Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta og Björn verður sveitarstjóri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2020 18:43 Gert er ráð fyrir að Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, verði sveitarstjóri í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Björn var jafnframt formaður sameiningarnefndar við undirbúning sameiningarinnar. Vísir/Egill Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. Stefnt er að því að semja við Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, um að taka að sér starf sveitarstjóra í sveitarfélaginu út kjörtímabilið. Að því er fram kemur í tilkynningu um myndun meirihluta í nýju sveitarfélagi var samningurinn undirritaður rafrænt „til að leggja áherslu á vilja framboðanna til að þróa rafræna stjórnsýslu þar sem fulltrúar hvaðanæva að úr sveitarfélaginu geti tekið virkan þátt í starfsemi þess.“ Gert er ráð fyrir töluverðum stjórnkerfisbreytingum samhliða sameiningu sveitarfélaganna og verða nefndir og ráð öllu færri en áður hefur tíðkast. Fundir verða tíðari og nefndir og ráð munu fara með aukin verkefni. Sjálfstæðismenn munu tilnefna sinn fulltrúa í embætti forseta bæjarstjórnar og formanns byggðaráðs, auk þess að fara með formennsku í nýju fjölskylduráði. Framsóknarmenn munu hins vegar fara með formennsku í nýju umhverfis- og framkvæmdaráði. „Í málefnasamningnum er komið víða við. Áhersla er lögð á að byggja upp stjórnsýslu hins nýja sveitarfélags með starfsemi í öllum byggðakjörnum, ná fram sérhæfingu starfsfólks, samlegð í rekstri og betri nýtingu fjármuna. Hefja á vinnu við nýtt aðalskipulag og húsnæðisáætlun auk þess sem þrýst verði á um samgöngubætur, uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og að fé verði veitt til hafnaframkvæmda,“ segir í tilkynningunni. „Boðað er að stutt verði við uppbyggingu fiskeldis í sveitarfélaginu og einnig að sveitarfélagið geti boðið öllum börnum frá 12 mánaða aldri leikskólavist. Í því skyni verði unnið að staðarvali og hönnun nýs leikskóla á Egilsstöðum. Einnig er rík áhersla lögð á bætta heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu og að komið verði upp aðstöðu til fullkominnar bráðagreiningar við heilsugæsluna á Egilsstöðum,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá verði lögð áhersla á ábyrgð kjörinna fulltrúa hvað varðar mótun hefða og venja í nýju stjórnkerfi og er því jafnframt heitið að lögð verði áhersla á góða samvinnu allra fulltrúa í sveitarstjórn. Sveitarstjórnarmál Djúpivogur Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Múlaþing Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. Stefnt er að því að semja við Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, um að taka að sér starf sveitarstjóra í sveitarfélaginu út kjörtímabilið. Að því er fram kemur í tilkynningu um myndun meirihluta í nýju sveitarfélagi var samningurinn undirritaður rafrænt „til að leggja áherslu á vilja framboðanna til að þróa rafræna stjórnsýslu þar sem fulltrúar hvaðanæva að úr sveitarfélaginu geti tekið virkan þátt í starfsemi þess.“ Gert er ráð fyrir töluverðum stjórnkerfisbreytingum samhliða sameiningu sveitarfélaganna og verða nefndir og ráð öllu færri en áður hefur tíðkast. Fundir verða tíðari og nefndir og ráð munu fara með aukin verkefni. Sjálfstæðismenn munu tilnefna sinn fulltrúa í embætti forseta bæjarstjórnar og formanns byggðaráðs, auk þess að fara með formennsku í nýju fjölskylduráði. Framsóknarmenn munu hins vegar fara með formennsku í nýju umhverfis- og framkvæmdaráði. „Í málefnasamningnum er komið víða við. Áhersla er lögð á að byggja upp stjórnsýslu hins nýja sveitarfélags með starfsemi í öllum byggðakjörnum, ná fram sérhæfingu starfsfólks, samlegð í rekstri og betri nýtingu fjármuna. Hefja á vinnu við nýtt aðalskipulag og húsnæðisáætlun auk þess sem þrýst verði á um samgöngubætur, uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og að fé verði veitt til hafnaframkvæmda,“ segir í tilkynningunni. „Boðað er að stutt verði við uppbyggingu fiskeldis í sveitarfélaginu og einnig að sveitarfélagið geti boðið öllum börnum frá 12 mánaða aldri leikskólavist. Í því skyni verði unnið að staðarvali og hönnun nýs leikskóla á Egilsstöðum. Einnig er rík áhersla lögð á bætta heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu og að komið verði upp aðstöðu til fullkominnar bráðagreiningar við heilsugæsluna á Egilsstöðum,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá verði lögð áhersla á ábyrgð kjörinna fulltrúa hvað varðar mótun hefða og venja í nýju stjórnkerfi og er því jafnframt heitið að lögð verði áhersla á góða samvinnu allra fulltrúa í sveitarstjórn.
Sveitarstjórnarmál Djúpivogur Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Múlaþing Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira