Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KA 1-1 | Annað jafntefli liðanna í sumar Árni Jóhannsson skrifar 1. október 2020 19:50 Viktor Karl Einarsson skoraði eina mark Breiðabliks í kvöld. Vísir/Bára Breiðablik og KA skildu jöfn í kvöld er þau mættust í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Fyrri leik liðanna lauk einnig með jafntefli en þar skoruðu Blikar úr síðustu spyrnu leiksins. Engin slík dramatík var í kvöld en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Gangur leiksins Leikur kvöldsins þróaðist líklega eins og flest bjuggust við. Breiðablik hafði boltann og sótti á meðan KA menn sættu sig við að liggja vel til baka, taka á móti sóknum Blika og reyna að sækja hratt. Leikið var á Kópavogsvelli í mikilli haustblíðu og enduðu leikar með jafntefli 1-1. Blikarnir voru með boltann í löppunum sínum bróðurpart leiksins og fengu fín færi til að skora í kvöld en leikmönnum liðsins voru mislagðar fæturnar og því var uppskeran ekki nema eitt mark hjá þeim. KA komst yfir í leiknum á 18. mínútu þegar sending út úr teig Blika eftir markspyrnu heppnaðist ekki betur en að lenda í bringunni á Sveini Margeiri Haukssyni og detta fyrir lappir hans. Hann þakkaði pent fyrir sig og hamraði boltanum, utanfótar, í fjærhornið með með óverjandi skoti fyrir Anton Ara í markinu. KA menn sáttir og héldu marki sínu hreinu þangað til í hálfleik. Þegar um átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, á 53. mínútu, náðu heimamenn að brjóta ísinn. Viktor Karl Einarsson tók á móti sendingu frá Andra Rafni Yeoman og tók á rás inni í teig KA manna. Honum tókst fullauðveldlega að komast framhjá varnarmönnum gestanna og fékk opið færi til að skjóta á markið og úr varð að boltinn hafnaði í netinu eftir viðkomu í lófunum á Kristijan Jajalo markverði. Staðan því orðin 1-1 og hefur örugglega farið sæluhrollur um áhangendur Blika vitandi að nóg væri eftir af leiknum til að ná í annað mark. Það tókst hinsvegar ekki og í raun voru Blikar heppnir að lenda ekki aftur undir því á 57. mínútu skallaði Almarr Ormarsson í slá heimamanna. Leikurinn fjaraði síðan út og liðið þurfa að sætta sig við sitthvort stigið. Af hverju varð jafntefli? KA gerði það mjög vel sem þeim einum er lagið. Það er að liggja til baka og verja mark sitt. Blikum gekk síðan illa að að finna markið með skotum sínum en af 24 skotum enduðu einungis fjögur á rammanum frá Breiðablik. Bestir á vellinum? Varnarlína KA deilir því að hafa verið bestir á vellinum. Þeirra árangur er mældur í því að fá á sig sem fæst mörk. Eitt mark í dag á móti liði sem hefur skorað næstmest í deildinni þykir því hinn fínasti árangur. Fyrir aftan línuna var svo markvörður sem þurfti lítið að hafa sig í frammi enda enduðu skotið frekar í varnarmönnum eða framhjá. Hvað gekk illa? Ég er búinn að ræða færanýtinguna en hornspyrnur er líka eitthvað sem þarf að ræða. Blikar fengur 14 slíkar í leiknum og þar af níu í fyrri háfleik og það kom nánast ekkert út úr þeim. Hvað næst? Blikar fá Fylki í heimsókn á sunnudag en það er leikur sem mun hafa mikla þýðingu fyrir útkomuna í baráttunni um sæti í Evrópukeppni á næsta ári. KA getur einnig haft áhrif í þeirri baráttu en KA mætir Víkingum í Fossvogi. Stefnir í að sunnudagurinn verði hörkudagur í Pepsi Max deild karla. Arnar Grétars: Hefði viljað taka öll þrjú stigin Þjálfari KA var ekki sammála blaðamanni að hann væri líklega sáttari þjálfarinn eftir úrslit kvöldsins og að KA hafi ætlað að virða stigið. „Ég held að flestir sem hingað hafa komið hafi verið minna með boltann í leikjunum. Markmiðið var samt að sækja þrjú stig þrátt fyrir að hafa fallið til baka. Við áttum alveg von á því að Blikar myndu stjórna leiknum og þeir hafa gert það í öllum sínum heimaleikjum og öllum sínum útileikjum. Þannig að það er ekkert nýtt. Lykilatriðið er bara það að vera þéttir og gefa ekki á sér færi og mér fannst við gera það heilt yfir.“ „Það var smá klaufagangur þarna þegar þeir skora þá ákveður maður að elta boltann og þeir ná að hreyfa okkur til og þar var ekki nógu góður varnarleikur einn á móti einum og Viktor Karl gerir það mjög vel. Við vorum að skapa og koma okkur í fínar stöður og hefðum alveg getað sett annað markið. Þannig að koma á þennan völl og sækja stig þá getum við alveg farið sáttir með það þó að við hefðum viljað meira.“ Arnar sagði að KA hefðu metnað fyrir því að stefna hærra þegar hann var spurður að því hvað stigið þýddi fyrir hans menn. „Við viljum alltaf horfa aðeins hærra og stigið er alltaf betra en ekki neitt. Við eigum erfiðan leik á sunnudaginn á móti Víking sem eru á svipuðum stað og við. Markmiðið fyrir þann leik er náttúrlega að fara þangað og sækja öll stigin. Svo tökum við bara hvern leik fyrir í einu. Við sjáum síðan hvar við stöndum í lokin og viljum reyna að fikra okkur upp töfluna. Við höfum alveg sýnt það að við getum tekið stig á móti öllum liðunum og ég hef alltaf sagt það að þessi deild er mjög jöfn og ef menn spila vel þá geta þeir náð í stigin og ef þeir spila illa þá geta stigin tapast. Við þurfum bara að setja saman góða leiki í þessum leikjum sem eftir eru.“ Að lokum var Arnar spurður út í hans eigin líðan verandi að stýra gestaliði á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég var nú bara tiltölulega rólegur. Þetta var sérstakt en mér leið ágætlega. Hefði viljað taka öll þrjú stigin en það hefði kannski verið ósanngjarnt.“ Pepsi Max-deild karla Breiðablik KA
Breiðablik og KA skildu jöfn í kvöld er þau mættust í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Fyrri leik liðanna lauk einnig með jafntefli en þar skoruðu Blikar úr síðustu spyrnu leiksins. Engin slík dramatík var í kvöld en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Gangur leiksins Leikur kvöldsins þróaðist líklega eins og flest bjuggust við. Breiðablik hafði boltann og sótti á meðan KA menn sættu sig við að liggja vel til baka, taka á móti sóknum Blika og reyna að sækja hratt. Leikið var á Kópavogsvelli í mikilli haustblíðu og enduðu leikar með jafntefli 1-1. Blikarnir voru með boltann í löppunum sínum bróðurpart leiksins og fengu fín færi til að skora í kvöld en leikmönnum liðsins voru mislagðar fæturnar og því var uppskeran ekki nema eitt mark hjá þeim. KA komst yfir í leiknum á 18. mínútu þegar sending út úr teig Blika eftir markspyrnu heppnaðist ekki betur en að lenda í bringunni á Sveini Margeiri Haukssyni og detta fyrir lappir hans. Hann þakkaði pent fyrir sig og hamraði boltanum, utanfótar, í fjærhornið með með óverjandi skoti fyrir Anton Ara í markinu. KA menn sáttir og héldu marki sínu hreinu þangað til í hálfleik. Þegar um átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, á 53. mínútu, náðu heimamenn að brjóta ísinn. Viktor Karl Einarsson tók á móti sendingu frá Andra Rafni Yeoman og tók á rás inni í teig KA manna. Honum tókst fullauðveldlega að komast framhjá varnarmönnum gestanna og fékk opið færi til að skjóta á markið og úr varð að boltinn hafnaði í netinu eftir viðkomu í lófunum á Kristijan Jajalo markverði. Staðan því orðin 1-1 og hefur örugglega farið sæluhrollur um áhangendur Blika vitandi að nóg væri eftir af leiknum til að ná í annað mark. Það tókst hinsvegar ekki og í raun voru Blikar heppnir að lenda ekki aftur undir því á 57. mínútu skallaði Almarr Ormarsson í slá heimamanna. Leikurinn fjaraði síðan út og liðið þurfa að sætta sig við sitthvort stigið. Af hverju varð jafntefli? KA gerði það mjög vel sem þeim einum er lagið. Það er að liggja til baka og verja mark sitt. Blikum gekk síðan illa að að finna markið með skotum sínum en af 24 skotum enduðu einungis fjögur á rammanum frá Breiðablik. Bestir á vellinum? Varnarlína KA deilir því að hafa verið bestir á vellinum. Þeirra árangur er mældur í því að fá á sig sem fæst mörk. Eitt mark í dag á móti liði sem hefur skorað næstmest í deildinni þykir því hinn fínasti árangur. Fyrir aftan línuna var svo markvörður sem þurfti lítið að hafa sig í frammi enda enduðu skotið frekar í varnarmönnum eða framhjá. Hvað gekk illa? Ég er búinn að ræða færanýtinguna en hornspyrnur er líka eitthvað sem þarf að ræða. Blikar fengur 14 slíkar í leiknum og þar af níu í fyrri háfleik og það kom nánast ekkert út úr þeim. Hvað næst? Blikar fá Fylki í heimsókn á sunnudag en það er leikur sem mun hafa mikla þýðingu fyrir útkomuna í baráttunni um sæti í Evrópukeppni á næsta ári. KA getur einnig haft áhrif í þeirri baráttu en KA mætir Víkingum í Fossvogi. Stefnir í að sunnudagurinn verði hörkudagur í Pepsi Max deild karla. Arnar Grétars: Hefði viljað taka öll þrjú stigin Þjálfari KA var ekki sammála blaðamanni að hann væri líklega sáttari þjálfarinn eftir úrslit kvöldsins og að KA hafi ætlað að virða stigið. „Ég held að flestir sem hingað hafa komið hafi verið minna með boltann í leikjunum. Markmiðið var samt að sækja þrjú stig þrátt fyrir að hafa fallið til baka. Við áttum alveg von á því að Blikar myndu stjórna leiknum og þeir hafa gert það í öllum sínum heimaleikjum og öllum sínum útileikjum. Þannig að það er ekkert nýtt. Lykilatriðið er bara það að vera þéttir og gefa ekki á sér færi og mér fannst við gera það heilt yfir.“ „Það var smá klaufagangur þarna þegar þeir skora þá ákveður maður að elta boltann og þeir ná að hreyfa okkur til og þar var ekki nógu góður varnarleikur einn á móti einum og Viktor Karl gerir það mjög vel. Við vorum að skapa og koma okkur í fínar stöður og hefðum alveg getað sett annað markið. Þannig að koma á þennan völl og sækja stig þá getum við alveg farið sáttir með það þó að við hefðum viljað meira.“ Arnar sagði að KA hefðu metnað fyrir því að stefna hærra þegar hann var spurður að því hvað stigið þýddi fyrir hans menn. „Við viljum alltaf horfa aðeins hærra og stigið er alltaf betra en ekki neitt. Við eigum erfiðan leik á sunnudaginn á móti Víking sem eru á svipuðum stað og við. Markmiðið fyrir þann leik er náttúrlega að fara þangað og sækja öll stigin. Svo tökum við bara hvern leik fyrir í einu. Við sjáum síðan hvar við stöndum í lokin og viljum reyna að fikra okkur upp töfluna. Við höfum alveg sýnt það að við getum tekið stig á móti öllum liðunum og ég hef alltaf sagt það að þessi deild er mjög jöfn og ef menn spila vel þá geta þeir náð í stigin og ef þeir spila illa þá geta stigin tapast. Við þurfum bara að setja saman góða leiki í þessum leikjum sem eftir eru.“ Að lokum var Arnar spurður út í hans eigin líðan verandi að stýra gestaliði á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég var nú bara tiltölulega rólegur. Þetta var sérstakt en mér leið ágætlega. Hefði viljað taka öll þrjú stigin en það hefði kannski verið ósanngjarnt.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti