Segja að Britney fái ekki ósanngjarna meðferð hjá dómurunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2020 16:30 Britney Cots er á sínu þriðja tímabili hjá FH. mynd/fh Eftir tap FH fyrir KA/Þór, 19-21, um helgina kvartaði Jakob Lárusson, þjálfari FH-inga, yfir því að besti sóknarmaður liðsins, Britney Cots, fengi ekki sanngjarna meðferð hjá dómurum Olís-deildarinnar. „Mér þótti og þykir Britney ekki fá sömu meðferð og aðrir leikmenn í þessum leik. Það mátti hanga á henni og toga í hana [...] Ég hef rætt þessi mál við marga dómara síðan hún fór að spila með okkur. Það er gjörsamlega óþolandi og ólíðandi hvernig farið er með hana í leikjum,“ sagði Jakob í samtali við handbolta.is eftir leikinn gegn KA/Þór. Haraldur Þorvarðarson fór yfir leikinn fyrir Seinni bylgjuna og gat ekki séð að Britney fengi ósanngjarna meðferð hjá dómurunum. „Hún var tekin úr umferð. Hún er rosalega hreyfanleg og alltaf á milljón. Það voru einhver peysutog en þeim var refsað 2-3 sinnum fyrir það af dómurunum. Þær fengu tvær mínútur fyrir það. Í þessum leikjum sem eru búnir, ég get ekki séð að hún fái misjafna meðferð,“ sagði Haraldur. Þorgerður Anna Atladóttir tók í sama streng. „Síðasti leikur, gegn Haukum, var líka mjög jafn. Ég lýsti honum og tók ekki eftir þessu þá, að hún fái öðruvísi meðhöndlun. En auðvitað fylgir alltaf harka þegar þú tekur leikmann út, sérstaklega þegar hann er svona hreyfanlegur og vill komast í boltann. En eins og Halli segir var þeim refsað fyrir það og ég veit ekki hvað hann vill meira fyrir það.“ Britney skoraði þrjú mörk í leiknum gegn KA/Þór eftir að hafa skorað ellefu mörk í fyrstu tveimur leikjum FH í Olís-deildinni. Klippa: Seinni Bylgjan - Umræða um Britney Cots Olís-deild kvenna Seinni bylgjan FH Tengdar fréttir Sunna skein skært gegn Val: „Heldur betur búin að gefa í“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar hrósuðu Sunnu Jónsdóttur í hástert eftir framgöngu hennar í 23-22 sigri ÍBV gegn Val í Olís-deildinni. 29. september 2020 16:31 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Eftir tap FH fyrir KA/Þór, 19-21, um helgina kvartaði Jakob Lárusson, þjálfari FH-inga, yfir því að besti sóknarmaður liðsins, Britney Cots, fengi ekki sanngjarna meðferð hjá dómurum Olís-deildarinnar. „Mér þótti og þykir Britney ekki fá sömu meðferð og aðrir leikmenn í þessum leik. Það mátti hanga á henni og toga í hana [...] Ég hef rætt þessi mál við marga dómara síðan hún fór að spila með okkur. Það er gjörsamlega óþolandi og ólíðandi hvernig farið er með hana í leikjum,“ sagði Jakob í samtali við handbolta.is eftir leikinn gegn KA/Þór. Haraldur Þorvarðarson fór yfir leikinn fyrir Seinni bylgjuna og gat ekki séð að Britney fengi ósanngjarna meðferð hjá dómurunum. „Hún var tekin úr umferð. Hún er rosalega hreyfanleg og alltaf á milljón. Það voru einhver peysutog en þeim var refsað 2-3 sinnum fyrir það af dómurunum. Þær fengu tvær mínútur fyrir það. Í þessum leikjum sem eru búnir, ég get ekki séð að hún fái misjafna meðferð,“ sagði Haraldur. Þorgerður Anna Atladóttir tók í sama streng. „Síðasti leikur, gegn Haukum, var líka mjög jafn. Ég lýsti honum og tók ekki eftir þessu þá, að hún fái öðruvísi meðhöndlun. En auðvitað fylgir alltaf harka þegar þú tekur leikmann út, sérstaklega þegar hann er svona hreyfanlegur og vill komast í boltann. En eins og Halli segir var þeim refsað fyrir það og ég veit ekki hvað hann vill meira fyrir það.“ Britney skoraði þrjú mörk í leiknum gegn KA/Þór eftir að hafa skorað ellefu mörk í fyrstu tveimur leikjum FH í Olís-deildinni. Klippa: Seinni Bylgjan - Umræða um Britney Cots
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan FH Tengdar fréttir Sunna skein skært gegn Val: „Heldur betur búin að gefa í“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar hrósuðu Sunnu Jónsdóttur í hástert eftir framgöngu hennar í 23-22 sigri ÍBV gegn Val í Olís-deildinni. 29. september 2020 16:31 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Sunna skein skært gegn Val: „Heldur betur búin að gefa í“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar hrósuðu Sunnu Jónsdóttur í hástert eftir framgöngu hennar í 23-22 sigri ÍBV gegn Val í Olís-deildinni. 29. september 2020 16:31