinn. Ég veit eiginlega ekki hvar ég ætti að finna betri sendingar fram í heiminum. Þetta eru eiginlega bara NFL-sendingar og það er fáránlega gott að fá svona bolta fram. Leikurinn í kvöld var frekar þéttur allur og lítið um hraðupphlaup en það er geggjað að vera með svona gaur fyrir aftan sig að dæla boltum fram.“

Haukr misnotuðu fimm víti gegn ÍBV en Orri var öruggur lengstum í leiknum í kvöld. Síðasta vítið fór þó forgörðum. Hvað era ð gerast á línunni?

„Úff, ég veit það ekki. Ég fékk boltann þó aftur og skoraði. Ætli það sé ekki ágætis sárabót, “ sagði Orri að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×