Öryggisnetið á að grípa fólkið fyrst Drífa Snædal skrifar 2. október 2020 14:30 Í vikunni var margtugginn frasinn um „skort á samtali” við verkalýðshreyfinguna. Þess er hins vegar ekki getið að forsendur slíks samtals áttu að vera lækkun launakostnaðar atvinnurekenda. Gagnvart launafólki þýðir það launafrysting, launaskerðing eða önnur réttindaskerðing. Það var ekki grundvöllur samtals sem verkalýðshreyfingin var tilbúin í. Enda skorti haldbær rök fyrir því að kjaraskerðingar þvert á atvinnugreinar gætu verið samfélaginu til góðs í miðri kreppu. Þvert á móti gæti það orðið til að dýpka og lengja kreppuna. Í ljós kom að hótanir atvinnurekenda um uppsögn á samningi voru orðin tóm og öðru fremur settar fram til að treysta samningsstöðu þeirra, fyrst gagnvart verkalýðshreyfingunni en þegar það gekk ekki þá gagnvart stjórnvöldum. En bónleiðin til stjórnvalda gaf lítið umfram það sem þegar var á teikniborðinu. Það sem þó stendur upp úr er að lokaniðurstaðan var skynsamleg. Að kjarasamningar haldi og ekki sé öllu hleypt í bál og brand í miðri kreppu. Það skynja flestir að við erum í stærri hugmyndafræðilegri umræðu en bara um hvort samningar standi eða falli. Gamalkunn viðbrögð stjórnvalda og atvinnurekenda við kreppu, að herða sultarólina og skerða kjör almennings, hafa sýnt sig að vera vond meðul. Hagfræðikenningar eru nefnilega ekki raunvísindi og kreppuhagfræðin hefur tekið ótrúlegum breytingum síðustu ár eftir bitra reynslu frá 2008. Niðurskurðarstefnan sem þá var allsráðandi gerði nefnilega stórkostlegan skaða víða um heim. Alþjóðlegir aðilar hafa horfið frá því að gefa ráð um slíkt, eins og fjallað er um í greinargerð með tillögu að nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Sífellt fleiri eru sannfærðir um að það besta sem gert er í kreppu er að verja afkomu fólks. Að verja fólk til að bjarga fyrirtækjum en ekki öfugt. Og þá komum við að því verkefni sem er brýnast þessa stundina; að hækka atvinnuleysisbætur. Ef við gerum það ekki þá getur fólk ekki staðið undir húsnæðiskostnaði eða öðrum skuldbindingum. Það býr til erfið keðjuverkandi áhrif. Að missa vinnuna er gríðarlegt áfall. Þegar fjárhagsáhyggjur og afkomuótti bætast við getur heilsan goldið þess á skömmum tíma. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið gripið til þess strax, og af festu, að tryggja að öryggisnetið geri einmitt það sem það á að gera: að grípa fólk þegar það þarf að vera gripið. Alþingi hefur færi á að breyta þessu, nú þegar fjárlagafrumvarpið fer til þinglegrar meðferðar í skugga ítrekaðra hópuppsagana. Að hækka atvinnuleysistryggingar er ekki eingöngu rétt gagnvart þeim einstaklingum sem standa frammi fyrir atvinnumissi, heldur best fyrir samfélagið, hagkerfið og komandi kynslóðir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í vikunni var margtugginn frasinn um „skort á samtali” við verkalýðshreyfinguna. Þess er hins vegar ekki getið að forsendur slíks samtals áttu að vera lækkun launakostnaðar atvinnurekenda. Gagnvart launafólki þýðir það launafrysting, launaskerðing eða önnur réttindaskerðing. Það var ekki grundvöllur samtals sem verkalýðshreyfingin var tilbúin í. Enda skorti haldbær rök fyrir því að kjaraskerðingar þvert á atvinnugreinar gætu verið samfélaginu til góðs í miðri kreppu. Þvert á móti gæti það orðið til að dýpka og lengja kreppuna. Í ljós kom að hótanir atvinnurekenda um uppsögn á samningi voru orðin tóm og öðru fremur settar fram til að treysta samningsstöðu þeirra, fyrst gagnvart verkalýðshreyfingunni en þegar það gekk ekki þá gagnvart stjórnvöldum. En bónleiðin til stjórnvalda gaf lítið umfram það sem þegar var á teikniborðinu. Það sem þó stendur upp úr er að lokaniðurstaðan var skynsamleg. Að kjarasamningar haldi og ekki sé öllu hleypt í bál og brand í miðri kreppu. Það skynja flestir að við erum í stærri hugmyndafræðilegri umræðu en bara um hvort samningar standi eða falli. Gamalkunn viðbrögð stjórnvalda og atvinnurekenda við kreppu, að herða sultarólina og skerða kjör almennings, hafa sýnt sig að vera vond meðul. Hagfræðikenningar eru nefnilega ekki raunvísindi og kreppuhagfræðin hefur tekið ótrúlegum breytingum síðustu ár eftir bitra reynslu frá 2008. Niðurskurðarstefnan sem þá var allsráðandi gerði nefnilega stórkostlegan skaða víða um heim. Alþjóðlegir aðilar hafa horfið frá því að gefa ráð um slíkt, eins og fjallað er um í greinargerð með tillögu að nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Sífellt fleiri eru sannfærðir um að það besta sem gert er í kreppu er að verja afkomu fólks. Að verja fólk til að bjarga fyrirtækjum en ekki öfugt. Og þá komum við að því verkefni sem er brýnast þessa stundina; að hækka atvinnuleysisbætur. Ef við gerum það ekki þá getur fólk ekki staðið undir húsnæðiskostnaði eða öðrum skuldbindingum. Það býr til erfið keðjuverkandi áhrif. Að missa vinnuna er gríðarlegt áfall. Þegar fjárhagsáhyggjur og afkomuótti bætast við getur heilsan goldið þess á skömmum tíma. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið gripið til þess strax, og af festu, að tryggja að öryggisnetið geri einmitt það sem það á að gera: að grípa fólk þegar það þarf að vera gripið. Alþingi hefur færi á að breyta þessu, nú þegar fjárlagafrumvarpið fer til þinglegrar meðferðar í skugga ítrekaðra hópuppsagana. Að hækka atvinnuleysistryggingar er ekki eingöngu rétt gagnvart þeim einstaklingum sem standa frammi fyrir atvinnumissi, heldur best fyrir samfélagið, hagkerfið og komandi kynslóðir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun