Nokkrir íslenskir knattspyrnumenn voru að ljúka sínum helgarverkefnum í efstu deildum Evrópu.
Mikael Neville Anderson lék allan leikinn í 1-0 sigri Midtjylland á Randers í dönsku úrvalsdeildinni.
Í Grikklandi lék Sverrir Ingi Ingason allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PAOK sem gerði markalaust jafntefli við Volos. Annað jafntefli PAOK í fyrstu þremur umferðum deildarinnar.
Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn fyrir Sandefjord sem gerði sér lítið fyrir og lagði Molde á útivelli, 0-1.