Hvíti bíllinn Frú Ragnheiður Marín Þórsdóttir skrifar 1. október 2020 08:30 Klukkan er 18:00 og þriggja manna hópur sjálfboðaliða safnast saman á lítilli skrifstofu við Efstaleiti 9. Fjórði sjálfboðboðaliðinn er á bakvakt tilbúinn til að aðstoða vaktina ef þörf er á. Hópurinn sem mættur er til starfa er hluti af 100 manna vettvangshóp sem ferðast um á Sprinter-bifreið, með aðgengilega heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettasta hópinn í okkar samfélagi; heimilislausa og fólk sem notar vímuefni í æð. Sjálfboðaliðar verkefnisins sinna starfi sínu sex daga vikunnar, allan ársins hring. Þá skiptir ekki máli hvort veðrið sé slæmt eða hvort flestir séu að halda jólin hátíðleg. Farið skal af stað því stað því þörfin fyrir þjónustuna er mikil. Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður þjónustar í dag yfir 500 einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu. Keyrt er um öll hverfi borgarinnar og sveitafélögin þar í kring, Seltjarnarnes, Garðabæ, Kópavog, Hafnafjörð sem og Mosfellsbæ. Á öllum þessum stöðum eru einstaklingar sem þurfa aðstoð frá Frú Ragnheiði. Hópurinn sem notar vímuefni í æð er mjög fjölbreyttur og hefur aðsetur víða. Með færanlegri heilbrigðisþjónustu sem starfrækt er í bílnum getum við þjónustað breiðan, en jaðarsettan hóp. Bíllinn sem nýttur er í verkefnið er undirstaða þess og án hans gætum við ekki haldið úti þessu mikilvæga starfi. Auk þess að vera faratæki sem flytur starfsemina milli hverfa og þar sem hennar er þörf hverju sinni, veitir bifreiðin athvarf fyrir þá skjólstæðinga sem nýta þjónustuna. Bíllinn er sérútbúinn með þeim hætti að þar inni er hægt að setjast niður, skipta um umbúðir á sárum, hlúa að minniháttar áverkum, veita sálrænan stuðning og skaðaminnkandi samtal í skjóli nafnleyndar. Á síðustu árum hefur bíllinn verið keyrður 380.000 km og nú er svo komið að hann er farinn að bila töluvert, og þrátt fyrir þá miklu alúð sem sjálfboðaliðahópurinn sýnir honum er þörf á að skipta honum út fyrir nýjan. Í dag hrindum við af stað söfnun fyrir nýjum bíl fyrir Frú Ragnheiði. Með kærri þökk fyrir stuðninginn, Höfundur er forstöðumaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Félagasamtök Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Klukkan er 18:00 og þriggja manna hópur sjálfboðaliða safnast saman á lítilli skrifstofu við Efstaleiti 9. Fjórði sjálfboðboðaliðinn er á bakvakt tilbúinn til að aðstoða vaktina ef þörf er á. Hópurinn sem mættur er til starfa er hluti af 100 manna vettvangshóp sem ferðast um á Sprinter-bifreið, með aðgengilega heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettasta hópinn í okkar samfélagi; heimilislausa og fólk sem notar vímuefni í æð. Sjálfboðaliðar verkefnisins sinna starfi sínu sex daga vikunnar, allan ársins hring. Þá skiptir ekki máli hvort veðrið sé slæmt eða hvort flestir séu að halda jólin hátíðleg. Farið skal af stað því stað því þörfin fyrir þjónustuna er mikil. Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður þjónustar í dag yfir 500 einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu. Keyrt er um öll hverfi borgarinnar og sveitafélögin þar í kring, Seltjarnarnes, Garðabæ, Kópavog, Hafnafjörð sem og Mosfellsbæ. Á öllum þessum stöðum eru einstaklingar sem þurfa aðstoð frá Frú Ragnheiði. Hópurinn sem notar vímuefni í æð er mjög fjölbreyttur og hefur aðsetur víða. Með færanlegri heilbrigðisþjónustu sem starfrækt er í bílnum getum við þjónustað breiðan, en jaðarsettan hóp. Bíllinn sem nýttur er í verkefnið er undirstaða þess og án hans gætum við ekki haldið úti þessu mikilvæga starfi. Auk þess að vera faratæki sem flytur starfsemina milli hverfa og þar sem hennar er þörf hverju sinni, veitir bifreiðin athvarf fyrir þá skjólstæðinga sem nýta þjónustuna. Bíllinn er sérútbúinn með þeim hætti að þar inni er hægt að setjast niður, skipta um umbúðir á sárum, hlúa að minniháttar áverkum, veita sálrænan stuðning og skaðaminnkandi samtal í skjóli nafnleyndar. Á síðustu árum hefur bíllinn verið keyrður 380.000 km og nú er svo komið að hann er farinn að bila töluvert, og þrátt fyrir þá miklu alúð sem sjálfboðaliðahópurinn sýnir honum er þörf á að skipta honum út fyrir nýjan. Í dag hrindum við af stað söfnun fyrir nýjum bíl fyrir Frú Ragnheiði. Með kærri þökk fyrir stuðninginn, Höfundur er forstöðumaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar