Segja algjört kjaftæði að Jón Arnór hafi farið í Val fyrir hærri laun Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2020 10:30 Jón Arnór Stefánsson vann fimm Íslandsmeistaratitla með KR en er nú leikmaður Vals. VÍSIR/DANÍEL „Jón Arnór er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki.“ Þetta sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar, þegar vistaskipti Jóns frá uppeldisfélagi hans KR til Vals voru rædd í upphitunarþætti Dominos Körfuboltakvölds. Jón Arnór gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég veit svo sem ekki nákvæmlega hver ástæðan er fyrir því að Jón Arnór fór í Val, ég hef ekki rætt það við hann, en það kom mér mjög á óvart. Ég hef talað einu sinni við hann eftir þetta og þá vorum við að ræða nýja rappmyndbandið hjá Magga Mix, þannig að við fórum nú ekki einu sinni í þetta. En ég get alla vega sagt ykkur að ein af ástæðunum er ekki peningar,“ sagði Benedikt. Þarf ekki að fá hundrað þúsund í viðbót annars staðar „Jón Arnór Stefánsson, ég get fullyrt þetta, er ekki að fara úr KR í Val fyrir einhverja aðeins meiri upphæð en hann fær frá KR. Það er umræða sem að böggar mig pínu. Hann er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki. Hann þarf ekkert að fá 100 þúsund kalli meira annars staðar. Hann hefur væntanlega einhverjar aðrar ástæður, þannig að hættið þessu peningakjaftæði alla vega í hans tilfelli,“ sagði Benedikt. Þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson benti á að Jón gæti hafa horft á þær miklu breytingar sem orðið hafa hjá KR og fundist vænni kostur að spila með Pavel Ermolinskij og fyrir Finn Frey Stefánsson. Af hverju ekki að taka áskoruninni með einum besta vini sínum? „Hann hefur líka sagt það að hann vildi nýja áskorun,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann vildi taka alla vega eitt tímabil í viðbót, fá nýja áskorun, og af hverju ekki að taka hana með einum besta vini sínum, Pavel? Og með þjálfara sem þekkir þig inn og út, veit hversu mikla hvíld þú þarft og hvernig þú æfir. Hann þarf meiri hvíld en aðrir leikmenn í deildinni, eðlilega,“ sagði Hermann, og tók svo undir með Benedikt: „Þetta peningakjaftæði í kringum Jón er bara galið. Það er svipað og ég færi að blása toppinn frá enninu, þetta er það galið. Við skulum því bara hætta öllu svoleiðis kjaftæði, meta það að hann vilji taka eitt ár í viðbót, annars staðar en hjá KR. Hann er búinn að skila öllu sem hægt er að skila til KR og menn eiga bara að klappa honum á bakið og óska honum alls hins besta.“ Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Af hverju fór Jón Arnór til Vals? Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir „Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35 Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
„Jón Arnór er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki.“ Þetta sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar, þegar vistaskipti Jóns frá uppeldisfélagi hans KR til Vals voru rædd í upphitunarþætti Dominos Körfuboltakvölds. Jón Arnór gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég veit svo sem ekki nákvæmlega hver ástæðan er fyrir því að Jón Arnór fór í Val, ég hef ekki rætt það við hann, en það kom mér mjög á óvart. Ég hef talað einu sinni við hann eftir þetta og þá vorum við að ræða nýja rappmyndbandið hjá Magga Mix, þannig að við fórum nú ekki einu sinni í þetta. En ég get alla vega sagt ykkur að ein af ástæðunum er ekki peningar,“ sagði Benedikt. Þarf ekki að fá hundrað þúsund í viðbót annars staðar „Jón Arnór Stefánsson, ég get fullyrt þetta, er ekki að fara úr KR í Val fyrir einhverja aðeins meiri upphæð en hann fær frá KR. Það er umræða sem að böggar mig pínu. Hann er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki. Hann þarf ekkert að fá 100 þúsund kalli meira annars staðar. Hann hefur væntanlega einhverjar aðrar ástæður, þannig að hættið þessu peningakjaftæði alla vega í hans tilfelli,“ sagði Benedikt. Þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson benti á að Jón gæti hafa horft á þær miklu breytingar sem orðið hafa hjá KR og fundist vænni kostur að spila með Pavel Ermolinskij og fyrir Finn Frey Stefánsson. Af hverju ekki að taka áskoruninni með einum besta vini sínum? „Hann hefur líka sagt það að hann vildi nýja áskorun,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann vildi taka alla vega eitt tímabil í viðbót, fá nýja áskorun, og af hverju ekki að taka hana með einum besta vini sínum, Pavel? Og með þjálfara sem þekkir þig inn og út, veit hversu mikla hvíld þú þarft og hvernig þú æfir. Hann þarf meiri hvíld en aðrir leikmenn í deildinni, eðlilega,“ sagði Hermann, og tók svo undir með Benedikt: „Þetta peningakjaftæði í kringum Jón er bara galið. Það er svipað og ég færi að blása toppinn frá enninu, þetta er það galið. Við skulum því bara hætta öllu svoleiðis kjaftæði, meta það að hann vilji taka eitt ár í viðbót, annars staðar en hjá KR. Hann er búinn að skila öllu sem hægt er að skila til KR og menn eiga bara að klappa honum á bakið og óska honum alls hins besta.“ Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Af hverju fór Jón Arnór til Vals?
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir „Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35 Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
„Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35
Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00
„Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29
Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14