Guðjón Valur einn sá metnaðarfyllsti sem ég hef kynnst Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2020 10:31 Guðjón Valur Sigurðsson ræðir við leikmenn sína á æfingu Gummersbach. mynd/@vflgummersbach Guðjón Valur Sigurðsson veit nákvæmlega hvað hann vill, hugsar enn eins og leikmaður og er með gríðarlega mikinn metnað sem þjálfari. Þetta segir Timm Schneider sem Guðjón Valur valdi sem fyrirliða þýska handknattleiksliðsins Gummersbach. Liðið er talið líklegt til að berjast um efstu sætin í 2. deild í vetur. Guðjón lagði skóna á hilluna í vor eftir glæstan feril og mun nú reyna sig við þjálfun í fyrsta sinn. „Hann er mjög yfirvegaður. Maður sér það strax að Goggi [Guðjón Valur] veit nákvæmlega hvað hann vill. Það er gott. Hann er frábær týpa og hugsunarhátturinn er enn mjög líkur þeim sem leikmenn hafa. Hann veit hvað það er sem drífur leikmenn áfram og getur aðlagað sig að því. Sumir, sem hafa þjálfað í 15-16 ár, geta þetta ekki lengur,“ sagði Schneider við Handball World. Hefur kynnst öllum aðstæðum í handbolta „Mér finnst frábært hvernig hann kemur fram við hvern og einn leikmann og hugmyndir hans um leikinn eru líka góðar. Goggi var einn metnaðarfyllsti leikmaður sem ég hef spilað á móti og hann er eins í þjálfuninni. Þessu þurfa margir að venjast. Við erum með marga unga leikmenn sem eru á fyrsta eða öðru ári sínu sem atvinnumenn og það verður spennandi að sjá hversu fljótir þeir verða að aðlagast og hvernig við vinnum saman að því sem hann hefur í huga,“ sagði Schneider. Hann ítrekaði að það væri kostur frekar en galli að Guðjón hugsaði enn að miklu leyti líkt og leikmaður: „Það er klárlega kostur. Goggi hefur kynnst öllum aðstæðum í handbolta og það getur enginn snúið á hann hvað það varðar. Þess vegna veit hann líka nákvæmlega hvernig leikmönnum líður í ákveðnum aðstæðum og hvernig á að takast á við það.“ Þýski handboltinn Tengdar fréttir Elliði leikur undir stjórn Guðjóns Vals í vetur Handboltamaðurinn úr Vestmannaeyjum, Elliði Snær Viðarsson, hefur yfirgefið Eyjarnar og mun leika í þýsku B-deildinni í vetur. 20. ágúst 2020 08:15 Gummersbach vildi fyrst fá Guðjón Val sem leikmann: Ég byrja bara á núlli Guðjón Valur Sigurðsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar í Seinni bylgjuna í gær og fór yfir ferilinn. Hann ræddi líka nýja starfið sem þjálfari Gummersbach. 5. maí 2020 09:30 Guðjón Valur tekur við Gummersbach Guðjón Valur Sigurðsson tekur við liðinu sem hann lék með á árunum 2005-08. 3. maí 2020 20:02 Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38 Tölurnar mögnuðu frá landsliðsferli Guðjóns Vals sem spannaði 21 ár Guðjón Valur Sigurðsson spilaði með íslenska landsliðinu frá 1999 til 2020 og hér má sjá ýmsar tölulegar staðreyndir frá landsliðsferli hans. 29. apríl 2020 14:30 Tíu toppar á ferli Guðjóns Vals Vísir fer yfir tíu af stærstu augnablikunum á ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar sem lagði skóna á hilluna í gær. 30. apríl 2020 10:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson veit nákvæmlega hvað hann vill, hugsar enn eins og leikmaður og er með gríðarlega mikinn metnað sem þjálfari. Þetta segir Timm Schneider sem Guðjón Valur valdi sem fyrirliða þýska handknattleiksliðsins Gummersbach. Liðið er talið líklegt til að berjast um efstu sætin í 2. deild í vetur. Guðjón lagði skóna á hilluna í vor eftir glæstan feril og mun nú reyna sig við þjálfun í fyrsta sinn. „Hann er mjög yfirvegaður. Maður sér það strax að Goggi [Guðjón Valur] veit nákvæmlega hvað hann vill. Það er gott. Hann er frábær týpa og hugsunarhátturinn er enn mjög líkur þeim sem leikmenn hafa. Hann veit hvað það er sem drífur leikmenn áfram og getur aðlagað sig að því. Sumir, sem hafa þjálfað í 15-16 ár, geta þetta ekki lengur,“ sagði Schneider við Handball World. Hefur kynnst öllum aðstæðum í handbolta „Mér finnst frábært hvernig hann kemur fram við hvern og einn leikmann og hugmyndir hans um leikinn eru líka góðar. Goggi var einn metnaðarfyllsti leikmaður sem ég hef spilað á móti og hann er eins í þjálfuninni. Þessu þurfa margir að venjast. Við erum með marga unga leikmenn sem eru á fyrsta eða öðru ári sínu sem atvinnumenn og það verður spennandi að sjá hversu fljótir þeir verða að aðlagast og hvernig við vinnum saman að því sem hann hefur í huga,“ sagði Schneider. Hann ítrekaði að það væri kostur frekar en galli að Guðjón hugsaði enn að miklu leyti líkt og leikmaður: „Það er klárlega kostur. Goggi hefur kynnst öllum aðstæðum í handbolta og það getur enginn snúið á hann hvað það varðar. Þess vegna veit hann líka nákvæmlega hvernig leikmönnum líður í ákveðnum aðstæðum og hvernig á að takast á við það.“
Þýski handboltinn Tengdar fréttir Elliði leikur undir stjórn Guðjóns Vals í vetur Handboltamaðurinn úr Vestmannaeyjum, Elliði Snær Viðarsson, hefur yfirgefið Eyjarnar og mun leika í þýsku B-deildinni í vetur. 20. ágúst 2020 08:15 Gummersbach vildi fyrst fá Guðjón Val sem leikmann: Ég byrja bara á núlli Guðjón Valur Sigurðsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar í Seinni bylgjuna í gær og fór yfir ferilinn. Hann ræddi líka nýja starfið sem þjálfari Gummersbach. 5. maí 2020 09:30 Guðjón Valur tekur við Gummersbach Guðjón Valur Sigurðsson tekur við liðinu sem hann lék með á árunum 2005-08. 3. maí 2020 20:02 Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38 Tölurnar mögnuðu frá landsliðsferli Guðjóns Vals sem spannaði 21 ár Guðjón Valur Sigurðsson spilaði með íslenska landsliðinu frá 1999 til 2020 og hér má sjá ýmsar tölulegar staðreyndir frá landsliðsferli hans. 29. apríl 2020 14:30 Tíu toppar á ferli Guðjóns Vals Vísir fer yfir tíu af stærstu augnablikunum á ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar sem lagði skóna á hilluna í gær. 30. apríl 2020 10:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Elliði leikur undir stjórn Guðjóns Vals í vetur Handboltamaðurinn úr Vestmannaeyjum, Elliði Snær Viðarsson, hefur yfirgefið Eyjarnar og mun leika í þýsku B-deildinni í vetur. 20. ágúst 2020 08:15
Gummersbach vildi fyrst fá Guðjón Val sem leikmann: Ég byrja bara á núlli Guðjón Valur Sigurðsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar í Seinni bylgjuna í gær og fór yfir ferilinn. Hann ræddi líka nýja starfið sem þjálfari Gummersbach. 5. maí 2020 09:30
Guðjón Valur tekur við Gummersbach Guðjón Valur Sigurðsson tekur við liðinu sem hann lék með á árunum 2005-08. 3. maí 2020 20:02
Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38
Tölurnar mögnuðu frá landsliðsferli Guðjóns Vals sem spannaði 21 ár Guðjón Valur Sigurðsson spilaði með íslenska landsliðinu frá 1999 til 2020 og hér má sjá ýmsar tölulegar staðreyndir frá landsliðsferli hans. 29. apríl 2020 14:30
Tíu toppar á ferli Guðjóns Vals Vísir fer yfir tíu af stærstu augnablikunum á ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar sem lagði skóna á hilluna í gær. 30. apríl 2020 10:00